Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, apríl 11, 2004
"Það á afmæli í dag, það á afmæli í dag, það á afmæli bloggið, það á afmæli í dag:" Já góðir hálsar í dag er vefbók mín ársgömul og ég hef af því tilefni ákveðið að færa til hennar þessa færslu. Það var fyrir tilstuðlan Ragnars góðvinar míns að ég sýktist af þessari bakterýu að tjá mig um allt milli himins og jarðar á öldum veraldarvefsins. Eftir að hafa aðstoðað hann með þá nýhafna síðu hans þá varð ég bara að reyna mig við þetta. Umtalsefnin hafa verið mörg og pistlarnir misjafnir, bæði hvað varðar innihald og útbúnað. Sumir hafa fæðst á fljúgandi siglingu en á aðra hefur þurft að beita væpnum til að koma þeim frá. Sumir hafa haft gríðar mikið heimspekilegt innihald, en aðrir verið bévað froðusnakk sem vart voru tímans virði. En hvað knýr fólk áfram í bloggi? Hvað veldur því að hið ólíklegasta fólk byrjar að gaspra um allt frá sínum innstu hjartans málum til ómerkilegrar hversdags pólitíkur? Ég veit um nokkrar týpur. Eitt blogg sem ég les reglulega er nær eingöngu til þess að leifa nánum vinum og ættingjum að lesa um daglegt líf þess sem það færir á meðan annað blogg sem ég les líka reglulega fjallar nær einvörðungu um vangaveltur höfundar til hinna ýmsustu hluta, án þess að minnast nokkuð á daglegt líf hans. Flestir, þar á meðal ég, virðast blanda þessu tvennu saman í einhverjum hlutföllum. Blandan er mjög misjöfn milli manna og menn æði misjafnir pennar og koma hugsunum sínum æði misjafnlega frá sér. Ég sjálfur blogga mestmegnis vegna einhverjar athyglisþarfar í bland við þörf fyrir að koma hugsunum mínum á blað. En skrifin þurfa að hafa tilgang og bloggið gefur tilgang, þó hann sé kannski langsóttur, sem autt wordskjal gefur ekki. Svo bæta menn við kommentakerfum til að "bæta" síðun enn frekar og ég skal fúslega viðurkenna það, að ég hef mjög gaman að því að frá viðbrögð við því sem ég skrifa, þess vegna skrifa ég hér, en ekki í word. Reyndar fæ ég heilmikið út úr því að skrifa sögur og semja stökur líka og þau skrif eru ákaflega skemmtileg, en þau eru öðruvísi. Svona vangaveltur eins og ég hef framið hér í þessum pistili, þeim gæti ég seint komið fyrir í sögu svo vel yrði og aldrei í bundnu máli, og trúið mér, ég hef reynt hvortveggja! Að sama skapi þá eiga langar sögur ekki vel við hér, ég sá það þegar ég setti fram eina af sögunum mínum ekki alls fyrir löngu, en vísur geta átt vel við í bland, það fer að sjálfsögðu eftir efninu. Eins og áður sagði þá blogga ég mest vegna athyglisþarfar og þarfar að koma hugsunum á blað. Ég gerir ráð fyrir að athyglisþörf sé meðfylgjandi flestum bloggurum, nema kannski þeim sem aldrei auglýsa sín skrif neinsstaðar og segja bara fáum frá. En við hinir "venjulegu" bloggarar eru án vafa með nett athyglisþörf. Ég hef líka tekið eftir því að fólk sýnir stundum annan persónuleika í bloggi en dags daglega. Sumir verða þá kannski kjaftfori töffarinn sem þeir voru/eru ekki og segja hluti sem þeir myndu aldrei segja við fólk í hinum venjulega heimi. Svoleiðis týpur sér maður reyndar oft fljótlega í gegnum, þær kunna ekki til verka sem hinn kjaftfori. En hver sem ástæðan er þá er ég ákaflega ánægður með þau blogg sem ég les reglulega, þau hafa gert mína netveru mun skemmtilegri sem og þessi vefur hefur gefið mér mikla ánægju og fróun á ritþörf minni. Til hamingju með daginn Konni B.(ullari) Fleira ekki gjört, fundi slitið. |