Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, maí 06, 2004
 
"Það þarf að skipt' á bleyjum, á þessum litlu greyjum, og þvo þeim síðan upp úr ræstidufti og klór." Ég er maður gleyminn, það ættu ekki að vera fréttir fyrir nokkurn mann. En ég gerðist í síðasta pistli sekur um þvílíka gleymsku að vel má vera að ég mæli með afhausun á sjálfum mér. Þær gleðifregnir bárust um hálf tíuleitið á þriðjudag frá góðvini vorum Jóhanni Waage að hans ekta kvinna Gyða, hafi fætt af sér dóttur. 12 merkur og 49 cm voru mál hennar og faðirinn hefur ekki tvínónað við hlutina (hann er ekki vanur því) og hefur sett upp síðu til heiðurs erfingjanum. Hamingjuóskir hafa vitaskuld verið sendar, en rétt er að endurtaka þær hér og því ber að fagna að tveir menn sem ég kalla góða vini mína, hafi nú séð sér fært að fjölga mannkyninu og halda þar með (vonandi) við snilli sinni og fegurð.

Dagar víns og rósa eru framundan. Ég hygg í það minnsta að maður geri einhverjar rósir núna um helgina, ef ekki í raunheimum þá allavega í draumaheimum. Það verður s.s. spilamennska hjá Mr. Jones á morgun (annað kvöld) og þar gera menn ábyggilega rósir. Vínið er meira spurningarmerki, en þó er ekki útséð um að einn eða tveir öllarar leki niður kverkar vorar.

Ég var á akstri um daginn. Þá datt mér í hug góð æskuminning sem ég huggðist rita um mikin og góðan pistil á síðu þessa. En og þetta en er stórt, en mér tókst að steyngleima, ekki bara innihaldi pistilsins, heldur líka minningunni. Þetta minnisleysi er ekki einleikið með mig, ef ég teldi það ekki ómögulegt, þá væri ég þess fullviss að ég væri allavega 100 ára og farinn að kalka óhugnarlega. En ég er nú ekki nema 25 og ekki farinn að kalka neitt að ráði, sem er eiginlega ekki nógu hughreystandi, því það bendir til þess að ég þjáist af lélegu minni ( í besta falli) eða einhverjum heilasjúkdóm (í versta falli). Ég veit eigi gjörla hvað skal til bragðs taka, þigg ráð...

Fleira ekki gjört, fundi slitið.