Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
"Öll þið eflaust þekkið Jóa, hann var útherji..." Eins og áður hefur komið fram þá er ég körfuboltadómari. Reyndar held ég að ég sé sá eini af þeirri göfugu stétt sem ber það starfsheiti í símaskrá, en þar sem ég get ekki leitað þar eftir starfsheiti þá veit ég það ekki fyrir víst. En hvað um það. Körfubolti er mitt líf og yndi. Ég hef gaman af að spila, dæma, taka statt (tölfræði), skrifa skýrslu nú eða "bara" að vera upp í stúku að horfa. En það sem ég geri hvað mest af, tengdu körfubolta, þessa dagana er að dæma og merkilegt nokk þá hef ég gríðarlega gaman af þeim starfa. Einhvrjum gæti dottið í hug að það væri vegna niðurbældra drotnunarcomplexa, eða vegna hefnigirni í garð hina ýmsu íþróttasveina (jocks) sem gerðu bælda nördinu mér lífið leitt í skóla. Ég skal alveg viðurkenna það að valdi, þessu sem öðru, fylgir ákveðin fróun en þeir sem fylgst hafa með umræðunni um dómara undanfarið, þá sérstaklega þar sem nafnlausir hugleysingar ráða ríkjum, sjá að hefndarþorstinn og drotnunargirndin hljóta að vera á sjúklegu stigi ef menn eru tilbúnir að leggja það á sig að ganga skít upp undir höku, eða jafnvel vel uppfyrir haus, til þess eins að svala þeim. Ég held að slík ganga eigi meira skylt við sjálfspyntingarhvöt en nokkuð annað. Gagnrýnin, ef hægt er nota svo jákvætt orð um gröftin sem nú vellur víða, sem að dómurum hefur beinst undanfarið getur í mörgum tilfellum á fullan rétt á sér. Dómarar eru jú eingar heilagar beljur sem sitja í fílabeinsturnum og gera aldrei mistök. Við erum menn! Menn eru breyskir og menn gera mistök um það er ekki deilt. Og ég veit af minni eigin reynslu, að dómarar gera mistök í leik, það hef ég gert margoft sjálfur og kem til með að gera fleiri það er óumflýjanlegt! En eins og aðrir menn þá reyni ég helst ekki að detta í sama drullupollinn tvisvar og það er jafnframt staðreynd að með hverjum leik þá verð ég betri sem dómari. Ég fínpússa og slípa til þá hæfileika sem góður dómari þarf til að bera. Hluti af þessu ferli er gagnrýni. Gagnrýni er MJÖG mikilvægur hlutur í námsferli manns, sama hvað maður er að læra. Hvað er yfirferð kennara á prófi annað en gagnrýni, ábending um hvað hafi verið gert rangt og eftir atvikum, hvernig skal gera það rétt. Hvernig lærum við ásættanlega mannlega hegðun? Jú með því að bregðast við kennslu og gagnrýni foreldra, kennara og annara sem á vegi okkar verða, erum mótuð af samfélaginu. Ég held að flestir geti verið sammála því að samfélagsleg mótun getur mistekist, að meira eða minna leiti. Fólk lendir í slæmum félagsskap, á við félagslega eingangrun að stríða eða býr svo illa að alast upp við aðstæður þar sem neikvæðni og niðurbrot er daglegt brauð. Hver hefur ekki heyrt söguna um litlu stelpuna sem átti ofbeldishneigðan og drykkfeldan föður, mann uppfullan af reiði og biturð sem hann tók út á litlu telpunni sinni. Stelpan óx upp laus við allar jákvæðar myndir af sjálfri sér og lífinu og leitaði því, þegar heimdraganum slepti, aftur í sitt kunnuglega far og fékk sér drykkfeldan og ofbeldishneigðan mann. Eins órökrétt og þetta hljómar þá er þetta samt sem áður staðreynd! Fólk með brotna sjálfsmynd leitar frekar í far þar sem niðurbrotinu er haldið áfram en að leita út úr því. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar og flóknar en á leikmannamáli þá leggst málið út á þann veg að viðkomandi telur sig einfaldlega ekki eiga betra skilið! Nú skal einginn skilja mál mitt svo að dómarar séu litla stúlkan og að nafnlausir skítmokarar séu hinn ofbeldisfulli og drykkhneigði faðir/eiginmaður. Aðstæðurnar eru jú talsvert aðrar og langt frá því að vera sambærilegar nema að einu leiti. Niðurbrot og neikvæð gagnrýni leiðir ALDREI neitt jákvætt af sér! Hvort sem um er að ræða litla stúlku sem lamin er eins og plokkfiskur eða dómara sem rakkaður er niður af nafnlausum heiglum. Mörgum finnst ég ábyggilega vera farinn út í tóma vitleysu í þessum málflutningi. Vissulega, eins og ég tók fram hér ofar, þá er þessu tvennu ekki saman að jafna að neinu leiti hvað varðar alvarleika eða samfélagslega ógn. Ég er aðeins að benda á, hvað niðurbrot, skýtkast, neikvæð gagnrýni, drullusokksháttur og almennt skítlegt eðli í garð einhvers getur haft í för með sér. Ekki svo að segja að nú fari allir dómarar á fullu í dóp og leiti sér að ofbeldishneigðum mökum sem fara illa með þá. Nei okkar aðstæður eru ekki á þeim stærðarskala. Það sem er mun líklegra að gerist er annað af tvennu (samblanda þegar um allan hópinn ræðir). 1. Dómarar fá nóg og hætta, því hver nennir að sitja undir slíkum ógnar skít í öllum sínum störfum! 2. Dómarar halda áfram og vinna undir dylgjum og drullumalli. Þeir missa sjálfstraust og/eða hætta að hlusta á nokkurn mann. Þeir hætta að læra af mistökum sínum og verða lélegri! Fyrir þá sem halda að síðasta setningin í nr. 2 sé rétt nú þegar, burt séð frá því hver menn halda að orsökin sé, þá vil ég segja eftirfarandi. Ég hef aldrei séð nokkurn hóp manna sem er eins mótiveraður og jafn fullur metnaðar og körfuboltadómarar. Ég veit að það eru margir þarna úti sem ekki trúa mér, og fátt sem ég get sagt til að breyta þeirri skoðun. En sjón er sögu ríkari og við ykkur vil ég segja, kynnið ykkur starf dómara, setjið ykkur í samband við fólk sem þekkir málið, kynnið ykkur hvað fer fram á haustþingum dómara, já mætið þangað sjálf, farið á dómaranámskeið og kynnið ykkur málið af eigin raun. Ég er ekki að segja að allir körfuboltaáhugamenn eigi að gerast dómarar en ég get lofað ykkur því að leikurinn verður ekki leiðinglegri á eftir svona kynningu, thja nema kannski hjá þeim sem fá alla sína ánægju út úr skít, drullu og heigulsskap. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |