Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
föstudagur, apríl 09, 2004
"Nú er ég klæddur og kominn á ról, kristur jésú veri mitt skjól. Í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag svo líki þér." Já ágætis ról í nýjustarfi á gömlum grunni. Ég er reyndar ekki að vinna í dag, því menn hér á landi leggja niður störf í minningu Jesús nokkurs Krists, en hann lést á krossi sínum á þessum degi fyrir tæpum 2000 árum, þ.e. ef nokkur maður tekur mark á þeirri sögu. Hafði velt því fyrir ykkur hvers vegna föstudagurinn langi er aldrei á sama degi, ég meina ef Jesú dó, segjum 9. apríl, ætti þá 9. apríl ekki alltaf að vera helgidagur, ekki bara einhver föstudagur skv. einhverju kerfi sem ekki nokkur maður skilur, nema örfáir spekingar hjá Almanaki HÍ! En það er náttúrulega svo að þessi saga er mest megnis táknrænn og dagurinn hluti af hátíð sem er orðin æði blöndum hinum ýmsu öðrum (svipað og Jólahátíðin sem kristinr menn "stálu" (fengu lánaða) hjá heiðnum sem hátíð ljóss (og friðar)), svo sem eins og vorhátíðum ýmiskonar o.s.frv. En páskahátíðin átti ekki að vera til umræðu hér. Ég er mættur í sveitina, til karls og kerlingar og til nýs starfs í Orkuni Loftsins. Þar hef ég verið settur í nemastörf á steypustöð fyrirtækisins og hefur það tekist ágætlega, þó ég segi sjálfur frá. En það er greinilegt að ég hef ekki unnið mikið með líkama mínum, því þó að þetta starf útheimti ekki mikla líkamlega tilburði, þá fynn ég til á stöðum þar sem ég var búinn að gleyma að væru vöðvar. En mikið lifandi skelfingar ósköp er gott að vera farinn að gera eitthvað með viti og vera hættur að elta skugga, skottur og móra. Ég hafði uppi vonir um að fara að stafla hellum eða eitthvað álíka líkamlegt, en ég er feginn eftir á, að hafa byrjað í aðeins minna líkamlegu brasi, því minn stóri skrokkur hefði líklega ekki þolað slík ógnar viðbrigði sem það hefðu verið. Nóg hefur greyið kvartað nú þegar. En slíkum kvörtunum er ekki sinnt og flykkið pínt áfram, enda löngu kominn tími til að láta lýsið flæða og mörinn bráðna af. Þarf reyndar að skondrast suður til Reykjavíkur og sækja mér líkamsræktarútbúnað vorn, en í einhverju hugsunarleysi þá varð hann eftir að Tunguvegi númer 18. Sviptingar hafa orðið í búsetuáætlunum okkar drengjanna. Eins og vitað var þá hyggst Þorvaldur fara að búa með sinni ekta kvinnu, henni Alrúnu og hljóðaði planið upp á að HjálMaríus tæki stöu hans, svo við gætum enn verið fjórir og nýtt okkur þá hagkvæmni sem því fylgir. En nú hefur Guðni tekið þá ákvörðun að fara að búa sóló, drengurinn ætlar að fara að standa á eigin fótum, loksins. Ég kem til með að fylgjast vel með þeirri tilraun hans, og verður fróðlegt að sjá hvernig hún gengur. Þannig að við erum bara 3 eftir, ég, Kári og Maríus, leit okkar stendur nú yfir, en af henni eru ekki enn komin nein týðindi. Ég stend einnig í atvinnuleit á höfðuborgarsvæðinu, þó að það sé ágætt að vera í nesinu góða, þá stendur hugur minn til búsetu í höfuðstaðnum enn um sinn. En sú leit hefur engann árangur borið enn, en maður er þó alltaf bjartsýnn. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |