Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, apríl 25, 2004
"Bessi Jóns og Bósi Jóns og Bassi litli sæti, a skeramí sjúbbí dú skúbbí dú" Svo söng Gísli Rúnar Jónsson, kaffibrúsakarl og grínisti með meiru, í orðastað Páls Vilhjálmssonar en hann var orðheppinn dúkka í stundinni okkar í kringum 1980 og geta menn heyrt þennann söng í heild sinni á plötunni Agljör Sveppur. Ég átti alveg prýðilega helgi en hún hófst á suðurferð strax að vinnu lokinni á föstudagskveldi. Með í för var góðvinur vor Ólafur Ágúst en hann hugðist vísitera bróður sinn Ragnar Finn sem stundar Byggingaverkfræðinám í Háskóla Íslands um þessar mundir. Eftir að hafa komið Ólafi í góðar hendur vestur í bæ þá brunaði ég heim á Tunguveg og tók mér sturtu en svo lá leið mín í Breiðholtið þar sem ég vissi um vaska sveit vænra manna sem beið mín svo spil gæti hafist í spili því sem nefnist á engilsaxneskri tungu Dungeons and Dragons. Slík spilamennska var stunduð fram eftir nóttu og sóttist mönnum spilið ágætlega. Á laugardag stóð hugur manna til kvikmyndahúsaferðar og skyldi þar sjá myndi Quentin Tarantino, Kill Bill vol. 2. Ég verð að viðurkenna að ég varð hugfanginn við áhorf myndarinnar. Ekki endilega af efni hennar eða henni sjálfri, þó svo að efnið og myndin hafi verið mikil snild og langt er síðan ég hefi séð myndræna veislu sem þessa. En það, eða öllu heldur sú, sem náði huga mínum var leikkonan Uma Thurman. Ég mynnist þess ekki að hafa orðið vitna að jafn sterkri "presance" eða útgeislun frá leikara í bíómynd áður. Ég gjörsamlega sogaðist að henni og gat ekki annað en dáðst að því hvers "venjuleg" eða mannleg hún var í myndunum tveim og þetta segi ég hikstalaust þrátt fyrir að myndirnar hafi haft mjög svo yfirnáttúrulegt yfirbragð. Ég tók nefnilega eftir því hversu lítið var gert af því að sýna leikkonuna í fegurrra ljósi en raunveruleikinn bauð upp á, svokallaðar beuty shots, því maður sá greinilegar allar hefbundar hrukkur og önnur "lýti" sem á leikama hennar voru. Með lýtum á ég við slit og slíkt sem maður býst við að finna á hverri manneskju sem komin er yfir þrítugt en Hollywood hefur hingað til, alla vega æði oft, viljað hylja til að sem mest "fegurð" sjáist. Ég get nú ekki sagt annað en að ég hafi stundum "tunast út" fram myndinni sjálfri og gleymt mér í því að fylgjast með Umu og ég get fullyrt það hér og nú að fengi ég einhverju um það ráðið, þá fengi hún óskar, jón, pál, björn eða hvern þann sem hún vildi í viðurkenningarskyni fyrir framistöðuna í þessum myndum tveim. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |