Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, nóvember 14, 2004
"Ég er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim með slitna skó..." Langt er um liðið síðan ég skeiðaði síðast um þennan völl og frá ýmsu er að segja. Þó er það svo merkilegt að flest af því sem merkilegast getur talist gerðist í gær. S.s. líf mitt hefur farið að mestu leiti eins fram frá því ég reit hér síðast. En í gær þá breyttist það til muna. Í gærmorgun, nánar tiltekið um 09:50 var ég mættur í íþróttahús Vogaskóla ásamt fríðum hópi manna úr starfsstétt þeirri sem ég tilheyri, þ.e. stétt Körfuknattleiksdómara. Stundvíslega klukkan 10:00 hljóp þessi hópur af stað í þrekprófi stéttarinnar sem er ein af forsendum þess að menn fái dæmt á hærri stigum íþróttarinnar hér á landi. Nú skemmst er frá því að segja að allir stóðust prófið með sóma, þar með talinn undirritaður, en þetta er í fyrsta sinn sem ég stenst þetta ágæta próf. Gleði mín var takmarkalítil, enda ég búinn að ná langþráðu markmiði og komin á næsta stig í ferli mínum sem dómari. Nú þetta eitt og séð hefði dugað til að halda anda mínum í efri hæðum hamingjunar býsna lengi en dagurinn var langt frá því að vera búinn. Því þegar ég var komninn út í bíl og hugðist halda heima að þrekhlaupi loknu þá biðu mín skilaboð frá framkvæmdastjóra Bræðrana Ormson um að hann vildi hitta mig til. Til að gera langa forsögu stutta þá hafði umsókn sem ég sendi inn e-n um e-t starf í gegnum vinnumiðlunina Hagvang, ratað inn á borð hjá Ormson í tengslum við lagerstarf. Ég var búinn að fara í eitt viðtal og nú var s.s. komið að því að sá sem lokasvarið gæfi vildi hitta mig. Ég geng á hans fund stuttu síðar og á u.þ.b. korteri er ég orðinn starfsmaður Bræðrana Ormson og byrja ég þar mánudaginn eftir slétta viku. Jæja þá er persónulega hluta þessa pistils lokið. Ég var að líta yfir spjallvefinn á vefsvæðinu Sport.is, sem ég geri gjarnan, og þar rakst ég á enn eina umræðuna um erlenda leikmenn og fjölda þeirra o.s.frv. Skoðanir eru æði skiptar um hvernig þessum málum sé best háttað en ég er kominn á þá skoðun að best sé að banna alfarið erlenda leikmenn (þ.e.a.s. ALLA leikmenn sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt) í öllum deildum og keppnum á vegum KKÍ í nokkur ár. Aðal röksemdin sem mælir með þessu er sú að með þessu móti má leiða að því sterkum líkum að góðum íslenskum leikmönnum fjölgi, leikmönnum sem eru vanir því að vera aðalmennirnir, þeir sem leitað er til þegar þarf að taka af skarið og klára leikinn, sem leitað er til þegar rífa þarf liðið upp úr lægð og koma því aftur á sigurbrautina. Svona leikmenn er hægt að búa til, því þeir urðu til síðast þegar þessi leið var farinn, leikmenn eins og Teitur Örlygsson, Valur Ingimundarson, Sigurður Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason og svona mætti lengi áfram telja. En þá er komið að mótrökunum. Í fyrsta lagi má benda á að við getum ekki skrúfað fyrir innflutning erlendra leikmanna af evrópska efnahagssvæðinu. Þó að við settum reglur þar að lútandi, þá gætu einstök lið (og þau myndu gera það) bara samt ráðið sér bosman og ef sambandi beitti það lið einhverjum viðurlögum þá myndi liðið einfaldlega höfða mál á hendur sambandinu fyrir almennum dómstólum. Sambandið myndi tapa því máli, það er 100% örugt! Svo er reyndar hægt að halda því fram með réttu að fá lið myndu sjálfsagt leggja út í það vesen sem málaferlum fylgir en það er nóg að eitt lið nenni því (t.d. fámennt lið utan af landi sem vantar bæði mannskap og hæfileika til að standa undir væntingum stuðningsmanna) til að allt fari í bál og brand. Í framhaldi af þessu má svo halda því fram að það sé tilgangslaust að banna leikmenn utan EES vegna þess að þá fái menn sér bara Bosmenn í staðinn og ALLIR vita hversu mikið lotterí er að fá góðan Bosmann! Ég nefndi hér ofar að við hefum fengið marga frábæra leikmenn út úr því að banna útlendinga fyrir nokrum árum síðan og að þeir hefðu fyrst og fremst hagnast á því að þurfa að bera ábyrgðina sjálfir. Gott og vel, en hvernig stendur þá á því að þeir íslensku leikmenn sem komið hafa upp og skarað fram úr þrátt fyrir alla þá útlendingasúpu sem nú er til staðar, eru síst færri og langt frá því að vera verri, leikmenn en þeir sem stóðu uppúr á útlendingaleysistímum? Í þessu sambandi má nefna leikmenn eins og Jón Arnór Stefánsson, Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson, Pál Kristinsson, Pál Axel Vilbergsson, Magnús Gunnarsson o.flr. o.flr. o.flr. Það skyldi þó aldrei vera að menn gætu risið jafn hátt þrátt fyrir alla útlendingana? Fleira ekki gjört, fundi slitið. |