Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 31, 2004
 
"...Það var eins og gerst hafð' í gær, já eins og gerst hafð' í gær..."
Ég á í stríði við stól. Blessaður stólinn er búinn þeirri ónáttúru að vilja húrra niður á sér bakinu einmitt þegar ég ætla að halla mér aftur að því og hafa það extra næs við tölvuna. Mér þykir þetta afar kvímleitt, sér í lagi sökum þess að stólinn er að öðru leiti hinn ágætasti og til mikillar fyrirmyndar. Ég man þá stund vel þegar ég tók stólinn upp úr kassa sínum, það var að kvöldi þess 8. apríl árið 1993. Eftir að hafa púslað honum saman með dyggri aðstoð pápa míns þá mátið ég sætið góða við nýja skrifborðið mitt. Þvílík sæla það var, sem ég sæti á loftinu einu saman. Síðan þá höfum við átt margar góðar stundir saman, ég og stólinn. Flestar hafa verið annaðhvort við skrifborðið eða við tölvuna og flestar hafa þær tengst lærdómi.

En nú s.s. er bévítið farið að angra mig með því að fella bak sitt í tíð og ótíð. Ég þarf að fara að eignast rörtöng, ég held að þá komi ég tjónki við stólhelvítið...

Fleira ekki gjört, fundi slitið.