Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 08, 2004
 
"Then I see a darkness and then I see a darkness"

Vonbrigði er held ég ein versta tilfinning sem nokkur maður getur upplifað. Vonbrigði fela nefnilega í sér svo mikið annað en sjálft sig. Það er ekki óalgengt að menn verði reiðir, sárir, sorgmæddir og jafnvel hatursfullir þegar þeir verða fyrir vonbrigðum. Hver kannast ekki við að verða fyrir vonbrigðum með einhverja hetjuna á barnsaldri og fara upp frá því að hata viðkomandi, jafnvel með ástríðu. Nú eða verða fyrir vonbrigðum með einhvern, oftast nákomin, og verða óskaplega sár og mæddur.

En verst held ég að sé að verða fyrir vonbrigðum með sjálfan sig. Hví, jú vegna þess að það "góða" við vonbrigði er það að getað bent fingri á einhvern/eitthvað og "vitað" að viðkomandi sé orsök vonbrigðana og fengið úr því illa, en notadrjúga uppörvun. Hið sama er ekki uppi á borðum þegar maður veldur sjálfum sér vonbrigðum, því það er jú fátt sem fróar manni við það að benda á sjálfan sig og kenna sjálfum sér um allt. Í flestum tilfellum þá er nú tiltölulega auðvelt að breyta sjálfsvonbrigðunum í uppbyggilegt og jákvætt afl til sjálfsstyrkingar, en stundum þá er eiginn barlómur slíkur að hann kæfir allt annað niður og hótar að drekkja manni í hverri þeirri tilfinningu sem með vonbrigðunum slæðist. Ósköp getur maður stundum verið armur og blauður!

Fleira ekki gjört, fundi slitið.