Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, nóvember 21, 2004
 
"Í putta mínum pína er, pikkið er að hrjá 'ann. Í sálu minni sýn af þér, smella kossi á'ann."

Þá er viðburðaríkri helgi að ljúka. Einn leikur eftir í dómgæslu og svo, ef nenna finnst, þrif á heimilinu. Hún byrjaði helgin á því að ég brunaði upp í Borgarfjörð, heim að óðalinu. Þar fór fram spreðla-gerð að gömlum og gegnum sið. Ég get ekki beðið eftir að herlegheitin (um 50 kg af kjöti) komi úr reyk og ég get farið að fylla loftið ljúfri angan af soðnum sperðlum með kartöflumús og grænum baunum. Nú áður en sperðla-gerð lauk þá þurfti ég að rjúka suður aftur. Því það var komið að undanúrslitum í Hópbílabikar karla og um leið að árlegri samkomu Körfuboltadómara í tengslum við þá helgi. Leikirnir voru hinir skemmtilegustu og allt fór vel fram. Þó var skelfilegt að líta yfir áhorfendastúkuna, því hún stóð því sem næst auð. Eftir leikina hélt mannskapurinn í bæinn og endust menn þar mis lengi.

Á laugardag þá vaknaði ég tiltölulega sprækur og fór aftur í höllina, nú til að sjá undanúrslitaleiki kvenna og úrslitaleik karla. Hafi fátt verið á föstudeginum þá bergmálaði á kvennaleikjunum því það voru í mesta lagi 50 manns samtals á báðum leikjum. Heldur fjölgaði nú þegar úrslitaleikurinn hófst en betur má ef duga skal. Um kvöldi tölti ég mér á stað sem ég hef aldrei vísiterað áður, nefnilega Breiðfirðingabúð. Þar þjónar fyrir altari (Bakkusar) góð vinkona mín að nafni Hrönn og vegna skorts á góðri mætingu þá áttum við þægilegt kvöldspjall með dægilegu undirspili og jafnvel einum dansi eða svo. (Þ.e.a.s. ég dansaði einn dans en hún fleiri) Nú er runninn upp sunnudagur og ég orðinn andlaus með öllu, ég hlakka þó mikið til morgundagsins en þá byrja ég í nýrri vinnu.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.