Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
miðvikudagur, júní 23, 2004
"Sögu vil ég segja stutta, sem að ég hef nýskeð frétt." Nú er ofvirkur hugur minn kominn á kreik á ný. Reyndar ekki með þá sögu sem um var talað í síðasta pistli, sú er enn í mótun og á rannsóknarstigi. Nei ég fékk nefnilega hugmynd að barnasögu, já eða allavega sögu í anda margra góðra barnasagna og jafnvel þjóðsagna líka. Mér datt í hug að sletta hér inn upphafinu svona til að fá viðbrögð og sjá hvað menn segja. Ég ætla meira að segja að gerast svo kræfur að byðja þau ykkar sem búið svo vel að eiga börn, lítil systkyn, frændsystkyn, barnabörn eða bara hafið aðgang að börnum yfir höfuð, að lesa þessa sögu fyrir þau og sjá hvernig hún virkar. Það væri svo ekki verra að fá að vita viðbrögðin. En allavega hér er upphafið að sögunni um Tröllkarlinn Torfa. Í fjalli einu, ekki langt hér frá, bjó eitt sinn eilítið treggáfaður tröllkarl. Karlinn sá hét Torfi. Hann lifði býsna einföldu og þægilegu lífi, í dágóðum helli, hreinum og fínum og þó ótrúlegt megi virðast, vel búinn húsbúnaði. Torfi var nefnilega ekki alveg eins og tröllkarlar eru flestir. Hann var mikill snyrtipinni, hreinlega þoldi ekki rusl, og vissi fátt skemmtilegra en að umbylta húsgagnasafni sínu, sem hann gerði í hvert sinn sem honum áskotnaðist nýr hlutur í búið. Sennilega hefði hann orðið innanhúsarkitekt væri hann mennskur en tröll eru lítið fyrir skóla og menn lítið fyrir tröll svo Torfi lét sér nægja að skipuleggja hellinn sinn. Hann hafði reyndar boðist til að hjálpa nágranna sínum einum, fyrir eins og um 200 árum síðan, að snyrta til hjá honum. Sá ágæti tröllkarl var nú hreint ekki á því, hann kunni því ágætlega að búa eins og ótaldar kynslóðir tröllkarla frá ómunatíð, í rusli og drasli upp fyrir haus. Eftir þessa misheppnuðu bónför, þá afréð Torfi að best væri nú að láta það eiga sig að bjóða fram þjónustu sína til annarra tröllkarla og þar sem hann þekkti ekki eina einustu tröllskessu, auk þess sem hann var þess fullviss að þær væru enn og meiri sóðar er karlarnir, þá hélt hann sig bara við sinn eigin helli. Fleira ekki gjört, fundi slitið. P.S og nb. Athugasemdir um stafsetningarvillur eru illa séðar, þær verða leiðréttar síðar en öll önnur gagnrýni er vel þegin. |