Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, maí 16, 2004
 
"...he ain't heavy, he's my brother..."
Við búum í ríki stóra bróður og það er aldrei að vita hver fylgist með. Ég hef mestar áhyggjur af því að hin skyndilega tilkomna auglýsingaherferð Securitas (ég dirfist ekki að setja tengil á síðuna þeirra) sé einvörðungu laumuleg aðferð til þess að safna upplýsingum um hagi landsmanna. Ég er þess fullviss að nýjasta örtölvutækni geri þeim kleift að njósna um okkur með örmyndavélum í gegnum sjónvarpsskjáinn. Svo nota þeir upplýsingarnar til að selja okkur fleiri myndavélar svo hægt sé að njósna enn meira um okkur... REPENT FOOLS!

Stóri bróðir vinnur líka á stærri skala og teigir anga sína víða. Ég þori t.d. ekki fyrir mitt litla líf að horfa á útsendingar af Alþingi. Ekki nóg með að stóri bróðir hafi yfir mun betri njósnatækni að ráða en áður var minnst á (hrollur) heldur þá er aðal meistari stóra bróður, krullhærður óálitlegur drumbur, reglulega þar. Reyndar virðist hann ekki fatta hversu áhrifamikill hann gæti verið ef hann væri alltaf í salnum, sem betur fer þá fer kraftur og viska ekki alltaf saman og þannig er það í þessu tilfelli. Aðal meistari Stóra bróðurs er nefnilega ekki mjög vitur, þó hann sé sterkur og það gæti orðið hans banamein.

En frá stóra bróður að þeim litla. Það er nefnilega svo að ég á lítin bróður, úr holdi og blóði, og stubburinn sá er eiginlega hættur að vera slíkur. T.d. þá fermist hann eftir 3 vikur og ef fram heldur sem horfir þá á stubburinn efitr að ná að leggja mig að velli í kraftakeppni (les. kitlukeppni) áður en langt um líður. Ég held að ég verði að fara að ráða mér einkaþjálfara. Kannski maður fari að láta sjá sig í skúrnum þar sem Mr. Jones, Ármennið og Geiradróttinn sveifla lóðum af ólympískri fimi. Það er líklega rétt að geta þess hér og nú að ég verð mættur aftur í höfuðborgina eftir tvær til þrjár vikur, því ég hefi nefnilega loksins fengið starf. Já ég hef verið ráðin sem lyftaramaður hjá Byggingafélagi Kópavogs í vöruhúsi þess við Kjalarvog og mun hefja þar störf upp úr mánaðamótunum, eða þegar ég hef lokið störfum í Loftorkunni góðu. Mikið verður nú gott að komst aftur heim, þó ég verði að segja að vistin í sveitinni hafi verið óskaplega endurnærandi og sálu minni holl og góð. Það sama verður ekki alveg sagt um líkaman, því eigi er mér örgrant um að á hann hafi bæst í sveitaverunni, ekki síst, en ekki einvörðungu, vegna hins góða matar sem ég hef notið hjá ömmu minni öll virk hádegi í 1 og hálfan mánuð. En aðalástæðan er ugglaust sú að ég hef eiginlega alveg hætt að hreifa mig sem nokkru nemur, ástand sem unnið verður á um leið og til Reykjavíkur kemur. Ég sé... ég sé... árskort í heilsurækt í náinni framtíð. Já og ég sé jafnvel líka náðu þrekprófi dómara næsta haust, vona ég...

Fleira ekki gjört, fundi slitið.