Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, mars 14, 2004
"Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó, þar sem birkið og fjalldrapinn grær." Nú er komið að sögustund frá heimsókn tveggja ungra manna til Ameríkuhrepps. Þeir ungu menn eru gjanan nefndir Ragnar Risi og Bóbó Konráðs. Ferðin hófst fimmtudaginn 4. mars á því að Risinn mæti til heimils vors að Tunguvegi 18. Eftir duliltlar útréttingar, snæðing á matsölustaðnum Uno við Skeiðavog, þá var ekið af stað á rauðri Mözdu, sem er í minni eigu, áleiðis til Keflavíkurflugvallar. Með í för var Viðarsson Kári en hann hugðist koma faratækinu aftur til Reykjavíkur og einnig hafði verið samið við hann um hívertingu þegar við kæmum til baka. Eftir tilheyrandi vesen við inn tékk og passa tékk og svoleiðis nokk, þá sátum við glaðir og kátir á barnum í Leifsstöð (sem skylda er þegar farið er til útlanda) og kneifuðum öl. Svo fór að lokum að við vorum kallaðir til flugvélar og tókumst á loft áleiðis til Minneapolis borgar í Minnesota fylki. Vegna hagstæðs gengis á tímanum (þó ekki þeim sem kendur var við Framsókn hér í denn) þá tók flugið ekki nema rúma klukkutíma. Við fórum af stað frá Íslandi rétt um fimm og vorum lenntir í Amríku rétt um sex, ekki slæmt það! Nú þegar við höfðum lent og komist frá borði þá tó á móti okkur prósessinn sá að komast löglega inn í landið. Við Raggi, verandi mjög krimmalegir, vorum teknir afsíðis af íturvöxnum lögreglumanni, sem vildi allt um okkar hagi vita. Við sluppum nú við latexhanskan þar en mikið var ég smeikur um að þurfa að afklæðast og láta leita á mér. Nú svo þegar því viðtali var lokið þá þurfti ég að láta athuga betur með mig því eitthvað sá tollvörðurinn athugavert við mig í tölvunni sinni (sem er geðveikt spúkí, þ.e.a.s. að það standi e-ð um mig í tölvum stjórnvalda í Ameríku) en við nánari grenslan kom í ljós að skv. kerfinu þá hafði ég ekki farið úr Ameríku eftir að ég fór inn þar síðast, sem var 1997 þegar ég millilenti þar á leið minni til Kanada eftir jól á Íslandi. Þessi máli var öllu reddað af tollverðinum C. Jones mjög almennilegum manni og ég komst heill í gegn um nálarauga Amerískra yfirvalda. Nú eftir smá rútuferð í Yellow School Bus frá vellinum að Millenium Hotel (downtown Minneapolis), um 7 eða 8 að staðartíma, þá leist okkur bakkabræðrum svo á best væri að fá sér snæðing. Vorum ekki í stuði til að takast á við mikla leit svo hugsuðum okkur bara að snæða á hótelinu. Nú við töltum okkur í matsalinn þar sem okkur er vísað til sætis og afhentir matseðlar. Svo þegar við rennum augunum yfir það sem í boði var þá fóru nú heldur að síga á okkur kjálkarnir, því að á matseðlinum var fátt sem okkur fannst sniðugt að snæða. Átti mataseðillinn helst heima á Borginni eða Holtinu og við ekki alveg að gera okkur í slíkum mat, nýlentir. Nú þegar þjóninn kemur svo þá tilkynnum við honum að við séum all snarlega hættir við að snæða og þegar hann ynnir eftir ástæðum þá segjum við honum bara að maturinn sé allt of "fínn" og ekki alveg það sem við höfðum hugsað okkur. Hann segjist skilja okkur mjög vel og bendir okkur á ófáa staði í nágreninu sem eru venjulegri. Við endum á pubb rétt hjá hótelinu sem heitir Brit's og er að breskri fyrirmynd. Þar snæðum við ágætis ostborgara og drekkum Stellu Artois af krana, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við að finna í henni Ameríku. (Stella er Belgískur bjór) Okkur leist svo déskoti vel á staðinn að við ákváðum að borað þarna oft og iðulega, sem við og gerðum, 4-6 sinnum í það heila í ferðinni og oft bara til að fá okkur bjór Eftir þessa ágætu máltíð þá töltum við heim á hótel og ætluðum að glápa á eins og einn körfuboltaleik í imbanum, en það voru ekki liðnar nema 10 mínútur af leiknum þegar við vorum báðir sofnaðir! Svo vöknuðum við báðir um 3 um morguninn, og töldum okkur vera orðna nokkuð út sofna, en náðum þó að treyna okkur svefnin fram til 7. Þá risum við upp við dogg og sáum að vetur konunugur hafði tekið völdin. Heilir 10 cm af jafnföllnum snjó. Okkur þótti þetta nú æði kómsíkt, hafandi verið í 9 stiga hita á Íslandi við brottför en kátínan átti eftir að verða enn meiri. Við kveiktum á imbanum og gláptum á morgunsjónvarp. Þar voru menn óðir og uppvægir yfir "snjóstorminum" sem geysað hafði og voru menn búnir að loka skólum vill vekk, hér og hvar í nágreninu vegna gífurlegs snjómagns. Við Íslendingarnir gátum nú ekki annað en hlegið að allri vitleysunni og fannst okkur þetta alveg prýðis dæmi um hversu vitgrannir Ameríkanar í raun eru. Svo eftir kjarngóðan morgunmat, sem samanstóð af steiktu ekki og beikoni og/eða pylsum (maður verður að prufa svona allavega einu sinni ) þá var haldið af stað í Mall of America. Þar röltum við um í góða 3 tíma og spanderuðum hægri vinstri. Við fjárfestum í stórglæsilegum leðurjökkum sem áttu að kosta $320 (22.400 kr.) en voru á gríðarlegri útsölu og kostuðu okkur $144 (10.080 kr.) Lambaskinnsleður, rosalega mjúkt og gott. Eftir þrjá tíma (og tvær hæðir af fjórum) þá vorum við gengnir upp til agna svo við héldum heim á hótel í leigara (en strætóbílstjórar voru í verkfalli í Minneapolis svo við urðum að fara allt með taxa) og gaufuðum fram á kvöld, en þá fór fyrsti leikurinn fram. Leikurinn var náttúrulega upplifun út af fyrir sig. Þetta er rosalegt show hjá kananum, enda má engum leiðast sem í húsinu er. Fáklæddar klappstýrur spranga um sali og gólf (gullfallegar hver og ein og ákaflega efnislitlar ), lukkudýrið, sem hjá Minneasota Timberwolfs er úlfur sem heitir Crunch, sprangar um allt og gerir stormandi lukku. Menn að selja hnetur og bjór út um allt og endalaust af básum hér og þar, seljandi allt milli himins og jarðar. Við gátum brugðið okkur fyrir leik niður að gólfi og tekið myndir, sem við nýttum okkur í gríð og erg. Vorum reyndar gestameginn en það kom ekki að sök því að í liði Houston Rockets (sem var gestaliðið þetta kvöld) er kínverji sem heitir Yao Ming og er hann 7 fet og 5 tommur (226 cm) og var hann alveg prýðilegt myndefni. Þetta vissi maður svo sem alveg, en á sjá manninn standandi á sama gólfi og maður sjálfur er svolítið annað en að sjá hann í sjónvarpi eða ofan úr sal. Og við vorum á ferð með Pétri Guðmunds, manni sem er 218 cm að hæð en Yao þessi er höfðinu hærri, næstum því, en Pétur!!! Eftir leik var farið heim og drukknir nokkrir öl áður en haldið var til hvílu, tiltölulega snemma enda menn enn að jafna sig á tímamismun. Nú á laugardaginn þá héldum við Ragnar af stað í verslun sem heitir Best Buy og er samskonar apparat og BT, held reyndar að BT sé eftiröpun af Best Buy. Þar keypti Ragnar 2 digital myndavélar (þó ekki báðar fyrir sig, heldur aðra handa systur sinni) og ég verlsaði eitthvað smávægilegt dótarí. Svo fór dagurinn bara í dútl og labbitúra um miðbæ Minneapolis og svona. En um kvöldið þá fór hópurinn í tveim limmóum(!!!) á leik í háskólaboltanum, þar sem mættust Universtiy of Minneasota (Golden Gophers) og PennState (eða Pennsilvanya State University). Þar var töluvert önnur stemming, mynnti um margt á körfuboltaleik á íslandi, ef frá er talin lúðrasveitinn sem lék allan tíman og sú staðreynd að það voru 14.000 manns í höllinni!!! En til samanburðar má geta að Target Center þar sem T.wolfs spila tekur rúmlega 19000 manns. Komst líka að því að þessi höll sem háskólinn á er byggð 1928 og er meðal 5 elstu íþróttaleikvanga Ameríku! Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað en fín uplifun enga síður. Svo var það náttúrulega bjór sem réði ríkjum um kvöldið og fór það svo að lokum að við enduðum 4 saman á hótelbarnum, ég, Raggi, Baldur og Snorri (tveir prýðisdrengir sem við kynntumst í ferðinni) sötrandi öl þar til barnum lokaði, sem var reyndar um tvöleitið, en ágætis fyllerí samt! Sunnudagurinn var ágætur, rólegheit fram til 2 en þá fórum við í skoðunarferð um Target Center. Það var mjög athyglisvert og gaman. Eftir ferðina þá eyddum við tímanum saman 4 sötrandi öl fram að leik á Brit's. Seinni leikurinn var ekki síðri upplifun, en mun leiðinlegri körfubolti, enda tapaði Minnesota (já reyndar líka gegn Houston á föstudeginum). Eftir leik þá var ég orðinn svo ótrúlega orkulaus að ég meikaði ekki nema 1 öl og fór svo bara að sofa. Strákarnir djúsuðu eitthvað lengur frameftir. Nú á mánudeginum þá ætlum við Raggi að skella okkur aftur í Best Buy þar sem ég ætlaði að kaupa fermingargjöf handa Eiríki bróður. Við drifum okkur þangað strax klukkan 9 (Raggi þurfti svo í Mallið áður en við færum heim á hótel en rútan á flugvöllinn átti að fara klukkan 3) og ég keypti fína gjöf handa stráknum á góðu verði. Svo ætluðum við bara að hringja á leigara og drífa okkur í Mallið. Þá hafði náttúrulega snjóað á meðan við vorum þarna inni, við kiptum okkur nú ekkert upp við það og hringdum á leigubíl. Til að gera langa sögu stutta þá fengum við bíl eftir 1 og hálfan tíma og eftir að hafa labbað að hóteli sem var rétt hjá og fengið starfsfólk þar til að hringja eftir bíl fyrir okkur! Við vorum ekki mjög kátir svo vægt sé til orða tekið. En jæja drifum í okkur smá snæðing og Raggi keypti tvær NBA treyjur handa litlu systursonum sínum og svo heim á hótel í bíl sem beið fyrir utan, sem betur fer! Við vorum á góðum tíma, vorum vel tilbúnir þegar rútan kom og vorum í engu stressi á flugvellinum. Röltum um höfðum það næs. Flugið tafðist reyndar um klukkutíma vegna þess að einn af ferðafélögum okkar fékk einhvert kast í flugvélinni og því var hætt við flugtak og snúið aftur að flugstöðinni, en svo jafnaði hann sig og allt gekk vel fyrir sig eftir það. Flugið heim tók nú dulítið lengri tíma, komumst af stað um 7 leitið á mánudagskvöld en vorum ekki lenntir í Keflavík fyrr en um 8 á þriðjudagsmorgun! Þannig að flugið tók 13 tíma skv. þeim útreikningum. Á vellinum beið vinur vor Kári eftir okkur, þreyttur eftir að hafa setið þar í rúman klukkutíma. Þannig fór um sjóferð þá og ég get ekki annað en tekið undir með Ragnari að svona ferð þarf maður að fara aftur. Bendi áhugasömum á síðu Ragga fyrir aðra útgáfu af sögunni. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |