Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
föstudagur, mars 19, 2004
"Happy feet, I've got those happy feet, give them a low down beat and the begin dancing. 'Cause I've got hap hap happy feet!" Menn hafa verið að væna mig um nöldur og væl í síðasta pistli. Nú þá er best að svara þeirri gagnrýni með gleðiveislu. Ég var að horfa á feikilega skemmtilegan körfuboltaleik áðan. Þar áttust við Snæfell og Njarðvík í fyrstu viðureign sinni í undanúrslitum Intersportdeildarinnar. Leikurinn var harður og gríðarleg barátta frá fyrstu mínútu og eftir smá sveiflur þá kláraði Snæfell leikinn í fjórða leikhluta, þrátt fyrir að Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkur, hafi skorað rúm 30 stig bara í seinni hálfleik(!!!!) hvernig sem það er hægt. En eins og áður sagði þá kláruðu Hólmarar leikinn með 10 stiga sigri, 97-87, en í liði heimamann fór Grundfirðingurinn Hlynur Elías Bæringsson stórum, skoraði 15 stig og tók 24(!!!!!!!!) fráköst. Gríðarleg skemmtun, það er spurning að komast á eins og einn leik í seríunni. Var að horfa á þátt á Sýn sem heitir Alltaf í boltanum og þar var verið að ræða við tvo Bandaríkjamenn sem spila með liði Fullham. Ég hjó sérstaklega eftir einu, þeir hafa rosalega lítið smitast af breskum knattspyrnutalanda, tala t.d. ennþá um 'soccer' í stað 'football'. En það sem mér fannst einnþá undarlegra/skemmtilegra var að á meðan heimamenn tala um úrvalsdeildina Bresku sem 'the Premiership' þá töluðu kanarnir um 'EPL' (English Premier League, en hún heitir það víst formlega), trúir sínu þeir Amerísku, en eins og allir vita þá heita flestar (ef ekki hreinlega allar) íþróttadeildir einhverjum skamstöfunum í henni Amríku. (NBA, NHL, NFL, MLB, MLS, NCAA, WNBA, CBA o.s.frv.) Mér fannst þetta nokkuð sniðugt og merkilegt að sjá svona svart á hvítu, hversu ólíkt sama tungumálið getur verið, allt eftir því hvar það þróast og spurning hvort að lokum verði þessar mállýskur að tveim ólíkum málum, eins og hefur orðið með norðurlandamálin, sem öll hófust á sama/svipuðum stað. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |