Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)} |
miðvikudagur, desember 22, 2004
"Ég fer alltaf yfir um jólin..." Jæja ætli sé ekki rétt að hefja sig til flugs á skeiðvelli hins ritaða máls. Ég hef verið ákaflega latur við slík flugtök upp á síðkastið. Sem undrar mig ekki mikið, því það má segja að ég hafi haft yfirdrifið nóg að gera, bæði í vinnu og utan hennar. En nóg um það, ég ætla allavega að rita hér smá hugleiðingu um stórmerkilegan smitsjúkdóm, sem virðist leggjast á geðheilsu fólks. Ég hef orðið var við það í mínu starfi undarfarnar vikur að ákveðin manía virðist hafa ágerst hjá landanum. Við Íslendingar erum jú alla jafna frekar manískt fólk, iðulega á hraðferð og höfum oft á tíðum lítin tíma til að gera nokkurn hlut (eins og ég minntist á í pistli ekki alls fyrir löngu). En þessi manía virðist hafa ágerst smá saman á undanförnum nokkrum vikum. Ég hóf störf hjá ágætu fyrirtæki, Bræðrunum Ormsson, mánudaginn 22. nóvember sl. Ég er starfsmaður á lager fyrirtækisins og í mínum störfum er m.a. fólgið að taka á móti vörum (sem fyrirtækið kaupir inn til sölu) og keyra út heimilistæki (sem fyrirtækið selur í verslunum sínum) og innréttingar til fólks. Mér þótti starfið fara ansi vel af stað, nóg var að gera og verkefnin fjölbreytt. En viti menn, frá þessum degi þá hefur velta varnings (skv. mínum óvísindalegu mælingum) í gegnum hendurnar á okkur lagerköllunum aukist daglega. Fólk sem á von á okkur með eitthvað hefur orðið ákafara, óþolinmóðara og stressaðra í jöfnu hlutfalli við aukningu veltunar. Það virðist því sem hin Íslenska þjóð hafi fengið smitandi maníusjúkdóm sem lýsi sér í brjáluðu kaupæði, stressi og nettri vitfyrringu. Ég heyrði nafnið á sjúkdómnum um daginn og þá rann það upp fyrir mér að ég kannast við kauða. Hann hefur komið áður og ég hef fengið hann í einhver skipti þó að ég hafi sloppið þetta árið. Hann kallast jól. Fleira ekki gjört, fundi slitið. þriðjudagur, desember 07, 2004
Góður er hann Gustafsberg, gott er hann að brúka. Gleypir hann í gríð og erg, gríðarstóra kúka. Þessi vísustúfur, sem mér skilst að sé ættaður af vegg á almenningssalerni, á einkar vel við hjá mér í dag, því ég er nefnilega nýstiginn upp úr Gustafsbergspestinni. Hún er nefnd eftir hinni gríðarvinsælu klósetttegund, sökum þess að þeir sem pestina fá, tengjast klósettskálum sínum (og annara ef þeir búa svo illa að vera ekki heima við þegar pestin hefst) ákaflega náið! Reyndar get ég nú vart haldið því fram að ég hafi Gustafsbergspestina, en þar sem klósettið á mínu heimili er alveg laust við öll kennileiti og nafngiftir þá verður þessi ágæta nafngift bara að duga. Ég hef aldrei halið því fram að ég sé mikið karlmenni, þ.e.a.s. í hinni hefðbundnu merkingu þess orðs. Ég hef sársaukaþröskuld sem varla stendur út úr hnefa og finnst fátt betra en að vorkenna mér í eymslum mínum (nema þá að fá aðra til að vorkenna mér) og því er ég ákaflega amalegur sjúklingur. En þegar um magakveisu ræðir þá má margfalda leiðinleikastuðul minn sem sjúklings með háum tölum. Ég þoli nefnilega aungvan verk verr en magaverk! Því má segja að gærdagurinn hafi verið mér hin ægilegasta raun, því slík var pínan að ég var þess full viss að ég hefði fengið salmonellu og hafði þegar varpað sökinni á Tælenskan matsölustað sem ég heimsótti í mjög svo góðum félagsskap á sunnudagskvöldið. En þar sem hinn góði félagsskapur var við hesta heilsu og ég hafði ekki séð neinar fréttir um skyndilegan salmonellufaraldur sem rekja mætti til Tælensks matsölustaðar þá varð ég að viðurkenna að líklega væri nú ekki um svo alvarlega veiki að ræða. Mér var það að vísu þvert um geð, þar sem ég var þess full viss í þjáningum mínum að ég ætti ekki nema örfáa tíma ólifaða! Versta stundin í þessum stuttu en snörpu veikindum, var sú þegar ég kláraði í raun að losa mig við óþverann. Eins og flestir vita þá ganga magakveisur ýmist upp eða niður, og í einstaka tilfellum í báðar áttir. Mín gekk niður og þar sem ég sat á klósettinu og var að losa mig við óheilbrigt magn vökva, allavega í gegnum þetta tiltekna líkamsop, þá fannst mér sem krafturinn væri svo mikill á losunnuni að inniflin leituðu út og ég findist látinn á salerninu og dánarorsökin væri úthverfa vegna niðurgangs! En eins og þessi pistill sýnir þá lifði ég ósköpin af og var allur hinn hressari þegar ég vaknaði í morgun. Afréð nú reyndar að halda mig heimavið, aðallega vegna þess að ég var máttlausari en laufblað og hefði því verið til fárra hluta nitsamlegur í vinnunni. En þjáningum mínum var ekki alveg lokið. Því þegar ég reyndi að standa upp úr rúminu, þá tók ekki betra við. Ég hafði sofið svo skelfilega asnalega að heill hrímþurs virtist hafa tekið sér bólfestu í mjóbakinu. Mér tókst þó að staulast á fætur en göngulag og hreyfigeta minnti helst á níræðann vinnualka á elliheimili. En eftir heitt bað og nokkrar ráðlagðar teygjur frá sjúkralærðri móður minni þá er ég allur að liðkast til núna með kveldinu, enda eins gott, því ég á að dæma stórann leik á morgunn og verð að vera í mínu besta ástandi! Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, nóvember 21, 2004
"Í putta mínum pína er, pikkið er að hrjá 'ann. Í sálu minni sýn af þér, smella kossi á'ann." Þá er viðburðaríkri helgi að ljúka. Einn leikur eftir í dómgæslu og svo, ef nenna finnst, þrif á heimilinu. Hún byrjaði helgin á því að ég brunaði upp í Borgarfjörð, heim að óðalinu. Þar fór fram spreðla-gerð að gömlum og gegnum sið. Ég get ekki beðið eftir að herlegheitin (um 50 kg af kjöti) komi úr reyk og ég get farið að fylla loftið ljúfri angan af soðnum sperðlum með kartöflumús og grænum baunum. Nú áður en sperðla-gerð lauk þá þurfti ég að rjúka suður aftur. Því það var komið að undanúrslitum í Hópbílabikar karla og um leið að árlegri samkomu Körfuboltadómara í tengslum við þá helgi. Leikirnir voru hinir skemmtilegustu og allt fór vel fram. Þó var skelfilegt að líta yfir áhorfendastúkuna, því hún stóð því sem næst auð. Eftir leikina hélt mannskapurinn í bæinn og endust menn þar mis lengi. Á laugardag þá vaknaði ég tiltölulega sprækur og fór aftur í höllina, nú til að sjá undanúrslitaleiki kvenna og úrslitaleik karla. Hafi fátt verið á föstudeginum þá bergmálaði á kvennaleikjunum því það voru í mesta lagi 50 manns samtals á báðum leikjum. Heldur fjölgaði nú þegar úrslitaleikurinn hófst en betur má ef duga skal. Um kvöldi tölti ég mér á stað sem ég hef aldrei vísiterað áður, nefnilega Breiðfirðingabúð. Þar þjónar fyrir altari (Bakkusar) góð vinkona mín að nafni Hrönn og vegna skorts á góðri mætingu þá áttum við þægilegt kvöldspjall með dægilegu undirspili og jafnvel einum dansi eða svo. (Þ.e.a.s. ég dansaði einn dans en hún fleiri) Nú er runninn upp sunnudagur og ég orðinn andlaus með öllu, ég hlakka þó mikið til morgundagsins en þá byrja ég í nýrri vinnu. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, nóvember 18, 2004
"Öll þið eflaust þekkið Jóa, hann var útherji..." Eins og áður hefur komið fram þá er ég körfuboltadómari. Reyndar held ég að ég sé sá eini af þeirri göfugu stétt sem ber það starfsheiti í símaskrá, en þar sem ég get ekki leitað þar eftir starfsheiti þá veit ég það ekki fyrir víst. En hvað um það. Körfubolti er mitt líf og yndi. Ég hef gaman af að spila, dæma, taka statt (tölfræði), skrifa skýrslu nú eða "bara" að vera upp í stúku að horfa. En það sem ég geri hvað mest af, tengdu körfubolta, þessa dagana er að dæma og merkilegt nokk þá hef ég gríðarlega gaman af þeim starfa. Einhvrjum gæti dottið í hug að það væri vegna niðurbældra drotnunarcomplexa, eða vegna hefnigirni í garð hina ýmsu íþróttasveina (jocks) sem gerðu bælda nördinu mér lífið leitt í skóla. Ég skal alveg viðurkenna það að valdi, þessu sem öðru, fylgir ákveðin fróun en þeir sem fylgst hafa með umræðunni um dómara undanfarið, þá sérstaklega þar sem nafnlausir hugleysingar ráða ríkjum, sjá að hefndarþorstinn og drotnunargirndin hljóta að vera á sjúklegu stigi ef menn eru tilbúnir að leggja það á sig að ganga skít upp undir höku, eða jafnvel vel uppfyrir haus, til þess eins að svala þeim. Ég held að slík ganga eigi meira skylt við sjálfspyntingarhvöt en nokkuð annað. Gagnrýnin, ef hægt er nota svo jákvætt orð um gröftin sem nú vellur víða, sem að dómurum hefur beinst undanfarið getur í mörgum tilfellum á fullan rétt á sér. Dómarar eru jú eingar heilagar beljur sem sitja í fílabeinsturnum og gera aldrei mistök. Við erum menn! Menn eru breyskir og menn gera mistök um það er ekki deilt. Og ég veit af minni eigin reynslu, að dómarar gera mistök í leik, það hef ég gert margoft sjálfur og kem til með að gera fleiri það er óumflýjanlegt! En eins og aðrir menn þá reyni ég helst ekki að detta í sama drullupollinn tvisvar og það er jafnframt staðreynd að með hverjum leik þá verð ég betri sem dómari. Ég fínpússa og slípa til þá hæfileika sem góður dómari þarf til að bera. Hluti af þessu ferli er gagnrýni. Gagnrýni er MJÖG mikilvægur hlutur í námsferli manns, sama hvað maður er að læra. Hvað er yfirferð kennara á prófi annað en gagnrýni, ábending um hvað hafi verið gert rangt og eftir atvikum, hvernig skal gera það rétt. Hvernig lærum við ásættanlega mannlega hegðun? Jú með því að bregðast við kennslu og gagnrýni foreldra, kennara og annara sem á vegi okkar verða, erum mótuð af samfélaginu. Ég held að flestir geti verið sammála því að samfélagsleg mótun getur mistekist, að meira eða minna leiti. Fólk lendir í slæmum félagsskap, á við félagslega eingangrun að stríða eða býr svo illa að alast upp við aðstæður þar sem neikvæðni og niðurbrot er daglegt brauð. Hver hefur ekki heyrt söguna um litlu stelpuna sem átti ofbeldishneigðan og drykkfeldan föður, mann uppfullan af reiði og biturð sem hann tók út á litlu telpunni sinni. Stelpan óx upp laus við allar jákvæðar myndir af sjálfri sér og lífinu og leitaði því, þegar heimdraganum slepti, aftur í sitt kunnuglega far og fékk sér drykkfeldan og ofbeldishneigðan mann. Eins órökrétt og þetta hljómar þá er þetta samt sem áður staðreynd! Fólk með brotna sjálfsmynd leitar frekar í far þar sem niðurbrotinu er haldið áfram en að leita út úr því. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar og flóknar en á leikmannamáli þá leggst málið út á þann veg að viðkomandi telur sig einfaldlega ekki eiga betra skilið! Nú skal einginn skilja mál mitt svo að dómarar séu litla stúlkan og að nafnlausir skítmokarar séu hinn ofbeldisfulli og drykkhneigði faðir/eiginmaður. Aðstæðurnar eru jú talsvert aðrar og langt frá því að vera sambærilegar nema að einu leiti. Niðurbrot og neikvæð gagnrýni leiðir ALDREI neitt jákvætt af sér! Hvort sem um er að ræða litla stúlku sem lamin er eins og plokkfiskur eða dómara sem rakkaður er niður af nafnlausum heiglum. Mörgum finnst ég ábyggilega vera farinn út í tóma vitleysu í þessum málflutningi. Vissulega, eins og ég tók fram hér ofar, þá er þessu tvennu ekki saman að jafna að neinu leiti hvað varðar alvarleika eða samfélagslega ógn. Ég er aðeins að benda á, hvað niðurbrot, skýtkast, neikvæð gagnrýni, drullusokksháttur og almennt skítlegt eðli í garð einhvers getur haft í för með sér. Ekki svo að segja að nú fari allir dómarar á fullu í dóp og leiti sér að ofbeldishneigðum mökum sem fara illa með þá. Nei okkar aðstæður eru ekki á þeim stærðarskala. Það sem er mun líklegra að gerist er annað af tvennu (samblanda þegar um allan hópinn ræðir). 1. Dómarar fá nóg og hætta, því hver nennir að sitja undir slíkum ógnar skít í öllum sínum störfum! 2. Dómarar halda áfram og vinna undir dylgjum og drullumalli. Þeir missa sjálfstraust og/eða hætta að hlusta á nokkurn mann. Þeir hætta að læra af mistökum sínum og verða lélegri! Fyrir þá sem halda að síðasta setningin í nr. 2 sé rétt nú þegar, burt séð frá því hver menn halda að orsökin sé, þá vil ég segja eftirfarandi. Ég hef aldrei séð nokkurn hóp manna sem er eins mótiveraður og jafn fullur metnaðar og körfuboltadómarar. Ég veit að það eru margir þarna úti sem ekki trúa mér, og fátt sem ég get sagt til að breyta þeirri skoðun. En sjón er sögu ríkari og við ykkur vil ég segja, kynnið ykkur starf dómara, setjið ykkur í samband við fólk sem þekkir málið, kynnið ykkur hvað fer fram á haustþingum dómara, já mætið þangað sjálf, farið á dómaranámskeið og kynnið ykkur málið af eigin raun. Ég er ekki að segja að allir körfuboltaáhugamenn eigi að gerast dómarar en ég get lofað ykkur því að leikurinn verður ekki leiðinglegri á eftir svona kynningu, thja nema kannski hjá þeim sem fá alla sína ánægju út úr skít, drullu og heigulsskap. Fleira ekki gjört, fundi slitið. mánudagur, nóvember 15, 2004
"Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér..." Það lýtur út fyrir það af ítrekaðar fréttir af dauða mínum séu að einhverju leiti ýktar. Ég er ekki allur, en þó mátti ekki miklu muna. Tíminn er sagður afstæður, og er sú fullyrðing súmmeruð upp í jöfnu sem tiltekur að skverað MC jafngildi E. Það getur vel verið að þessi jafna gangi upp (sem hún væntanlega gerir) og það verður að teljast ákaflega líklegt að tíminn sé algerlega afstæður. En hvað sem því öllu líður, þá er nokkuð ljóst að hann er mjög takmörkuð (en stabil) auðlind sem ekki er veitt nægilega vel af. Allavega ekki til mín! Ég stunda vinnu, svona rétt eins og hver venjulegur íslendingur. Ég vinn mína 10+ tíma á dag, eins og hver annar. Að þeim tíma liðnum þá fer ég í líkamsrækt og eyði þar um 90 mínútum að jafnaði. Svo kem ég heim og elda mér (eða hita bara upp) kvöldmat og snæði hann. Þá er hugsanlegt að komið sé að tómstundum og netflakki eða einhverju öðru slíku. En oftar en ekki þá er hreinlega ekki tími fyrir síðastgreinda liðinn (smá afsökun fyrir bloggskorti undanfarið) því klukkan er orðin það margt að menn eins og ég (sem er ónýtir ef þeir fá ekki sína 7-8 tíma í svefn) eru tilbúnir í bólið. Helgarnar eru ekki mikið betri. Það verður ekki mikið úr FRÍtímanum sem þá á að bjóðast. Það er dómgæsla, spilamennska, heimsóknir og allskyns annað kvabb sem herjar á mann og gerir það að verkum að gamalt og gott R&R (rest and relaxation - hvíl og aflsöppun upp á ylhýra) er hreinlega bara ekki í boði. Að vísu felst heilmikil hvíld í því að vera ekki að gera það sama og hina 5 daga vikunar, en fyrir bókaorm og sjónvarpsglápara eins og mig þá er málið alls ekki nógu gott. Ég legg því til að klukkustundunum í sólarhringnum verði fjölgað í amk 26, helst 30 og helgin lengd um 1-2 daga, þá er möguleiki að ég komist yfir allt sem ég þarf að gera og jafnvel eitthvað af því sem ég vil gera. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, nóvember 14, 2004
"Ég er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim með slitna skó..." Langt er um liðið síðan ég skeiðaði síðast um þennan völl og frá ýmsu er að segja. Þó er það svo merkilegt að flest af því sem merkilegast getur talist gerðist í gær. S.s. líf mitt hefur farið að mestu leiti eins fram frá því ég reit hér síðast. En í gær þá breyttist það til muna. Í gærmorgun, nánar tiltekið um 09:50 var ég mættur í íþróttahús Vogaskóla ásamt fríðum hópi manna úr starfsstétt þeirri sem ég tilheyri, þ.e. stétt Körfuknattleiksdómara. Stundvíslega klukkan 10:00 hljóp þessi hópur af stað í þrekprófi stéttarinnar sem er ein af forsendum þess að menn fái dæmt á hærri stigum íþróttarinnar hér á landi. Nú skemmst er frá því að segja að allir stóðust prófið með sóma, þar með talinn undirritaður, en þetta er í fyrsta sinn sem ég stenst þetta ágæta próf. Gleði mín var takmarkalítil, enda ég búinn að ná langþráðu markmiði og komin á næsta stig í ferli mínum sem dómari. Nú þetta eitt og séð hefði dugað til að halda anda mínum í efri hæðum hamingjunar býsna lengi en dagurinn var langt frá því að vera búinn. Því þegar ég var komninn út í bíl og hugðist halda heima að þrekhlaupi loknu þá biðu mín skilaboð frá framkvæmdastjóra Bræðrana Ormson um að hann vildi hitta mig til. Til að gera langa forsögu stutta þá hafði umsókn sem ég sendi inn e-n um e-t starf í gegnum vinnumiðlunina Hagvang, ratað inn á borð hjá Ormson í tengslum við lagerstarf. Ég var búinn að fara í eitt viðtal og nú var s.s. komið að því að sá sem lokasvarið gæfi vildi hitta mig. Ég geng á hans fund stuttu síðar og á u.þ.b. korteri er ég orðinn starfsmaður Bræðrana Ormson og byrja ég þar mánudaginn eftir slétta viku. Jæja þá er persónulega hluta þessa pistils lokið. Ég var að líta yfir spjallvefinn á vefsvæðinu Sport.is, sem ég geri gjarnan, og þar rakst ég á enn eina umræðuna um erlenda leikmenn og fjölda þeirra o.s.frv. Skoðanir eru æði skiptar um hvernig þessum málum sé best háttað en ég er kominn á þá skoðun að best sé að banna alfarið erlenda leikmenn (þ.e.a.s. ALLA leikmenn sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt) í öllum deildum og keppnum á vegum KKÍ í nokkur ár. Aðal röksemdin sem mælir með þessu er sú að með þessu móti má leiða að því sterkum líkum að góðum íslenskum leikmönnum fjölgi, leikmönnum sem eru vanir því að vera aðalmennirnir, þeir sem leitað er til þegar þarf að taka af skarið og klára leikinn, sem leitað er til þegar rífa þarf liðið upp úr lægð og koma því aftur á sigurbrautina. Svona leikmenn er hægt að búa til, því þeir urðu til síðast þegar þessi leið var farinn, leikmenn eins og Teitur Örlygsson, Valur Ingimundarson, Sigurður Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason og svona mætti lengi áfram telja. En þá er komið að mótrökunum. Í fyrsta lagi má benda á að við getum ekki skrúfað fyrir innflutning erlendra leikmanna af evrópska efnahagssvæðinu. Þó að við settum reglur þar að lútandi, þá gætu einstök lið (og þau myndu gera það) bara samt ráðið sér bosman og ef sambandi beitti það lið einhverjum viðurlögum þá myndi liðið einfaldlega höfða mál á hendur sambandinu fyrir almennum dómstólum. Sambandið myndi tapa því máli, það er 100% örugt! Svo er reyndar hægt að halda því fram með réttu að fá lið myndu sjálfsagt leggja út í það vesen sem málaferlum fylgir en það er nóg að eitt lið nenni því (t.d. fámennt lið utan af landi sem vantar bæði mannskap og hæfileika til að standa undir væntingum stuðningsmanna) til að allt fari í bál og brand. Í framhaldi af þessu má svo halda því fram að það sé tilgangslaust að banna leikmenn utan EES vegna þess að þá fái menn sér bara Bosmenn í staðinn og ALLIR vita hversu mikið lotterí er að fá góðan Bosmann! Ég nefndi hér ofar að við hefum fengið marga frábæra leikmenn út úr því að banna útlendinga fyrir nokrum árum síðan og að þeir hefðu fyrst og fremst hagnast á því að þurfa að bera ábyrgðina sjálfir. Gott og vel, en hvernig stendur þá á því að þeir íslensku leikmenn sem komið hafa upp og skarað fram úr þrátt fyrir alla þá útlendingasúpu sem nú er til staðar, eru síst færri og langt frá því að vera verri, leikmenn en þeir sem stóðu uppúr á útlendingaleysistímum? Í þessu sambandi má nefna leikmenn eins og Jón Arnór Stefánsson, Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson, Pál Kristinsson, Pál Axel Vilbergsson, Magnús Gunnarsson o.flr. o.flr. o.flr. Það skyldi þó aldrei vera að menn gætu risið jafn hátt þrátt fyrir alla útlendingana? Fleira ekki gjört, fundi slitið. föstudagur, september 24, 2004
"Hann á við eymsli að stríða!" Ég á í vanda. Það er ekki slíkur vandi að líf mitt sé í hættu, hvorki líkamlega né andlega, en ég á samt í vanda. Þannig er mál með vexti að ég hef gaman að kvikmyndum. Gamanmyndir eru í sérstöku uppáhaldi og innan þeirra held ég mest upp á myndir leikstjórans Kevin Smith. Hann er að mínu viti mikill snillingur og gerir frábærar gamanmyndir, eins og Clerks, Mallrats, Chasing Amy og Dogma svo einhverjar séu nefndar. Grín eins og það birtist okkur í flestum tilfellum, fellst mjög oft í því að setja einhverja persónu í vandræðalegar aðstæður þar sem áhorfendurnir vita gjarnan í hvað stefnir, en persónan ekki. Skemmtunin felst svo í því að fylgjast með viðbrögðum persónunar. Gott dæmi um slíkt er atriði úr Chasing Amy þar sem Holden McNeil (leikinn af Ben Affleck) er staddur á kynhverfum bar viss um að hann sé að næla sér í Alyssu (leikna af Joey Lauren Adams) en hefur ekki gert sér grein fyrir því að hún er lesbía. Alyssa er að syngja með hljómsveit og Holden er viss um að lagið sé honum tileinkað. Í lok lagsins þá lýtur Alyssa út í salin og bendir einhverjum að koma til sín. Holden er að fara að rjúka af stað, þegar ljóshærð stúlka fyrir framan hann á gólfinu hleypur í fang söngkonunar og þær kyssast heitum og ástríðufullum kossi. Svipbrigði Holden eru slík að áhorfandinn sleppir sér af hlátri. Í þessu atriðið, sem er allt hið vandræðalegasta fyrir Holden, krystallast vandi minn. Ég finn svo mikið til, ef svo má að orði komast, með Holden, vitandi í hvers konar aðstæðum hann er, að ég á í erfileikum með að horfa. Ég geng um gólf, tuldrandi og hlæjandi eða grúfi mig á bak við kodda (sem er athöfn sem vinir mínir hafa gert mikið grín að) í óttablandini skemtan minni yfir óförum greyið mannsins. Ef ég á að reyna að sálgreina sjálfan mig, þá hlýt ég að telja að þessi feluleikur minn stafi af því að sjálfur er ég uppfullur af ótta við að gera sjálfan mig að fífli. Þar sem ég á einkar auðvelt með að samsvara mér með hinu ólíkasta fólki, þá sé ég í raun mig sjálfan í þessum aðstæðum og get því vart annað en hálf skammast mín fyrir að henda gaman að öðrum. En nú er það ekki svo að ég geti ekki hlegið, og það meira að segja hátt, að svokölluðum "detta-á-rassinn" húmor. Ég hef marg oft hlegið að atriðum eins og þegar stóll brotnar undan einhverjum eða einhver rennur á sápustykki. Þrátt fyrir að slíkt gerist í hópi manna og niðurlæging viðkomandi sé jafnvel meiri en í atriðum eins og Holden lendir í þá þjáist ég lítið sem ekkert fyrir þeirra hönd. Hugsanlegt er að það stafi af því að detta-á-rassinn atriði eru yfirleitt spontant og uppbygging þeirra lítil sem engin. Það er ekki búið að undirbúa áhorfandan eins mikið fyrir það sem gerist. Hugsanlegt er líka að þar sem detta-á-rassinn myndir eru yfirleitt ýktari, þá samsvari ég mér ekki eins með fólkinu í þeim. Hver gæti hugsanlega fundið eitthvað af sér í Lt. Frank Drebin (leikinn af Leslie Nielsen) í Naked Gun myndum? Hvað sem því líður þá verður koddinn áfram minn besti vinur í áhorfi mínu á gamanmyndir, rétt eins og hann huggar marga konuna (og karlinn) í ástar-drama myndum af bestu gerð. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, ágúst 26, 2004
"En spurningum Ara er ei auðvelt að svara: Í síðasta pistli þá ræddi ég mikið um heimili og skilgreiningar mínar á þeim. Ég held að ég hafi nú komist að ágætri niðurstöðu í þeim pistli og við því litlu að bæta. En ég hef ekki lagt af minn pælingasið, því fer víðsfjarri og eins og þeir sem mig þekkja vita, þá finnst mér fátt skemmtilegra en að pæla í hlutum. Dyggir lesendur mínir (sem flestir eru væntanlega horfnir á braut vegna ótíðra skrifa) muna kannski eftir pistlum um mál eins og ástina, hamingjuna og rétt manna til frjálsra tjáskipta. En hvað er það sem ræður því að sumir (eins og ég) geta ekki hætt að velta hlutum fyrir sér á meðan aðrir velta aðeins fyrir sér hvernig næsti dagur verður og báðir eru jafn hamingjusamir með tilveruna? Í mínu tilfelli þá held ég að um sterka blöndu gena og uppeldisáhrifa sé að ræða. Ég hef alltaf verið rosalega forvitinn en um leið varkár og aðgætinn. Sem dæmi þá talar amma mín elskulega iðulega um það hversu handóður ég hafi verið, þ.e. alltaf að skoða alla hluti (þá sem fyrirfundust í hillunum hjá henni t.d.). En það þurfti samt sem áður aldrei að hafa neinar áhyggjur af mér, því allt sem ég tók það setti ég á sinn stað aftur að athugun lokinni. Þetta er náttúrulega enginn hegðun hjá ungu barni sem skv. flestu ætti að grípa hvað það sem athygli þess fangar og fleygja því svo frá sér (eða skilja eftir þar sem það stendur) þegar næsti hlutur stelur athyglinni. Ég var líka gjarn á það að spyrja múttu um hina undarlegustu hluti, og hér kemur að uppeldisáhrifunum, hún svaraði mér alltaf af fullri alvöru og leiddi mig (ef hún gat) í sannleikann um málið, án þess að klikja út með frösum eins og: "Þetta er bara svona!" Ég bjó líka að (og bý enn) ákaflega fróðum afa, sem hafði það að reglu að hlíða manni yfir hina ýmsu hluti og benda manni á aðra áhugaverða. Örnefni sem sjá mátti út um bílgluggann sem og bæjarnöfnin á leiðinni voru iðulega þulin upp og ég svo spurður út í á bakaleiðinni eða næstu ferð. Því miður (skv. mínu mati) þá búa ekki allir jafn vel og ég. Ýmsir búa við það að fá aldrei önnur svör en "af því bara" við spurningum. Í fjölmörgum tilfellum eru þeir sem svara svona (og já ég hef gerst sekur um það líka) einfaldlega að breiða yfir eigin vanþekkingu. Það má alveg skilja það að margir fari í kút þegar barnið þeirra kemur fram með sakleysislega spurningu á borð við: "Af hverju er himinninn blár?" Fæstir vilja náttúrulega verða minni í augum barnsins síns með því að viðurkenna vanþekkingu sína (foreldrar eru jú guðir í augum barna á vissu aldursskeiði) en ég held að menn vanmeti oft gáfur barna, því börn missa mun frekar (tel ég) álit á foreldrunum þegar þau svo komast að niðurstöðu málsins og sjá þá að hið alvitra foreldri hafi verið rekið á gat. Ég held að það sé mun vænlegra að viðurkenna vankunnáttuna og kanna svo svarið og láta barnið vita þegar það er fundið. En ég er náttúrulega bara snardinglaður drengur... Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, ágúst 22, 2004
"Er ég kem heim í Búðardal, bíður mín brúðaval og ég veit það verður
Jæja góðir hálsar ég hef snúið aftur. Ekki veit ég hversu löng sú viðvera verður, en vonandi einhvur. Ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan ég reit síðast. Örstutt viðvera í vinnu hjá Byggingafélagi Kópavogs og svo aftur í Loftorkuna en þar hef ég alið manninn síðan um miðjan Júní. Það er alveg ágætt að vera á stað sem maður þekkir inn og út og ég get ekki kvartað undan ósanngirni eða illri meðferð yfirmanna, enda þeir feðgar afi minn og móðurbróðir hinir ágætustu menn, en það getur orðið talsvert þreitandi að búa í Reykjavík og vinna í Borgarnesi. Ég s.s. keyri á milli nær daglega. Einhverjir segja þá eitthvað á þá leið að ég geti nú sem auðveldast gist hjá vinum og vandamönnum, enda nóg af hvoru tveggja í mun skemmri akstursleið en þeirri sem sem ég tekst á hendur til Reykjavíkur. En það er lítið líf að vera sífellt gestur, þó í góðra húsi sé, því ég bý mitt heimili í höfuðborginni og þar er allt mitt hafurtask. Í framhaldi má svo skeggræða um hvar heimili manna séu, og í raun gerði ég það með sjálfum mér og velti þessu mikið fyrir mér. Í dægurlagatexta gömlum frá Ameríku segir eitthvað á þessa leið: "...where ever he laid his hat was his home..." en þar var rætt um ókyrra sál sem hvergi fann sér samastað í lengri tíma. Á öðrum stað, einnig í henni Ameríku sögðu menn: "Home is where the hart is." Hvoru tveggja velti ég fyrir mér, þó seinnt verði um mig sagt að ég sé ókyrr, allavega hvað dvalarstaði varðar. Ég ryfjaði upp með sjálfum mér ummæli eins góðs vinar, sem sagði eitthvað á þá leið þegar hann var inntur eftir því hví hann væri ekki heima hjá unnustuni þar sem kræsingar væru á borð bornar, honum að kostnaðarlausu og aðhald allt hið besta. "Jú þar er gott að vera, en hér er allt dótið mitt og hjá því vil ég vera!" Ekki svo að skilja að þessi góði vinur sé óður efnishyggjumaður týndur í kapphlaupinu ógurlega um lífsgæðin, heldur var þarna undir meiri og dýpri merking þó honum tækist ekki að koma orðum betur að henni. Það er jú nefnilega þannig að mannskeppnunni líður sjaldnast betur en eftir dágott basl og flestir eru hamingjusamastir í umhverfi sem þeir gjörþekkja. Þegar þessu tvennu er svo spyrnt saman þá kemur út að eftir að menna hafa baslast við að koma sér og sínu dóti fyrir á einhverjum stað og svo eitt talsverðum tíma á þeim stað, búið og starfað og lært að þekkja hann að þá er komið heimili, þ.e. staður sem mönnum finnast þeir eiga (þó svo að húseignin sé annars) og hafa mótað í kringum sig. Þetta myndi vera það sem í daglegu tali kallast heimili. Þessu hef ég komist að og upplifað. Ég sat í sófanum með bók í hönd og pældi og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri í raun og sann heima. Tilfinningunni þyrmdi í raun yfir mig og ég fann þessa góðu tilfinningu um að ég væri kominn heim. Sem var náttúrulega alveg frábært ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ég (og Kári og Hjalli) erum að fara að flytja. En þá hefst ferlið bara aftur og þar sem einhæfni og aðgerðarleysi er ekki alveg minn tebolli (svo vitnað sé í þekt Breskt orðatiltæki) þá er þetta bara hið besta mál. Já við erum að fara að flytja. Valdi er fluttur út og býr nú með hýrri há ásamt henni Alrúnu sinni suður í firði og Guðni lagstur í sollinn í Harlem Íslands, Æsufellið nánar tiltekið. Svo eftir sitjum við Kári á Tunguveginum. En eins og áður sagði þá höfum við fengið íbúð, kósý pleis, í Rauðgerðinu u.þ.b. 500 metrum neðan við núverandi íverustað. Þangað stefnum við á að flytja um næstu helgi. Fleira fréttnæmt er varla af mér að segja, svo ég kveð í bili... Fleiri ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, júní 27, 2004
"Love is in the air, everywhere I look around" Jæja þá er sögunni um Tröllkarlinn Torfa lokið og byrtist hún í heild sinni hér að neðan. Eins og áður er gagnrýni vel þegin, þó eru menn, sem fyrr, beðnir að hemja sig hvað varðar stafsetningarvillur. Góða skemmtun. Í fjalli einu, ekki langt hér frá, bjó eitt sinn eilítið treggáfaður tröllkarl. Karlinn sá hét Torfi. Hann lifði býsna einföldu og þægilegu lífi, í dágóðum helli, hreinum og fínum og þó ótrúlegt megi virðast, vel búinn húsbúnaði. Torfi var nefnilega ekki alveg eins og tröllkarlar eru flestir. Hann var mikill snyrtipinni, hreinlega þoldi ekki rusl, og vissi fátt skemmtilegra en að umbylta húsgagnasafni sínu, sem hann gerði í hvert sinn sem honum áskotnaðist nýr hlutur í búið. Sennilega hefði hann orðið innanhúsarkitekt væri hann mennskur en tröll eru lítið fyrir skóla og menn lítið fyrir tröll svo Torfi lét sér nægja að skipuleggja hellinn sinn. Hann hafði reyndar boðist til að hjálpa nágranna sínum einum, fyrir eins og um 200 árum síðan, að snyrta til hjá honum. Sá ágæti tröllkarl var nú hreint ekki á því, hann kunni því ágætlega að búa eins og ótaldar kynslóðir tröllkarla frá ómunatíð, í rusli og drasli upp fyrir haus. Eftir þessa misheppnuðu bónför, þá afréð Torfi að best væri nú að láta það eiga sig að bjóða fram þjónustu sína til annarra tröllkarla og þar sem hann þekkti ekki eina einustu tröllskessu, auk þess sem hann var þess fullviss að þær væru enn og meiri sóðar er karlarnir, þá hélt hann sig bara við sinn eigin helli. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, júní 24, 2004
"Ég keyrði' á mínum Cadilac, með krómi sleigin stél. Það var fínasti bíllinn í bænum og með bestri' og stærstri' vél." Ég varð vitni að ákaflega skemmtilegu athæfi ekki alls fyrir löngu. Reyndar voru þau tvö. Ég var á leið í líkamsrækt í Laugardalinn og var að keyra eftir Grensásveginum, í þann mund að fara að beygja inn á Suðurlandsbrautina. Á undan mér er Renault bifreið sem í sitja tvennt. Konan er undir stýri og hún er greinilega að bagsa ýmislegt annað en bara að keyra því bílinn var á frekar undarlegum stað á götunni. Fyrir þá sem ekki vita þá eru tvær beygjuakreinar af Grensásvegi yfir á Suðurlandsbrautina og ég var á þeirri ytri. Nú á innri akreininni kemur aðvífandi bíll, í þann mund sem Renaultinn sígur rólega til vinstri og verður til þess að sá nýkomni þurfti nánast að snarhemla til að forða árekstri. Sá bregst illa við og tjáir sig með flauti miklu og háværu. Um leið og Renaultinn sveigir aftur yfir á ytri akreinina þá sé ég manninn í farþegasætinu vinda upp á sig, teigja vinstri höndina í átt að glugganum í vinstri afturhurð og rétta upp löngutöng til merkis um fyrirlitningu sína. Ég hélt ég yrði ekki mikið eldri af hlátri. Ég gat náttúrulega ekki á mér setið og skipti snögglega um akrein og gaf í, til að sjá betur þetta skemmtilega fólk. Viti menn, þetta virtust vera hjón af erlendum uppruna, allavega var konan að bagsa við götukort svona meðfram akstrinum, og þau virtust ekki deginum eldri en 65! Þegar ég svo kom í líkamsmusterið ógurlega og hafði skipt um föt og var kominn á hlaupabrettið. Þá hóf ég leit að einhverju skemtilegu á að hlýða. En það er s.s. hægt bæði að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í musteri þessu, á meðan maður hleypur. Ég datt niður á æði undarlega en þó skemmtilega sinfoníutónleika á Stöð 2. Þar voru leikin ýmis lög og á ýmis hljóðfæri sem ég á ekki að venjast að heyra og sjá í tengslum við sinfóníuhljómsveit. En það sem mér þótti skemmtilegast, og sem varð þess næstum valdandi að mér hlekktist á í hlaupunum vegna niðurbælds hláturskasts, var sjón sem ég sá þegar sveitin flutti það sem kallað var brasilísk sinfónía. Þá sátu tvær prúðbúnar konur á besta aldri, með prúðbúnar þá á ég við að þær voru í fötum sem hæfðu meðlimum sinfóníuhljómsveitar á tónleikum, með svokallaðar hristur og skökuðu sér og dilluðu með þær í nokkrum takti við lagið sitjandi sem fastast á stólunum! Þetta var hinn skemmtilegasti dagur. Fleira ekki gjört, fundi slitið. miðvikudagur, júní 23, 2004
"Sögu vil ég segja stutta, sem að ég hef nýskeð frétt." Nú er ofvirkur hugur minn kominn á kreik á ný. Reyndar ekki með þá sögu sem um var talað í síðasta pistli, sú er enn í mótun og á rannsóknarstigi. Nei ég fékk nefnilega hugmynd að barnasögu, já eða allavega sögu í anda margra góðra barnasagna og jafnvel þjóðsagna líka. Mér datt í hug að sletta hér inn upphafinu svona til að fá viðbrögð og sjá hvað menn segja. Ég ætla meira að segja að gerast svo kræfur að byðja þau ykkar sem búið svo vel að eiga börn, lítil systkyn, frændsystkyn, barnabörn eða bara hafið aðgang að börnum yfir höfuð, að lesa þessa sögu fyrir þau og sjá hvernig hún virkar. Það væri svo ekki verra að fá að vita viðbrögðin. En allavega hér er upphafið að sögunni um Tröllkarlinn Torfa. Í fjalli einu, ekki langt hér frá, bjó eitt sinn eilítið treggáfaður tröllkarl. Karlinn sá hét Torfi. Hann lifði býsna einföldu og þægilegu lífi, í dágóðum helli, hreinum og fínum og þó ótrúlegt megi virðast, vel búinn húsbúnaði. Torfi var nefnilega ekki alveg eins og tröllkarlar eru flestir. Hann var mikill snyrtipinni, hreinlega þoldi ekki rusl, og vissi fátt skemmtilegra en að umbylta húsgagnasafni sínu, sem hann gerði í hvert sinn sem honum áskotnaðist nýr hlutur í búið. Sennilega hefði hann orðið innanhúsarkitekt væri hann mennskur en tröll eru lítið fyrir skóla og menn lítið fyrir tröll svo Torfi lét sér nægja að skipuleggja hellinn sinn. Hann hafði reyndar boðist til að hjálpa nágranna sínum einum, fyrir eins og um 200 árum síðan, að snyrta til hjá honum. Sá ágæti tröllkarl var nú hreint ekki á því, hann kunni því ágætlega að búa eins og ótaldar kynslóðir tröllkarla frá ómunatíð, í rusli og drasli upp fyrir haus. Eftir þessa misheppnuðu bónför, þá afréð Torfi að best væri nú að láta það eiga sig að bjóða fram þjónustu sína til annarra tröllkarla og þar sem hann þekkti ekki eina einustu tröllskessu, auk þess sem hann var þess fullviss að þær væru enn og meiri sóðar er karlarnir, þá hélt hann sig bara við sinn eigin helli. Fleira ekki gjört, fundi slitið. P.S og nb. Athugasemdir um stafsetningarvillur eru illa séðar, þær verða leiðréttar síðar en öll önnur gagnrýni er vel þegin. sunnudagur, júní 13, 2004
"I see trees of green, clouds of white, bright blessed day, dogs say goodnight, and I think to myself, what a wonderful world." Þá er maður mættur aftur og í mun betri stemmingu en síðast, sem er býsna gott. Lífið gengur sinn vana gang og nýja vinnan reynist ágæt. Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að hefja söguskrif á ný. Ekki það að ég hafi hætt, en það er orðið æði langt síðan ég hef sett staf á blað. Sú saga sem ég hef gengið með í maganum undanfarin misseri er víkingasaga um ungan dreng ofan af Íslandi sem fyrir tilviljun nemur hjá Márum í Cordoba og verður mikilvægur hlekkur í landnámi norrænna manna á hinu áður óþekkta landi, vínlandi. Ég þarf reyndar að leggjast í smá rannsóknir svo að sögustaðreyndir standist en það ætti ekki að vera mikið mál með aðstoð hins víðfema alnets. Fleira ekki gjört, fundi slitið. þriðjudagur, júní 08, 2004
"Then I see a darkness and then I see a darkness" Vonbrigði er held ég ein versta tilfinning sem nokkur maður getur upplifað. Vonbrigði fela nefnilega í sér svo mikið annað en sjálft sig. Það er ekki óalgengt að menn verði reiðir, sárir, sorgmæddir og jafnvel hatursfullir þegar þeir verða fyrir vonbrigðum. Hver kannast ekki við að verða fyrir vonbrigðum með einhverja hetjuna á barnsaldri og fara upp frá því að hata viðkomandi, jafnvel með ástríðu. Nú eða verða fyrir vonbrigðum með einhvern, oftast nákomin, og verða óskaplega sár og mæddur. En verst held ég að sé að verða fyrir vonbrigðum með sjálfan sig. Hví, jú vegna þess að það "góða" við vonbrigði er það að getað bent fingri á einhvern/eitthvað og "vitað" að viðkomandi sé orsök vonbrigðana og fengið úr því illa, en notadrjúga uppörvun. Hið sama er ekki uppi á borðum þegar maður veldur sjálfum sér vonbrigðum, því það er jú fátt sem fróar manni við það að benda á sjálfan sig og kenna sjálfum sér um allt. Í flestum tilfellum þá er nú tiltölulega auðvelt að breyta sjálfsvonbrigðunum í uppbyggilegt og jákvætt afl til sjálfsstyrkingar, en stundum þá er eiginn barlómur slíkur að hann kæfir allt annað niður og hótar að drekkja manni í hverri þeirri tilfinningu sem með vonbrigðunum slæðist. Ósköp getur maður stundum verið armur og blauður! Fleira ekki gjört, fundi slitið. mánudagur, maí 31, 2004
"...Það var eins og gerst hafð' í gær, já eins og gerst hafð' í gær..."Ég á í stríði við stól. Blessaður stólinn er búinn þeirri ónáttúru að vilja húrra niður á sér bakinu einmitt þegar ég ætla að halla mér aftur að því og hafa það extra næs við tölvuna. Mér þykir þetta afar kvímleitt, sér í lagi sökum þess að stólinn er að öðru leiti hinn ágætasti og til mikillar fyrirmyndar. Ég man þá stund vel þegar ég tók stólinn upp úr kassa sínum, það var að kvöldi þess 8. apríl árið 1993. Eftir að hafa púslað honum saman með dyggri aðstoð pápa míns þá mátið ég sætið góða við nýja skrifborðið mitt. Þvílík sæla það var, sem ég sæti á loftinu einu saman. Síðan þá höfum við átt margar góðar stundir saman, ég og stólinn. Flestar hafa verið annaðhvort við skrifborðið eða við tölvuna og flestar hafa þær tengst lærdómi. En nú s.s. er bévítið farið að angra mig með því að fella bak sitt í tíð og ótíð. Ég þarf að fara að eignast rörtöng, ég held að þá komi ég tjónki við stólhelvítið... Fleira ekki gjört, fundi slitið. laugardagur, maí 29, 2004
Hann sagði: "Ú, í, ú, a, a, ting teng walla walla bing bang. Ú í ú a a ting teng walla wall bing bang".Ég hef ætlað að tjá mig núna í æði langan tíma en hef ekki gefi mér tíma til þess. Thja svo ég tali nú bara hreinskilningslega þá hef ég hreinlega ekki nent því. ÉG var búinn að bræða með mér góðan pistil um þá þrautfúlu og hlandvitlausu tík sem kölluð er póli og er að hugsa um að birta úr honum smá brot. Ég fór að hlusta talsvert á brot úr ræðum og ýmis ummæli stjórnmálamanna, sem þeir hafa flutt á Alþingi og/eða látið falla í fjölmiðlum. Ekki var það nú af neinum nývöknuðum áhuga af minni hálfu, heldur einvörðungu vegna þess að fátt annað var í útvarpinu sl. vikur. Jú ég hefði kannski getað skipt um stöð en hér í sveitinni heyrist ekki hin stöðin sem ég hlusta hvað mest á, Skonrokk. Svo pólitík var það heilinn. Nú menn þusuðu sitt á hvað um valdnýðslu, málþóf, druslur, gungur og gott ef skítlegt eðli kom ekki líka fyrir. S.s. allt upp í loft og tómt vesen. Eftir því sem líða tók á málið þá fór ég að sjá, að mér fannst, hvernig þessir karlar og kerlingar eru. En þar sem ég nenni ekki að tala um venjulega litla þingmenn eða ráðherra þá tala ég bara um formenn flokkanna. Davíð Odssson: Dabbi digri, Bubbi kóngur og fleiri slík nöfn hæfa þeim frekjuhundi. Hann hefur ekki verið í stjórnarandstöðu síðan fyrir 1980 þegar vinstrimenn réðu borginni og öllu hefur hann ráðið á þingi síðan hann komst þangað inn. Hann virðist ekki þola að neitt sé gert á móti honum og læt oft ekki einu sinni svo lítið að vera á staðnum, sem varð einmitt til þess að gungur og druslur urðu ný viðurnefni á karlinum. Ég er á því að hann eigi bara að hætta þessu pólitíska brasi og setjast bara við skrifborðið sitt og skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir okkur að lesa, enda er hann frábær í því. Halldór Ásgrímsson: Dóri hefur löngum verið kallaður litlausasti og jafnvel leiðinlegasti stjórnmálamaður Íslands. Það er nú kannski aðallega vegna þess að andlit hans breytir svo ákaflega sjaldan um svip. Reyndar tókst einhvurri aulýsingastofunni að fá hann til að sitja fyrir á myndum, skjælbrosandi(!!!), en það var jú með hagsmuni floksins að leiðarljósi svo þá er auðvelt að skilja þetta. Ég hélt einu sinni að Halldór væri maður með bein í nefinu en nú sýnist mér hann vera hundur sem langar í bein að naga og fallega körfu að sitja í. Beinið er náttúrulega völin og karfan er forsætisráðherrastólinn. Mér hefur þótt afar leiðinlegt að sjá hverstu fylgisspakur Halldór er við Davíð og hversu fylgisspakir þingmenn Framsóknar eru við Halldór, en þeir sjá náttúrulega ráðherrastóla í hillingum (nema Kristinn H. sem virðist vera eini maðurinn í þingflokkum ríkisstjórnarinnar sem þorir að taka afstöðu á móti Dabba og Dóra). Reyndar verður að gefa framsókn það að þeir lúffuðu ekki í skattalækkunar málinu sem sjallarnir vildu keyra í gegn án þess að velta því mikið fyrir sér hvaða áhrif það hefði á fjársveltar ríkisstofnanir. Plús í kladdan þar hjá Frömmurum. Össur Skarphéðinsson: Össur er gasprari, það er ljóst, og hann kjaftar stundum svo mikið og blaðrar út í loftið að ekki tekur nokkur maður mark á því sem hann segir. Eins skemmtilegur og karlinn getur verið, þá getur hann mjög auðveldlega orðið hundleiðinlegur. En burt séð frá persónuleika Össurar, þá held ég að hann sé næsta ómögulegur til þess að leiða stjórnmálaflokk. Hann er ágætur með en ekki fremstur. Samfylkingarþingmenn voru annars æði áberandi núna undir lokin, en þá mest og aðallega í því að gagnrýna málsmeðferðir og fundarstjórn forseta. Jú vissulega hefur málum verið barið í gegn með þvílíku offorsi og ofbeldi að það hálfa væri hellingur, og vissulega hefur Forseti þingsins sýnt og sannað að hann er vart hæfur til að stjórna hagyrðingakvöldi, hvað þá fundum alþingis, en það má líka ræða mál efnislega þó svo að allt í kringum þau sé vægast sagt afbrigðilegt. Ég held að Össur litli ætti að hætta að rífa kjaft á alþingi og snú sér frekar að hinu áhugamáli sínu, kynlífi urriðans í Þingvallavatni. Steingrímur J. Sigfússon: Steingrímur býr við talsverða ólukku. Fyrst ber að nefna þá ólukku að hann hefur sterkar skoðanir sem eru flestar á öndverðum meiði við skoðanir ráðandi valdhafa. Þetta er ólukka sem gerir það að verkum að hann er alltaf á móti öllu. Önnur ólukka heitir Ögmundur Jónasson og er fólgin í því hversu svart og drimmt sá ágæti maður virðist sjá allt. Slíkt tal til lengdar hlýtur að draga fólk niður í bikasvart þunglyndi. Reyndar er það allt í lagi þar sem ráðamenn hafa predikað svo mikla sól að allir skyldu ganga um með sólgleraugu dags daglega, en það er líka til of mikið svartagallsraus. Hin þriðja ólukka Steingríms, og kannski sú stærsta heitir Kolbrún Halldórsdóttir. Ég veit ekki hver fékk þá hugmynd að það væri gæfuríkt að setja þessa konu á þing. Því öfgafyllri einstakling og meiri frekju hef ég vart vitað að væri til. Þar sem hana skorti góð rök, sem er nb. alls ekki alltaf, þá bætir hún upp með yfirgangi, gífuryrðum og hávaða. En greyið hann Steingrímur getur vart losað sig við þessa þriðju og mestu ólukku. Það væri a.m.k. mikil áhætta, því þá missir flokkurinn stuðning öfgafeminazista og annar slíks öfgafólks og alsendis óvíst hvort nægt fylgi kæmi í staðin frá minna öfgafullum einstaklingum. Vinstri-grænir þurfa, hvað sem þeir gera við þingmenn sína, að temja sér mun jákvæðari afstöðu og hætta að vera sífellt bara á móti. Hvernig væri t.d. að koma með nokkrar raunhæfar tillögur til úrbóta ekki bara riðja burtu öllu nýmóðins (allt framleitt eftir 1950) tækjarusli og lifa af sauðkyndinni og fjallagrösum. Guðjón Arnar Kristjánsson: Þá er komið að flokknum sem er minstur. Frjálslyndir. Sá flokkur hefur alla burði til að verða mikill með tíð og tíma en þá þurfa þeir að gera á sjálfum sér talsverðar breytingar. Reyndar eru þær ekkert svo svakalegar breytingarnar sem þeir þurfa að gera, í raun bara ein og það er að hætta að tengja alla ógæfu íslensku þjóðarinnar við þá staðreynd að við búum við kvótakerfi! Hægri kratinn í sjálfum mér finnur sér mjög sterkan samhljóm meðal málefna frjálslyndra, en aðrir hlutar mínir fá grænar bólur í hvert sinn sem þingmenn floksins heyrast segja, "...já en kvótakerfið..." Addi Kidda Gau og félagar verða að fara og finna sér fleira að tala um en blessað kvótakerfið, þá er kannski kominn raunhæfur möguleiki á öðrum hægriflokk á Íslandi en Sjálfstæðisflokknum (og Framsókn eins og hann er núna). Jæja þá held ég að allri minni pólitísku gremju hafi verið komið fyrir kattarnef og ég lofa lesendum mínum því að ég skal ekkert vera neitt að fjalla um þá örmu tík neitt í bráð. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, maí 16, 2004
"...he ain't heavy, he's my brother..."Við búum í ríki stóra bróður og það er aldrei að vita hver fylgist með. Ég hef mestar áhyggjur af því að hin skyndilega tilkomna auglýsingaherferð Securitas (ég dirfist ekki að setja tengil á síðuna þeirra) sé einvörðungu laumuleg aðferð til þess að safna upplýsingum um hagi landsmanna. Ég er þess fullviss að nýjasta örtölvutækni geri þeim kleift að njósna um okkur með örmyndavélum í gegnum sjónvarpsskjáinn. Svo nota þeir upplýsingarnar til að selja okkur fleiri myndavélar svo hægt sé að njósna enn meira um okkur... REPENT FOOLS! Stóri bróðir vinnur líka á stærri skala og teigir anga sína víða. Ég þori t.d. ekki fyrir mitt litla líf að horfa á útsendingar af Alþingi. Ekki nóg með að stóri bróðir hafi yfir mun betri njósnatækni að ráða en áður var minnst á (hrollur) heldur þá er aðal meistari stóra bróður, krullhærður óálitlegur drumbur, reglulega þar. Reyndar virðist hann ekki fatta hversu áhrifamikill hann gæti verið ef hann væri alltaf í salnum, sem betur fer þá fer kraftur og viska ekki alltaf saman og þannig er það í þessu tilfelli. Aðal meistari Stóra bróðurs er nefnilega ekki mjög vitur, þó hann sé sterkur og það gæti orðið hans banamein. En frá stóra bróður að þeim litla. Það er nefnilega svo að ég á lítin bróður, úr holdi og blóði, og stubburinn sá er eiginlega hættur að vera slíkur. T.d. þá fermist hann eftir 3 vikur og ef fram heldur sem horfir þá á stubburinn efitr að ná að leggja mig að velli í kraftakeppni (les. kitlukeppni) áður en langt um líður. Ég held að ég verði að fara að ráða mér einkaþjálfara. Kannski maður fari að láta sjá sig í skúrnum þar sem Mr. Jones, Ármennið og Geiradróttinn sveifla lóðum af ólympískri fimi. Það er líklega rétt að geta þess hér og nú að ég verð mættur aftur í höfuðborgina eftir tvær til þrjár vikur, því ég hefi nefnilega loksins fengið starf. Já ég hef verið ráðin sem lyftaramaður hjá Byggingafélagi Kópavogs í vöruhúsi þess við Kjalarvog og mun hefja þar störf upp úr mánaðamótunum, eða þegar ég hef lokið störfum í Loftorkunni góðu. Mikið verður nú gott að komst aftur heim, þó ég verði að segja að vistin í sveitinni hafi verið óskaplega endurnærandi og sálu minni holl og góð. Það sama verður ekki alveg sagt um líkaman, því eigi er mér örgrant um að á hann hafi bæst í sveitaverunni, ekki síst, en ekki einvörðungu, vegna hins góða matar sem ég hef notið hjá ömmu minni öll virk hádegi í 1 og hálfan mánuð. En aðalástæðan er ugglaust sú að ég hef eiginlega alveg hætt að hreifa mig sem nokkru nemur, ástand sem unnið verður á um leið og til Reykjavíkur kemur. Ég sé... ég sé... árskort í heilsurækt í náinni framtíð. Já og ég sé jafnvel líka náðu þrekprófi dómara næsta haust, vona ég... Fleira ekki gjört, fundi slitið. mánudagur, maí 10, 2004
"...Þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið"Mér skilst að sumarið hafi mætt á svæðið í gær. Ég tók nú ekki eftir því persónulega, því ég var svo upptekinn við að baða mig í sólinni. Alveg magnað hversu blint fólk getur verið, sbr. að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Ég varð var við sumarið í gær, enda varla annað hægt, þar sem ég sat undir stýri á JCB Fasttrack "dráttarvél" með haugsugu aftaní og dreifði svínaskít á túnin að Borgum. Mér tókst að fara 7 og hálfa ferð en sú áttunda varð eiginlega hálf endaslept og tæknilega séð þá stendur hún enn yfir. Þannig var nefnilega mál með vexti að á haugsugunni eru dekk, tvö stykki eða svo, og annað þeirra var orðið æði mikið lasið. Lesendum til dulítið meiri glöggvunar þá eru þessar dráttarvélar þeim kostum búnar að komast á allt að 80 kílómetra hraða á klukkustund. Sem hentaði mér ákaflega vel því skíturinn var saman kominn í þar til gerðum tank við svínahúsið á Stafholtsveggjum, en þaðan er drjúgur spölur, á hefðbundinni dráttarvél, út á túnin á Borgum. Nú eins og fyrr sagði þá hafði ég farið sjö ferðir um daginn, sem tóku hver um sig u.þ.b. þrjá fjórðu úr klukkustund sökum þess að hægt var að keyra vélina á rúmlega 60 km/klst hvort heldur sem sugan var full eða tóm. Allt hafði gengið að óskum og ég var nú rétt búinn að beygja niður á nes, sem kallað er, og var kominn u.þ.b. hálfa leið að túninu þegar mikill hvellur heyrist og vélin byrjar að nötra og skjálfa. Ég nem staðar undir eins og vippa mér út. Blasir þá við mér sundurtætt dekk á haugsugunni og gúmmítæjur á víð og dreyf í kring. Það hefði ekki verið fallegt til þess að hugsa hvernig mál hefðu farið hefði ég verið úti á þjóðvegi nr. 50 á rúmlega 60 km hraða þegar dekkið sprakk, í stað þess að vera á tæplega 10 km/klst á troðningum niður á nes. Jæja en við svo mátti ekki búa, svo við feðgarnir brettum upp ermar og tókum fram tæki og tól og vippuðum dekkinu undan, skelltum því upp á kerru og brunuðum heim. Það verður svo verkefni dagsins að setja nýtt dekk á felguna og kvöldsins að koma því undir aftur svo hægt verði að klára áttundu ferðina og jafnvel fara 1-2 í viðbót. Ég fór svo að hugsa það eftir á hversu mikill bjáni ég hefði verði að svínkeyra traktorinn og suguna, vitandi það að dekkið gat farið hvenær sem var. Það er ótrúlegt hversu blindur maður er stundum. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, maí 06, 2004
"Það þarf að skipt' á bleyjum, á þessum litlu greyjum, og þvo þeim síðan upp úr ræstidufti og klór." Ég er maður gleyminn, það ættu ekki að vera fréttir fyrir nokkurn mann. En ég gerðist í síðasta pistli sekur um þvílíka gleymsku að vel má vera að ég mæli með afhausun á sjálfum mér. Þær gleðifregnir bárust um hálf tíuleitið á þriðjudag frá góðvini vorum Jóhanni Waage að hans ekta kvinna Gyða, hafi fætt af sér dóttur. 12 merkur og 49 cm voru mál hennar og faðirinn hefur ekki tvínónað við hlutina (hann er ekki vanur því) og hefur sett upp síðu til heiðurs erfingjanum. Hamingjuóskir hafa vitaskuld verið sendar, en rétt er að endurtaka þær hér og því ber að fagna að tveir menn sem ég kalla góða vini mína, hafi nú séð sér fært að fjölga mannkyninu og halda þar með (vonandi) við snilli sinni og fegurð. Dagar víns og rósa eru framundan. Ég hygg í það minnsta að maður geri einhverjar rósir núna um helgina, ef ekki í raunheimum þá allavega í draumaheimum. Það verður s.s. spilamennska hjá Mr. Jones á morgun (annað kvöld) og þar gera menn ábyggilega rósir. Vínið er meira spurningarmerki, en þó er ekki útséð um að einn eða tveir öllarar leki niður kverkar vorar. Ég var á akstri um daginn. Þá datt mér í hug góð æskuminning sem ég huggðist rita um mikin og góðan pistil á síðu þessa. En og þetta en er stórt, en mér tókst að steyngleima, ekki bara innihaldi pistilsins, heldur líka minningunni. Þetta minnisleysi er ekki einleikið með mig, ef ég teldi það ekki ómögulegt, þá væri ég þess fullviss að ég væri allavega 100 ára og farinn að kalka óhugnarlega. En ég er nú ekki nema 25 og ekki farinn að kalka neitt að ráði, sem er eiginlega ekki nógu hughreystandi, því það bendir til þess að ég þjáist af lélegu minni ( í besta falli) eða einhverjum heilasjúkdóm (í versta falli). Ég veit eigi gjörla hvað skal til bragðs taka, þigg ráð... Fleira ekki gjört, fundi slitið. þriðjudagur, maí 04, 2004
"Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða, veðurlagsins blýða, eikur yndishag, eikur yndishag" Halda mætti að alvarlega hefði slegið út í fyrir mér núna, allavega ef menn horfa til veðursins eins og það hefur verið undanfarna daga og setja það í samhengi við upphafssönglið. En ég er nú bara svo einfaldur að ég trúi því iðulega að veðrir sé gott þegar ég lýt út um gluggan og sé heiðan himininn og finn sólarhitan baka mig, þar sem ég sit í bílnum mínum á leið einhvurt. En svo kemst ég að því all rækilega að allt var þetta í plati, í raun þá sé hitastigið svo stutt fyrir ofan núllið að það teldist dvergur ef það væri mennskt og að það blási svo napurlega að norðan að halda mætti að nú væri janúar en ekki maí. Sem betur fer er spölurinn stuttur inn í hús þaðan sem ég get aftur gefið mig tálsýninni á vald. Ég eyddi helginni að mestu á Selfossi. Stundaði þar þingstörf, ræddi við menn um málefni, greiddi atkvæði ýmist með eða á móti, hlustaði með andakt á ræður manna, spjallaði og drakk bjór og keyrði svo heim að kveldi. Í grófum dráttum er þetta þing KKÍ. Skemtanin var talsverð og fólgin í fleiru en bjórdrykkju og klámfengnum bröndurum. Hún var meðal annars falin í umræðum um málefni hreyfingarinnar, frá dómurum til drengjaflokks, frá könum til Keflvíkinga. En að öðrum atriðum ólöstuðum þá held ég að kveðjuatriði Guðjóns Þorsteinssonar, mikilmennis og körfuboltamógúls frá Ísafirði, til handa fráfarandi framkvæmdastjóra sambandsins, Pétri Hrafni Sigurðssyni, hafi slegið allt út. Það fór fram yfir galadiner á laugardagskvöldinu og fólst í mælsku Gaua og látbragði Péturs er þeyr lýstu "makeoveri" því sem Guðjón gerði á Pétri. Þingheimur vældi úr hlátri. Atvinnuleyt gegngur heldur brösuglega þessa dagana. Þó er talsvert framboð eftir vinnuafli, en því miður fyrir mig, þá virðist eftirspurnin vera enn meiri. Ég gefst þó ekki upp, en er að mynda með mér plan B fyrir næsta vetur, ef eingin verður atvinnan. Skóli gæti komið þar við sögu, en slíkt fer þó eftir velvild Kaupfélagsbankaútibúi bæjarins. Fregnaði raunar að þangað hefði verið ráðinn nýr útibússtjóri, sá mun heita Gylfi, sá hinn sami og eitt sinn var uppnefndur Gróðinn í hinu raunverulega Kaupfélagi bæjarins, þá hann var þar fjármálastýrimaskína einhvurskonar. Eigi er mér örgrant um að sá gæti reynst svipaður haukur í horni og sá var er fyrrum gengdi stöðu hans í bankanum. Nú hefi ég eigi frá fleiru að greina. Fleira ekki gert, fundi slitið. sunnudagur, apríl 25, 2004
"Bessi Jóns og Bósi Jóns og Bassi litli sæti, a skeramí sjúbbí dú skúbbí dú" Svo söng Gísli Rúnar Jónsson, kaffibrúsakarl og grínisti með meiru, í orðastað Páls Vilhjálmssonar en hann var orðheppinn dúkka í stundinni okkar í kringum 1980 og geta menn heyrt þennann söng í heild sinni á plötunni Agljör Sveppur. Ég átti alveg prýðilega helgi en hún hófst á suðurferð strax að vinnu lokinni á föstudagskveldi. Með í för var góðvinur vor Ólafur Ágúst en hann hugðist vísitera bróður sinn Ragnar Finn sem stundar Byggingaverkfræðinám í Háskóla Íslands um þessar mundir. Eftir að hafa komið Ólafi í góðar hendur vestur í bæ þá brunaði ég heim á Tunguveg og tók mér sturtu en svo lá leið mín í Breiðholtið þar sem ég vissi um vaska sveit vænra manna sem beið mín svo spil gæti hafist í spili því sem nefnist á engilsaxneskri tungu Dungeons and Dragons. Slík spilamennska var stunduð fram eftir nóttu og sóttist mönnum spilið ágætlega. Á laugardag stóð hugur manna til kvikmyndahúsaferðar og skyldi þar sjá myndi Quentin Tarantino, Kill Bill vol. 2. Ég verð að viðurkenna að ég varð hugfanginn við áhorf myndarinnar. Ekki endilega af efni hennar eða henni sjálfri, þó svo að efnið og myndin hafi verið mikil snild og langt er síðan ég hefi séð myndræna veislu sem þessa. En það, eða öllu heldur sú, sem náði huga mínum var leikkonan Uma Thurman. Ég mynnist þess ekki að hafa orðið vitna að jafn sterkri "presance" eða útgeislun frá leikara í bíómynd áður. Ég gjörsamlega sogaðist að henni og gat ekki annað en dáðst að því hvers "venjuleg" eða mannleg hún var í myndunum tveim og þetta segi ég hikstalaust þrátt fyrir að myndirnar hafi haft mjög svo yfirnáttúrulegt yfirbragð. Ég tók nefnilega eftir því hversu lítið var gert af því að sýna leikkonuna í fegurrra ljósi en raunveruleikinn bauð upp á, svokallaðar beuty shots, því maður sá greinilegar allar hefbundar hrukkur og önnur "lýti" sem á leikama hennar voru. Með lýtum á ég við slit og slíkt sem maður býst við að finna á hverri manneskju sem komin er yfir þrítugt en Hollywood hefur hingað til, alla vega æði oft, viljað hylja til að sem mest "fegurð" sjáist. Ég get nú ekki sagt annað en að ég hafi stundum "tunast út" fram myndinni sjálfri og gleymt mér í því að fylgjast með Umu og ég get fullyrt það hér og nú að fengi ég einhverju um það ráðið, þá fengi hún óskar, jón, pál, björn eða hvern þann sem hún vildi í viðurkenningarskyni fyrir framistöðuna í þessum myndum tveim. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, apríl 22, 2004
"You ain't seen nothing yet, babababababy, you just ain't seen nothing yet. There're some things you never gonna forget, babababababy you just ain't seen nothing yet!" Góðann daginn góðir hálsar og gleðilegt sumar. Í fyrsta sinn í manna minnum þá er bara þolanlegt veður (og jafnvel rúmlega það) á hinum íslenska fyrsta sumardegi. Ég hef reyndar aldrei skilið það hjá okkur (eins og margt annað) að halda upp á fyrsta dag sumars í lok apríl, þar sem veður hefur undantekningalítið boðið upp á ákaflega fáar sumarhugmyndir á þessum árstíma. Reyndar með hlýnandi loftslagi þá má segja að veðrið sé farið að aðlaga sig að þessari undarlegu dagssetningu, það hefur væntanlega gefist upp á því að sannfæra okkur með tíðum stormum um að færa þennan ágæta dag nær hinu raunverulega sumri. Í öðrum fréttum af mér er það að segja að ég hefi verið kjörinn í stjórn körfuknattleiksdeildar ungmennafélagsins Skallagríms ásamt fleiri góðum mönnum. Jóhann Skalli Waage og Ragnar Risi Gunnarsson eru meðal hinna, ásamt Ólafi nokkrum Helgasyni og Helga öðrum Helgasyni og svo fulltrúa leikmanna, Ara Gunnarssyni. Nú er bara að kíla á málið og gera Skallagrím að því stórveldi sem við höfum löngum vitað að það væri! Nú um helgina stendur hugur minn til Reykjavíkur þar sem ég hyggst leggjast í spil með góðvini mínum Mr. Jones, Meistara Maríusi og fleiri góðum mönnum. Svo er líka í bígerð að koma við í kvikmyndahúsi og sjá nýjasta meistarverkt Meistara Tarantions, Kill Bill vol. 2, sem einhver undarleg gúrka þýddi sem Bana Billa. Alveg fáránleg þýðing, ætti frekar að vera Drepa Billa eða Að Bana Billa, hitt situr æði undarlega á tungu vorri. Annars snýst líf mitt þessa dagana um fjóra hluti, vinnu, mat, svefn og SMS en þó ekki endilega í þessari röð. En vitiði hvað gott fólk, ég kann því bara ágætlega og kem ábyggilega ekki til með að kvarta hátt þegar launaseðillinn kemur, vona ég a.m.k. Svo fer að lýða að þingi KKÍ, en það verður haldið eftir rúma viku á Selfossi, þangað stefni ég ótrauður og ég er á því að þar verði stuð. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, apríl 18, 2004
"I heard there was a secret chord, that David played and it pleased the lord. But you don't like music do you? It goes like this the forth the fifth, the minor fall and major lift. The baffled king composed Halelujah." Þetta er fyrsta erindið í laginu Halelujah eftir Leonard Cohen, mjög fallegt lag en ég er að brasast við það þessa daganna að semja við það íslenskan texta. Það gengur svona upp og ofan en mjakast þó. Ég hef varla gefið mér tíma til að vera til þessa vikuna, enda búinn að vinna æði mikið og er það vel, nóg af átökum og líkamlegu puði. Nú er bara að hefja hlaup og skera mör. Ég tók mér reyndar frí á föstudaginn sl., en þá um kvöldið fór fram lokahóf KKÍ. Þar vorum við félagarnir, ég og Guðni og skemmtum okkur ágætlega í fámennum en góðmennum hópi dómara í fyrirpartý og svo með hreyfingunni allri í Súlnasalnum á Sögu. Ég gerði nú fleira á föstudaginn, m.a. þá fór ég starfsviðtal sem fyrrnefndur góðvinur Guðni kom á fyrir mig, segiði svo að það sé ekki hægt að nota sér pólitískt framapot þó maður taki ekki þátt í því sjálfur! En ég kann græna manninum miklar þakkir fyrir en það kemur í ljós í næstu viku hvort eitthvað verður úr þessu og þá mun ég væntanlega hefja störf í júní. Já það er til margs að hlakka í Júní!! Laugardagskvöldið var líka déskoti skemmtilegt en þá fórum við Raggi á Búðarklett og hlýddum með andagt á snillinganna Hafþór og Gunnar sem saman mynda dúettinn Súkkat. Skemmtum við okkur konunglega í hópi fjölmargra annara skemmtilegra manna og kvenna. Reyndar hefði ég kosið að þeir hefðu byrjað fyrr, því það var komið full mikið af fólki sem var ekki þarna til að hlusta á þá heldur drekka og því var kliðurinn talsverður undir lok tónleikanna. En skemmtunin var áægt engu að síður. Læt hér staðar numið. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, apríl 11, 2004
"Það á afmæli í dag, það á afmæli í dag, það á afmæli bloggið, það á afmæli í dag:" Já góðir hálsar í dag er vefbók mín ársgömul og ég hef af því tilefni ákveðið að færa til hennar þessa færslu. Það var fyrir tilstuðlan Ragnars góðvinar míns að ég sýktist af þessari bakterýu að tjá mig um allt milli himins og jarðar á öldum veraldarvefsins. Eftir að hafa aðstoðað hann með þá nýhafna síðu hans þá varð ég bara að reyna mig við þetta. Umtalsefnin hafa verið mörg og pistlarnir misjafnir, bæði hvað varðar innihald og útbúnað. Sumir hafa fæðst á fljúgandi siglingu en á aðra hefur þurft að beita væpnum til að koma þeim frá. Sumir hafa haft gríðar mikið heimspekilegt innihald, en aðrir verið bévað froðusnakk sem vart voru tímans virði. En hvað knýr fólk áfram í bloggi? Hvað veldur því að hið ólíklegasta fólk byrjar að gaspra um allt frá sínum innstu hjartans málum til ómerkilegrar hversdags pólitíkur? Ég veit um nokkrar týpur. Eitt blogg sem ég les reglulega er nær eingöngu til þess að leifa nánum vinum og ættingjum að lesa um daglegt líf þess sem það færir á meðan annað blogg sem ég les líka reglulega fjallar nær einvörðungu um vangaveltur höfundar til hinna ýmsustu hluta, án þess að minnast nokkuð á daglegt líf hans. Flestir, þar á meðal ég, virðast blanda þessu tvennu saman í einhverjum hlutföllum. Blandan er mjög misjöfn milli manna og menn æði misjafnir pennar og koma hugsunum sínum æði misjafnlega frá sér. Ég sjálfur blogga mestmegnis vegna einhverjar athyglisþarfar í bland við þörf fyrir að koma hugsunum mínum á blað. En skrifin þurfa að hafa tilgang og bloggið gefur tilgang, þó hann sé kannski langsóttur, sem autt wordskjal gefur ekki. Svo bæta menn við kommentakerfum til að "bæta" síðun enn frekar og ég skal fúslega viðurkenna það, að ég hef mjög gaman að því að frá viðbrögð við því sem ég skrifa, þess vegna skrifa ég hér, en ekki í word. Reyndar fæ ég heilmikið út úr því að skrifa sögur og semja stökur líka og þau skrif eru ákaflega skemmtileg, en þau eru öðruvísi. Svona vangaveltur eins og ég hef framið hér í þessum pistili, þeim gæti ég seint komið fyrir í sögu svo vel yrði og aldrei í bundnu máli, og trúið mér, ég hef reynt hvortveggja! Að sama skapi þá eiga langar sögur ekki vel við hér, ég sá það þegar ég setti fram eina af sögunum mínum ekki alls fyrir löngu, en vísur geta átt vel við í bland, það fer að sjálfsögðu eftir efninu. Eins og áður sagði þá blogga ég mest vegna athyglisþarfar og þarfar að koma hugsunum á blað. Ég gerir ráð fyrir að athyglisþörf sé meðfylgjandi flestum bloggurum, nema kannski þeim sem aldrei auglýsa sín skrif neinsstaðar og segja bara fáum frá. En við hinir "venjulegu" bloggarar eru án vafa með nett athyglisþörf. Ég hef líka tekið eftir því að fólk sýnir stundum annan persónuleika í bloggi en dags daglega. Sumir verða þá kannski kjaftfori töffarinn sem þeir voru/eru ekki og segja hluti sem þeir myndu aldrei segja við fólk í hinum venjulega heimi. Svoleiðis týpur sér maður reyndar oft fljótlega í gegnum, þær kunna ekki til verka sem hinn kjaftfori. En hver sem ástæðan er þá er ég ákaflega ánægður með þau blogg sem ég les reglulega, þau hafa gert mína netveru mun skemmtilegri sem og þessi vefur hefur gefið mér mikla ánægju og fróun á ritþörf minni. Til hamingju með daginn Konni B.(ullari) Fleira ekki gjört, fundi slitið. föstudagur, apríl 09, 2004
"Nú er ég klæddur og kominn á ról, kristur jésú veri mitt skjól. Í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag svo líki þér." Já ágætis ról í nýjustarfi á gömlum grunni. Ég er reyndar ekki að vinna í dag, því menn hér á landi leggja niður störf í minningu Jesús nokkurs Krists, en hann lést á krossi sínum á þessum degi fyrir tæpum 2000 árum, þ.e. ef nokkur maður tekur mark á þeirri sögu. Hafði velt því fyrir ykkur hvers vegna föstudagurinn langi er aldrei á sama degi, ég meina ef Jesú dó, segjum 9. apríl, ætti þá 9. apríl ekki alltaf að vera helgidagur, ekki bara einhver föstudagur skv. einhverju kerfi sem ekki nokkur maður skilur, nema örfáir spekingar hjá Almanaki HÍ! En það er náttúrulega svo að þessi saga er mest megnis táknrænn og dagurinn hluti af hátíð sem er orðin æði blöndum hinum ýmsu öðrum (svipað og Jólahátíðin sem kristinr menn "stálu" (fengu lánaða) hjá heiðnum sem hátíð ljóss (og friðar)), svo sem eins og vorhátíðum ýmiskonar o.s.frv. En páskahátíðin átti ekki að vera til umræðu hér. Ég er mættur í sveitina, til karls og kerlingar og til nýs starfs í Orkuni Loftsins. Þar hef ég verið settur í nemastörf á steypustöð fyrirtækisins og hefur það tekist ágætlega, þó ég segi sjálfur frá. En það er greinilegt að ég hef ekki unnið mikið með líkama mínum, því þó að þetta starf útheimti ekki mikla líkamlega tilburði, þá fynn ég til á stöðum þar sem ég var búinn að gleyma að væru vöðvar. En mikið lifandi skelfingar ósköp er gott að vera farinn að gera eitthvað með viti og vera hættur að elta skugga, skottur og móra. Ég hafði uppi vonir um að fara að stafla hellum eða eitthvað álíka líkamlegt, en ég er feginn eftir á, að hafa byrjað í aðeins minna líkamlegu brasi, því minn stóri skrokkur hefði líklega ekki þolað slík ógnar viðbrigði sem það hefðu verið. Nóg hefur greyið kvartað nú þegar. En slíkum kvörtunum er ekki sinnt og flykkið pínt áfram, enda löngu kominn tími til að láta lýsið flæða og mörinn bráðna af. Þarf reyndar að skondrast suður til Reykjavíkur og sækja mér líkamsræktarútbúnað vorn, en í einhverju hugsunarleysi þá varð hann eftir að Tunguvegi númer 18. Sviptingar hafa orðið í búsetuáætlunum okkar drengjanna. Eins og vitað var þá hyggst Þorvaldur fara að búa með sinni ekta kvinnu, henni Alrúnu og hljóðaði planið upp á að HjálMaríus tæki stöu hans, svo við gætum enn verið fjórir og nýtt okkur þá hagkvæmni sem því fylgir. En nú hefur Guðni tekið þá ákvörðun að fara að búa sóló, drengurinn ætlar að fara að standa á eigin fótum, loksins. Ég kem til með að fylgjast vel með þeirri tilraun hans, og verður fróðlegt að sjá hvernig hún gengur. Þannig að við erum bara 3 eftir, ég, Kári og Maríus, leit okkar stendur nú yfir, en af henni eru ekki enn komin nein týðindi. Ég stend einnig í atvinnuleit á höfðuborgarsvæðinu, þó að það sé ágætt að vera í nesinu góða, þá stendur hugur minn til búsetu í höfuðstaðnum enn um sinn. En sú leit hefur engann árangur borið enn, en maður er þó alltaf bjartsýnn. Fleira ekki gjört, fundi slitið. laugardagur, apríl 03, 2004
"Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli sjálfur, ég á afmæli í dag." Jú lesendur góðir til sjávar og sveita, undirritaður hefur mikla ástæðu til að fagna í dag. Erste gang, þá á ég afmæli eins og glöggt má sjá og ýmsir ættu að muna. Hinns vegar þá er ég að vinna mína síðustu vakt sem öryggisgorkúla í Ameríku við Laufásveg!!! Sem er mjög gott. Það er nú reyndar svo að fátt er svo með öllu gott að ekki fylgi eitthvað slæmt og það er náttúrulega sú staðreynd að ég skil eftir mig dágóðan hóp skemmtilegra manna sem með mér hafa unnið og verða eftir þegar ég held á braut. Ég vona bara að á nýjum stað (hvar sem hann verður) verði jafn gott safn vinnufélaga. En þar sem ég hef ekki enn fengið vinnu hér í höfuðstaðnum þá ætla ég að ala manninn í Loftorkunni góðu þangað til. Já góðir hálsar þó að ekki séu nema rúmar fjörtíu mínútur frá því að dagurinn góði, hinn 3. apríl gekk í garð, þá hef ég þegar fengið góðar afmæliskveðjur. Klukkan var ekki nema rétt rúma eina mínútu gengin í 1 þegar bjall hjá mér síminn og heilsað var frá Eysrasalti, nánar tiltekið Karis City í Suomi. Fékk sú ágæta stúlka heiðurinn af því að vera fyrst til að óska mér til hamingju eftir að dagurinn gekk í garð (ég hafði reyndar fengið tvær kveðjur áður, frá Kára og Dóru frænku) og var það ákaflega fallega gert af henni. Fast á hæla hennar komu þeir Geiri graði og Júlli, en sá síðarnefndi söng fyrir mig í gegnum talstöðina og hef ég sjaldan heyrt farið jafn fögrum raddböndum um afmælislagið. Ég átti líka von á heimsókn frá ástkærum yfirmanni vorum, en hann hafði talað um að kíkja á okkur í kvöld vopnaður páskaeggjum. En staðan er nú sú, þegar klukkan er rétt að verða 1 að hvorki hefur sést til hans tangur né tetur og er það miður, því páskaegg þetta stefndi í að vera það eina sem ég fengi um komandi páska. Ég verð þá bara að leggja leið mína í Bónus og bjarga málinu, það þíðir ekki að vera páskaeggjalaus um páskanna! Helgin verður æði busy, svo maður sletti aðeins. Á morgun, eftir ekki langan svefn, þá legg ég í hann upp í Borgarfjörð í foreldrahús, þar sem tekið verður á móti mér með kökum og tilheyrandi góðgæti og gúmmolaði. Einnig er von á frændum, frænkum, ömmum og afa í vísiteringu. Kvöldinu ætla ég svo að eiða með margnefndum heiðursmanni, Ólafi Ágústi og er jafnvel von til þess að Risavaxinn vinur vor Ragnar láti líka sjá sig. Þar verða drukknir nokkrir kaldir í tilefni dagsins og guð einn veit til hvers það leiðir. Nú á sunnudaginn þá verður mikil veisla að Tungu í Svínadal. En þar fagna þeir bræður Konráð Jóhann og Andri Björn Andréssynir fermingu sinni. Þangað mun ég halda og eta vel í boði foreldra þeirra, enda hefi ég sjaldan flotinu neitað. Nú svo er það bara mæting í orkuna á mánudag og taka til við að stafla hellum eða eitthvað annað slíkt. Sama er mér, svo fremi að ég fái að reyna á mig, orðinn býsna þreyttur á aðgerðarleisi í Laufásvegar Ameríku. Fleira ekki gjört, fundi slitið. þriðjudagur, mars 30, 2004
Dark shadow. Something has drawn you into darkness in the past, and you're now trying to get out of it. The darkness is already inside you, and getting it out will be hard, but if you try, maybe one day you can be who you want to be again. Don't give in!!!
Morpheus ?? Which Of The Greek Gods Are You ?? brought to you by Quizilla hmmm þetta passar déskoti vel! You are Form 3, Unicorn: The Innocent. "And The Unicorn knew she wasn't meant to go into the Dark Wood. Disregarding the advice given to her by the spirits, Unicorn went inside and bled silver blood.. For her misdeed, the world knew evil." Some examples of the Unicorn Form are Eve (Christian) and Pandora (Greek). The Unicorn is associated with the concept of innocence, the number 3, and the element of water. Her sign is the twilight sun. As a member of Form 3, you are a curious individual. You are drawn to new things and become fascinated with ideas you've never come in contact with before. Some people may say you are too nosey, but it's only because you like getting to the bottom of things and solving them. Unicorns are the best friends to have because they are inquisitive. Which Mythological Form Are You? brought to you by Quizilla Alveg spurning... mánudagur, mars 29, 2004
Nightmare Before Christmas! What movie Do you Belong in?(many different outcomes!) brought to you by Quizilla Segir sig sjálft....er það ekki? þriðjudagur, mars 23, 2004
"What's love got to do, got to do with it. What's love but a seccond hand emotion?" Ágæt vinkona mín bað mig að taka þátt í könnun sem mamma hennar á að gera í Kennó. Ok ekkert mál sagði ég svo komu spurningarnar. "Hvað persónueiginleika villt þú að framtíðar maki þinn beri?" og "Hvað er Ást?" Já bara tvær litlar spurningar, ekkert mál. Jæja ég fékk þó dálítin umhugsunarfrest, og þarf ekki að svara fyrr en seinnipartinn á morgun. Það vill reyndar svo til að ég hef velt þessu mjög fyrir mér, sérstaklega hvað ást sé eiginlega. Harsoðið þá er niðurstaða mín þessi: "Ást er sú tilfinning sem tvær manneskjur bera hvor til annarar og gerir það að verkum að hvor um sig er tilbúin að gera næstum hvað sem er (línan er breytileg eftir fólki) til þess að tryggja hamingju og velferð hinnar." Og í framhaldi af þessu þá skylgreindi ég líka að vera ástfanginn og að elska. "Að vera Ástfanginn er að óska þess að einhver ákveðin manneskja, sem þú elskar, elski þig." "Að elska er framkvæmd ástar, eða viljinn til að framkvæma ást." Þessar setningar eru þó "bara" heimspekilegar skilgreiningar mínar á ástinni og tengdum hugtökum, en ástin er náttúrulega ástand sem hver manneskja hlýtur að vilja komast í, því hún veitir svo mikin unað og vellíðan, en lykilinn að baka eigin vellíðan er vellíðan þess sem stendur þér næst. Best að hætta hér áður en út í ógöngur er komið. En hvaða persónueiginleika vil ég að sá maki sem mun e.t.v. eignast, búi yfir. Það er ansi langur listi, og mest af honum eru hlutir sem manni dettur ekki í hug, fyrr en þá vantar. En ef ég reyni að búa til smá útgáfu af mínum lista hér þá gæti hann litið svona út: Gott skopskyn og léttlyndi Ákveðni Lífsskoðanir sem svipa til minna (þurfa ekki að vera eins en t.d. votti og satanisti gætu aldrei fúnkerað saman) Blíða og umburðarlyndi Hæfileikinn til að gera grín að sjálfum sér Gott gáfnafar (þá er ég ekki að tala um 10 í skóla(þó það sé ekki slæmt), heldur frekar góða almenna skynsemi) Hæfileikinn til að hafa skoðun Hæfileikinn til að mynda sér sjálfstæða skoðun og standa á henni og rökræða hana Einhver sameiginleg áhugamál með mér Heiðarleiki og gagnkvæmt traust Hæfileikinn að kúra og síðast en ekki síst þá þarf viðkomandi að vera ástfangin af mér og ég af henni. Það eru alveg ábyggilega fleiri persónueinkenni sem ég vil hafa á tilvonandi framtíðarmaka, en mér dettur ekkert fleira í hug í bili. Svo er það náttúrulega spurningin stóra, er einhver til þarna úti sem uppfyllir skilyrðin? Ég held það... Fleira ekki gjört, fundi slitið. mánudagur, mars 22, 2004
"Ástin er yndisleg, ég geri það sem ég vil. Skildi maður verða leiður á því lengdar að vera til?" Ég held ekki, lífið er allt of skemmtilegt til þess að maður verði leiður á því, thja nema kannski ef maður lendir í því að verða ódauðlegur, en ég held að það sé vel hægt að jazza það upp, eins og Jones segir svo skemmtilega. Ég heyrði í mútter í gær, alltaf gaman að spjalla við þá fínu frú (glott, glott). Hún var að segja mér af fundahaldatörn sem hrjáir hana um þessar mundir. Jæja hrjáir hana kannski ekki en gerir það allavega að verkum að sólarhringurinn mætti alveg innihlada fleiri klukkutíma, svo hægt sé að koma öllu fyrir í honum sem þarf að gera. Ofurkvendið móðir mín kann nú samt gott ráð við því. Bara að sofa minna og finna sér hómópata til að gefa sér undralyf svo maður haldist í gangi. Planið reyndar klikkaði aðeins þegar hómópatinn sagði henni að sofa meira, en það gerir ekkert til, mútta reddar þessu einhvernveginn, gerir það venjulega. Ef allt gengur skv. þeim áætlunum sem ég hef gert, þá gæti vel farið svo að ég kíki í Borgarfjörðin einhverntíman í þessari viku. Allavega til að smella kossi á Binni litla frænda minn, sem verður fjögurra ára (!!!!) á fimmtudaginn. "Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér, og litlu fæ ég um það ráðið hvert hann fer" Ef svo fer að mér takist að komast uppeftir, þá eru náttúrulega fleiri sem eiga inni vísiteringu. Arndís náttúrulega (nei það er ekki duld ásktona) og svo hann Óli Ágúst stórvinur minn. Enn sem komið er get ég þó ekki staðfest þetta, fer svolítið eftir bóngæðum núverandi (og bráðum fyrrverandi) vinnuveitenda. Já það er s.s. staðfest, að ég mun í síðasta sinn yfirgefa minn vinnustað að morgni laugardagsins 3. apríl(!!!) eftir nákvæmlega (og upp á dag) 19 mánaða starf. Spurningin er bara hvort ég verði fyrir þann tíma búinn að fá annað að starfa við. Hef reyndar ágæta hauka í horni, sem eru þeir feðgar, afi minn og móðurbróðir, sem stýra Loftorku í Borgarnesi, en ég er búinn að fá vilyrði fyrir því að fá þar sitthvað við að vera á meðan á leit stendur, sem er mjög gott. Svo það má segja að ég standi á krossgötum, spurningin er bara hvert haldið skal og hvort sú leið sé sú rétta. Fyrri spurningunni kem ég til með að svara fljótlega, en svar hinnar verður bara að koma í ljós. Er lífið ekki frábært!?! Fleira ekki gjört, fundi slitið. laugardagur, mars 20, 2004
You are Tank, from "The Matrix." Loyal till the end, you spare no expense in ensuring the well-being of others. What Matrix Persona Are You? brought to you by Quizilla Well hmmm.... föstudagur, mars 19, 2004
"Happy feet, I've got those happy feet, give them a low down beat and the begin dancing. 'Cause I've got hap hap happy feet!" Menn hafa verið að væna mig um nöldur og væl í síðasta pistli. Nú þá er best að svara þeirri gagnrýni með gleðiveislu. Ég var að horfa á feikilega skemmtilegan körfuboltaleik áðan. Þar áttust við Snæfell og Njarðvík í fyrstu viðureign sinni í undanúrslitum Intersportdeildarinnar. Leikurinn var harður og gríðarleg barátta frá fyrstu mínútu og eftir smá sveiflur þá kláraði Snæfell leikinn í fjórða leikhluta, þrátt fyrir að Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkur, hafi skorað rúm 30 stig bara í seinni hálfleik(!!!!) hvernig sem það er hægt. En eins og áður sagði þá kláruðu Hólmarar leikinn með 10 stiga sigri, 97-87, en í liði heimamann fór Grundfirðingurinn Hlynur Elías Bæringsson stórum, skoraði 15 stig og tók 24(!!!!!!!!) fráköst. Gríðarleg skemmtun, það er spurning að komast á eins og einn leik í seríunni. Var að horfa á þátt á Sýn sem heitir Alltaf í boltanum og þar var verið að ræða við tvo Bandaríkjamenn sem spila með liði Fullham. Ég hjó sérstaklega eftir einu, þeir hafa rosalega lítið smitast af breskum knattspyrnutalanda, tala t.d. ennþá um 'soccer' í stað 'football'. En það sem mér fannst einnþá undarlegra/skemmtilegra var að á meðan heimamenn tala um úrvalsdeildina Bresku sem 'the Premiership' þá töluðu kanarnir um 'EPL' (English Premier League, en hún heitir það víst formlega), trúir sínu þeir Amerísku, en eins og allir vita þá heita flestar (ef ekki hreinlega allar) íþróttadeildir einhverjum skamstöfunum í henni Amríku. (NBA, NHL, NFL, MLB, MLS, NCAA, WNBA, CBA o.s.frv.) Mér fannst þetta nokkuð sniðugt og merkilegt að sjá svona svart á hvítu, hversu ólíkt sama tungumálið getur verið, allt eftir því hvar það þróast og spurning hvort að lokum verði þessar mállýskur að tveim ólíkum málum, eins og hefur orðið með norðurlandamálin, sem öll hófust á sama/svipuðum stað. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, mars 18, 2004
"Who are you, who who who who. Who are you?" Maður þjáist af ýmsum sökum, ég t.d. þjáist alla jafna af leti og öðrum slíkum kvillum, þjáist m.a. núna af magaverk. En ég þjáist líka vegna annars sem ekki hrjáir mig líkamlega. Ég finn t.d. gríðarleg oft til með þjáðu fólki, fólki sem er í aðstæðum sem fátt verður gert í, jú og líka hinum sem hafa grafið sér sína eigin gröf en hafa ekki komist upp. En eitt er það öðru hærra sem plagar mig núna undanfarið og það er fólk sem gert hefur sig heimakomið á tengslalista mínum á MSN. Ekki svo að skilja að einhverjir óprútinir hafi hakkað sig þangað inn, nei nei, ég hef persónulega samþykt hvern einn og einasta af þeim sem þar er. En nú í tvígang hef ég lennt í því að fólk, sem ég hef ekki þekt/vitað hver er, hafa óskað þess að fá hýsingu á mínu MSNi. Ég hef samþykt það í bæði skiptin, mest megnis og aðallega vegna ólæknandi forvitni (eitt enn sem hrjáir mig á stundum). Nú svo hef ég hafði spjall við viðkomandi og komið fram með þá réttlátu kröfu, að mér finnst, að fólkið geri grein fyrir sér, því ég sé ekki með það alveg á hreinu hvert það sé. Þessari kröfu hefur yfirleitt verið svarað með nokkuð jákvæðum hætti og ég fengið fornöfn viðkomandi en í bæði skiptin þá hafa þau ekki sagt mér neitt um það hver manneskjan er. Svo ég hef viljað fá að vita meira og þá einna helst hvernig stendur á því að þau hafi fengið emailinn minn og bætt honum á MSNið sitt. Við þessu hef ég aftur á mót ekki fengið eitt einasta svar heldur bara einhverja útúrsnúninga og undrunaróp þegar fólkið tók eftir hvaða mynd ég væri með uppi (sem er mynd af mér, so bring on the shots people!) og í annað skiptið þá fékk ég heillanga ræðu um elli mína, þegar ég kvaðst vera 25 ára gamall, en í það skiptið var um að ræða 14 ára stúlkubarn sem þó ég vera kominn full nálægt grafarbakkanum. Þá kem ég eiginlega að punktinum, hvaðan fékk þetta (alveg ábyggilega) ágæta fólk addressuna mína (ég hef reyndar svar við því sem ég kem að síðar) og hvaðan fékk það þá hugmynd að ég væri sniðugur aðili til að tala við, svona bara upp úr þurru! Sko ég hef ekki verið feimin við að gefa upp tölvupóstfang mitt, það er m.a. að finna hér á þessari síðu (klikkiði bara á undirskriftina undir þessum pistili, þar sem stendur "Konráð J.") og á Egótrippinu mínu, sem og þá læt ég hana oft fylgja með á þeim spjallsíðum sem ég stunda, enda skrifa ég þar allt undir mínu eigin rétta nafni! Svo það að fólk þekki adressuna mína er kannski ekki svo undarlegt. En hvað fær e-ð bláókunnugt fólk til að halda að ég sé sniðugur spjallari. Ég er það að vísu (kalt mat) og yfirleitt alls ekki neitt dónalegur eða fráhrindandi en ég verð á fá að vita vissa hluti áður en ég helli mér út í gott spjall við fólk, sérstaklega þegar ég hef það ekki fyrir augunum. Ég hef lúmskan grun um að einhver sé að spila með mig og/eða fólkið sem villist inn til mín, það hefur gerst áður þegar Stórskallinn lét símanúmerið mitt í té ungri konu með rómantískan þankagang. Það var reyndar í góðu lagi, því sú stúlka lét greiðlega allar upplýsingar í té og við áttum nokkrar góðar samræður. Ég vil því benda fólki á, að villist það inn á MSNið mitt að þá skuli það vera tilbúið að gera nokkra grein fyrir sér, annars nenni ég lítt við það að tala og fleygi því jafnvel öfugu út! Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, mars 14, 2004
"Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó, þar sem birkið og fjalldrapinn grær." Nú er komið að sögustund frá heimsókn tveggja ungra manna til Ameríkuhrepps. Þeir ungu menn eru gjanan nefndir Ragnar Risi og Bóbó Konráðs. Ferðin hófst fimmtudaginn 4. mars á því að Risinn mæti til heimils vors að Tunguvegi 18. Eftir duliltlar útréttingar, snæðing á matsölustaðnum Uno við Skeiðavog, þá var ekið af stað á rauðri Mözdu, sem er í minni eigu, áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Með í för var Viðarsson Kári en hann hugðist koma faratækinu aftur til Reykjavíkur og einnig hafði verið samið við hann um hívertingu þegar við kæmum til baka. Eftir tilheyrandi vesen við inn tékk og passa tékk og svoleiðis nokk, þá sátum við glaðir og kátir á barnum í Leifsstöð (sem skylda er þegar farið er til útlanda) og kneifuðum öl. Svo fór að lokum að við vorum kallaðir til flugvélar og tókumst á loft áleiðis til Minneapolis borgar í Minnesota fylki. Vegna hagstæðs gengis á tímanum (þó ekki þeim sem kendur var við Framsókn hér í denn) þá tók flugið ekki nema rúma klukkutíma. Við fórum af stað frá Íslandi rétt um fimm og vorum lenntir í Amríku rétt um sex, ekki slæmt það! Nú þegar við höfðum lent og komist frá borði þá tó á móti okkur prósessinn sá að komast löglega inn í landið. Við Raggi, verandi mjög krimmalegir, vorum teknir afsíðis af íturvöxnum lögreglumanni, sem vildi allt um okkar hagi vita. Við sluppum nú við latexhanskan þar en mikið var ég smeikur um að þurfa að afklæðast og láta leita á mér. Nú svo þegar því viðtali var lokið þá þurfti ég að láta athuga betur með mig því eitthvað sá tollvörðurinn athugavert við mig í tölvunni sinni (sem er geðveikt spúkí, þ.e.a.s. að það standi e-ð um mig í tölvum stjórnvalda í Ameríku) en við nánari grenslan kom í ljós að skv. kerfinu þá hafði ég ekki farið úr Ameríku eftir að ég fór inn þar síðast, sem var 1997 þegar ég millilenti þar á leið minni til Kanada eftir jól á Íslandi. Þessi máli var öllu reddað af tollverðinum C. Jones mjög almennilegum manni og ég komst heill í gegn um nálarauga Amerískra yfirvalda. Nú eftir smá rútuferð í Yellow School Bus frá vellinum að Millenium Hotel (downtown Minneapolis), um 7 eða 8 að staðartíma, þá leist okkur bakkabræðrum svo á best væri að fá sér snæðing. Vorum ekki í stuði til að takast á við mikla leit svo hugsuðum okkur bara að snæða á hótelinu. Nú við töltum okkur í matsalinn þar sem okkur er vísað til sætis og afhentir matseðlar. Svo þegar við rennum augunum yfir það sem í boði var þá fóru nú heldur að síga á okkur kjálkarnir, því að á matseðlinum var fátt sem okkur fannst sniðugt að snæða. Átti mataseðillinn helst heima á Borginni eða Holtinu og við ekki alveg að gera okkur í slíkum mat, nýlentir. Nú þegar þjóninn kemur svo þá tilkynnum við honum að við séum all snarlega hættir við að snæða og þegar hann ynnir eftir ástæðum þá segjum við honum bara að maturinn sé allt of "fínn" og ekki alveg það sem við höfðum hugsað okkur. Hann segjist skilja okkur mjög vel og bendir okkur á ófáa staði í nágreninu sem eru venjulegri. Við endum á pubb rétt hjá hótelinu sem heitir Brit's og er að breskri fyrirmynd. Þar snæðum við ágætis ostborgara og drekkum Stellu Artois af krana, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við að finna í henni Ameríku. (Stella er Belgískur bjór) Okkur leist svo déskoti vel á staðinn að við ákváðum að borað þarna oft og iðulega, sem við og gerðum, 4-6 sinnum í það heila í ferðinni og oft bara til að fá okkur bjór Eftir þessa ágætu máltíð þá töltum við heim á hótel og ætluðum að glápa á eins og einn körfuboltaleik í imbanum, en það voru ekki liðnar nema 10 mínútur af leiknum þegar við vorum báðir sofnaðir! Svo vöknuðum við báðir um 3 um morguninn, og töldum okkur vera orðna nokkuð út sofna, en náðum þó að treyna okkur svefnin fram til 7. Þá risum við upp við dogg og sáum að vetur konunugur hafði tekið völdin. Heilir 10 cm af jafnföllnum snjó. Okkur þótti þetta nú æði kómsíkt, hafandi verið í 9 stiga hita á Íslandi við brottför en kátínan átti eftir að verða enn meiri. Við kveiktum á imbanum og gláptum á morgunsjónvarp. Þar voru menn óðir og uppvægir yfir "snjóstorminum" sem geysað hafði og voru menn búnir að loka skólum vill vekk, hér og hvar í nágreninu vegna gífurlegs snjómagns. Við Íslendingarnir gátum nú ekki annað en hlegið að allri vitleysunni og fannst okkur þetta alveg prýðis dæmi um hversu vitgrannir Ameríkanar í raun eru. Svo eftir kjarngóðan morgunmat, sem samanstóð af steiktu ekki og beikoni og/eða pylsum (maður verður að prufa svona allavega einu sinni ) þá var haldið af stað í Mall of America. Þar röltum við um í góða 3 tíma og spanderuðum hægri vinstri. Við fjárfestum í stórglæsilegum leðurjökkum sem áttu að kosta $320 (22.400 kr.) en voru á gríðarlegri útsölu og kostuðu okkur $144 (10.080 kr.) Lambaskinnsleður, rosalega mjúkt og gott. Eftir þrjá tíma (og tvær hæðir af fjórum) þá vorum við gengnir upp til agna svo við héldum heim á hótel í leigara (en strætóbílstjórar voru í verkfalli í Minneapolis svo við urðum að fara allt með taxa) og gaufuðum fram á kvöld, en þá fór fyrsti leikurinn fram. Leikurinn var náttúrulega upplifun út af fyrir sig. Þetta er rosalegt show hjá kananum, enda má engum leiðast sem í húsinu er. Fáklæddar klappstýrur spranga um sali og gólf (gullfallegar hver og ein og ákaflega efnislitlar ), lukkudýrið, sem hjá Minneasota Timberwolfs er úlfur sem heitir Crunch, sprangar um allt og gerir stormandi lukku. Menn að selja hnetur og bjór út um allt og endalaust af básum hér og þar, seljandi allt milli himins og jarðar. Við gátum brugðið okkur fyrir leik niður að gólfi og tekið myndir, sem við nýttum okkur í gríð og erg. Vorum reyndar gestameginn en það kom ekki að sök því að í liði Houston Rockets (sem var gestaliðið þetta kvöld) er kínverji sem heitir Yao Ming og er hann 7 fet og 5 tommur (226 cm) og var hann alveg prýðilegt myndefni. Þetta vissi maður svo sem alveg, en á sjá manninn standandi á sama gólfi og maður sjálfur er svolítið annað en að sjá hann í sjónvarpi eða ofan úr sal. Og við vorum á ferð með Pétri Guðmunds, manni sem er 218 cm að hæð en Yao þessi er höfðinu hærri, næstum því, en Pétur!!! Eftir leik var farið heim og drukknir nokkrir öl áður en haldið var til hvílu, tiltölulega snemma enda menn enn að jafna sig á tímamismun. Nú á laugardaginn þá héldum við Ragnar af stað í verslun sem heitir Best Buy og er samskonar apparat og BT, held reyndar að BT sé eftiröpun af Best Buy. Þar keypti Ragnar 2 digital myndavélar (þó ekki báðar fyrir sig, heldur aðra handa systur sinni) og ég verlsaði eitthvað smávægilegt dótarí. Svo fór dagurinn bara í dútl og labbitúra um miðbæ Minneapolis og svona. En um kvöldið þá fór hópurinn í tveim limmóum(!!!) á leik í háskólaboltanum, þar sem mættust Universtiy of Minneasota (Golden Gophers) og PennState (eða Pennsilvanya State University). Þar var töluvert önnur stemming, mynnti um margt á körfuboltaleik á íslandi, ef frá er talin lúðrasveitinn sem lék allan tíman og sú staðreynd að það voru 14.000 manns í höllinni!!! En til samanburðar má geta að Target Center þar sem T.wolfs spila tekur rúmlega 19000 manns. Komst líka að því að þessi höll sem háskólinn á er byggð 1928 og er meðal 5 elstu íþróttaleikvanga Ameríku! Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað en fín uplifun enga síður. Svo var það náttúrulega bjór sem réði ríkjum um kvöldið og fór það svo að lokum að við enduðum 4 saman á hótelbarnum, ég, Raggi, Baldur og Snorri (tveir prýðisdrengir sem við kynntumst í ferðinni) sötrandi öl þar til barnum lokaði, sem var reyndar um tvöleitið, en ágætis fyllerí samt! Sunnudagurinn var ágætur, rólegheit fram til 2 en þá fórum við í skoðunarferð um Target Center. Það var mjög athyglisvert og gaman. Eftir ferðina þá eyddum við tímanum saman 4 sötrandi öl fram að leik á Brit's. Seinni leikurinn var ekki síðri upplifun, en mun leiðinlegri körfubolti, enda tapaði Minnesota (já reyndar líka gegn Houston á föstudeginum). Eftir leik þá var ég orðinn svo ótrúlega orkulaus að ég meikaði ekki nema 1 öl og fór svo bara að sofa. Strákarnir djúsuðu eitthvað lengur frameftir. Nú á mánudeginum þá ætlum við Raggi að skella okkur aftur í Best Buy þar sem ég ætlaði að kaupa fermingargjöf handa Eiríki bróður. Við drifum okkur þangað strax klukkan 9 (Raggi þurfti svo í Mallið áður en við færum heim á hótel en rútan á flugvöllinn átti að fara klukkan 3) og ég keypti fína gjöf handa stráknum á góðu verði. Svo ætluðum við bara að hringja á leigara og drífa okkur í Mallið. Þá hafði náttúrulega snjóað á meðan við vorum þarna inni, við kiptum okkur nú ekkert upp við það og hringdum á leigubíl. Til að gera langa sögu stutta þá fengum við bíl eftir 1 og hálfan tíma og eftir að hafa labbað að hóteli sem var rétt hjá og fengið starfsfólk þar til að hringja eftir bíl fyrir okkur! Við vorum ekki mjög kátir svo vægt sé til orða tekið. En jæja drifum í okkur smá snæðing og Raggi keypti tvær NBA treyjur handa litlu systursonum sínum og svo heim á hótel í bíl sem beið fyrir utan, sem betur fer! Við vorum á góðum tíma, vorum vel tilbúnir þegar rútan kom og vorum í engu stressi á flugvellinum. Röltum um höfðum það næs. Flugið tafðist reyndar um klukkutíma vegna þess að einn af ferðafélögum okkar fékk einhvert kast í flugvélinni og því var hætt við flugtak og snúið aftur að flugstöðinni, en svo jafnaði hann sig og allt gekk vel fyrir sig eftir það. Flugið heim tók nú dulítið lengri tíma, komumst af stað um 7 leitið á mánudagskvöld en vorum ekki lenntir í Keflavík fyrr en um 8 á þriðjudagsmorgun! Þannig að flugið tók 13 tíma skv. þeim útreikningum. Á vellinum beið vinur vor Kári eftir okkur, þreyttur eftir að hafa setið þar í rúman klukkutíma. Þannig fór um sjóferð þá og ég get ekki annað en tekið undir með Ragnari að svona ferð þarf maður að fara aftur. Bendi áhugasömum á síðu Ragga fyrir aðra útgáfu af sögunni. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |