Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, janúar 30, 2004
 
"I keep a close watch on this heart of mine, I keep my eyes wide open all the time, I keep the ends out for the ties that bind, because you're mine, I walk the line." gaular Johnny heitin Cash í bakgrunni. Ég er mættur aftur suður eftir stutta dvöl í sveitinni. Það stóð til að halda vinnuteiti í kvöld, eeeen því var frestað um hálfan mánuð vegna einhvurra tæknilegra ástæðna, ekki gott. En þorrablót tungnamanna er enn á dagskrá á morgun og þangað hyggst ég skunda glaður í bragði með góða matarlyst.

Talandi um mat, þá vorum við félagarnir Valdi, Guðni, Kári og ég, ásamt Gunni, ektaspúsu hans Kára að koma af American Style. Alltaf gott að droppa við á Stælnum, hefur ekki brugðist ennþá.

Ég tók eftir því ekki alls fyrir löngu að um mig fer vaxtarkippur. Ekki svo að skilja að ég sé að verða eitthvað hærri (og nei ekki heldur breiðari) heldur þá virðist vera í gangi landvinningastefna hjá líkamshárum mínum. Ég stóð alsaklaus að þurka mér eftir góða törn í ræktinni og átti ekki nokkurs ills von. Svo varð mér litið í spegilinn, pýrði augun eylítið, rak svo upp stór augu og leit leiftursnöggt niður á brjóstkassann minn. Við það urðu augun enn stærri og var ég farinn að minna á hundana í ævintýrinu um eldfærin. Það var ekki um að villast, þéttir brúskar af hárum höfðu numið land á sitthvoru brjósti mínu. Ég hefði sjálfsagt þurft á áfallahjálp að halda ef ekki væri fyrir staðfastar fullyrðingar um að konum þyki bringuhár kynþokkafull. En í framhaldi af þessari uppgötvun þá fór ég að velta fyrir mér framtíðinni og hvar þessi skyndilegi hárvaxtakippur myndi enda. Fljótlega sá ég fyrir mér górillu með mannshöfuð og kendi ég þar sjálfan mig, þakinn frá hvirfli til ilja af þéttum svörtum hárvexti. Við þessa tilhugsun þá gerðist ég svo þunglindur að ég íhugaði alvarlega að bruna beint heim og raka brúskanna af, en mundi, sem betur fer, á leiðinni að hárvöxtur eikst aðeins við rakstur, svo ég ákvað bara að vona að vöxturinn myndi ekki teigja sig mikið upp (og aftur) fyrir axlir.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






fimmtudagur, janúar 29, 2004
 
"Ég er fegurðardrottning og brosi gegnum tárin, ég er fegurðardrottning og græt af gleði, óóó, ó ég er svo happý" Jæja ég heilsa ykkur háttvirtu lesendur úr sveitasælunni. Er búinn að eiga ágætan rúman sólarhring hér, sem hefur þó nýst nokkuð. M.a. þá framkvæmdi ég nauðsynlegt viðhald á sjálfrennireið vorri, skipti út notaðri smurolíu, síum og slíku fyrir nýtt. S.s. okkur heilsast ágætlega, bæði mér og bílnum.

Ég lennti í því í gærkvöldi (fyrrakvöld, skv. dagsetningu pistils) að sjá annan þátt af "uppáhalds" sjónvarpsefninu mínu, leitinni að næsta súpermódeli Ameríku. Ég er enn hneykslaður, sjokkeraður og guð-má-vita-hvaðeraður en núna ætla ég að gefa þessum "ágæta" þætti smá prik. Í lok þáttarins þá var ein stúlkan send heim, svo þær komu, ein og ein, í viðtal til dómnefndarinnar. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum þá settist dómnefndin á rökstóla. Og hér kemur prikið. Þau hnakkrifust um ákvörðunina, og ég hélt nú reyndar aldrei að ég myndi segja neitt svona, en ég klappaði Tyru Banks (stjórnandanum) lof í lófa fyrir að hundskamma einn samdómarasinn fyrir að segja eina stúlkuna vera of feita. Orðrétt sagði hún: "You're the reason that hundreds of girls are bending over the toilett bowl many times a day" Amen og skál systir AMEN og skál. Það er alveg skelfilegt til þess að hugsa að ungar stúlkur spilli andlegri og líkamlegri heilsu sinni og jafnvel týni lífinu, vegna þess eins að þær telja sig ekki búa yfir "réttu" útliti. Þar ber týskubransinn mesta, stærsta og þyngsta ábyrgð. Því ég trúi því (og hef reynt á eiginn skinni) að kröfur samfélagsins eru oft æði frábrugðnar því sem fólki almennt finnst. Ég þekki eingan sem fynnst nokkuð aðlaðandi við beinagrindur og þó að fólki hafi vissulega misjafna skoðun á því hversu "mjúkt" annað fólk á að vera þá virðist "útlitsbransinn" almennt vera þónokkuð undir því. Kannski er kominn fram ný ráðandi stefna núna, stefna sem vill meiri mýkt, ég vona það svo að við hættum að senda fólki þau skilaboð að beinagrindur séu fallegar.

Fleira ekki gjört í bili, fundi slitið.






þriðjudagur, janúar 27, 2004
 
"Nice work if you can get it, and you can get it if you try!" George Gershwin ómar undir pistlaskrifum mínum í kveld. Sótti mér nokkur laga hans um daginn og er fyrst núna að prufukeyra þau, svona er að hafa mikið að gera. Ég hefði getað sparkað fast í sjálfan mig í dag. Eftir vakt, þá ákvað ég að leggja mig dulítið, vitandi að vinur vor Kári ætlaði að íta við mér því ég huggðist keyra hann til tannsmiðs. Jú og það stóð allt heima, ég "sprett" á fætur og við Viðarsson brunum af stað suður í Kópavog. Finnum loks Hlíðarsmára 17 og skilja þar leiðir. Svo þegar heim er komið þá er minns nú enn talsvert framlár, svo ég ákveð að leggja mig aðeins í viðbót. Það vill ekki betur til en svo að þetta aðeins urðu að um 6 klukkutímum, því ég vakna ekki fyrr en um fimmleitið! Dagurinn allur farinn til spillis. En ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur safna liði, sem ég gerði og tók með mér Böttarann suður til Keflavíkur þar sem við dæmdum einn leik.

En þetta þýðir að sjálfsögðu að ég fer ekki alveg strax að sofa, svo góður hluti morgundagsins (dagsins í dag skv. dagsetningu pistilsins) fer einnig til spillis, en samt ekki um of, því ég hyggst taka mér sveitareisu fyrir hendur og ef ég þekki múttu rétt þá fæ ég ekki að sofa lengi frameftir, sérstaklega þar sem Margrét systir ætlar að fá far með mér.

Annars er mig farið að klæja í matargatið og sopaholuna, já það skal sko troðið í þau bæði nú um helgina, vinnufélagarnir á föstudagskvöldið og sveitungarnir á laugardag. Ég hef sett það á stefnuskránna fyrir þorrablótið (sveitungarnir) að smakka hval ef slíkt verður í boði. Ég vona reyndar að hann verði ekki bara súr, því ég er ekki fyrir súrmeti, heldur miklu frekar sem stórsteik, get alveg ímyndað mér að slíkt sé lossdæti. Annars treysti ég alveg á brasið hjá Kristjáni Fredriksen, meistarakokki okkar Tungnamanna (ég er farinn að hljóma eins og mamma!), því ég hef ekki enn farið óánægður frá borðum þar sem hann hefur séð um matseld. Svo má ekki gleyma meistara Bjartmari Hannessyni (það er sá sem samdi Hæ hó jibbý jey það er kominn 17. júní) en hann sér um að kitla hláturtaugar og stinga á félagslegu kýlunum að hætti íslenskra sveitamanna (s.s. í gamanvísnaformi, snilld sem sjaldan bregst). Jæja verð að hætta þessu, mig er farið að hlakka svo mikið til að ég sofna bara ekki neitt ef ég ekki stoppa.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






mánudagur, janúar 26, 2004
 
"En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti." Ég var að blaða í gegnum sunnudagsblað Fréttablaðsins og rakst á afar athyglisverða frétt. Þar greindi frá fjölskyldu einni í Þýskalandi sem var að sameinast í fyrsta sinn í 7 ár. Gleðilegt, vissulega, en það sem vakti athygli mína var það að til þess að þessi fjölskylda fengi að sameinast þurfti dóm frá mannréttindadómstól Evrópu. Málið var nefnilega þannig vaxið að einhver félagsmálafulltrúi kom einhvert sinn á bóndabýla fjölskyldunar, þessari blessuðu konu ofbauð svo sérviska fólksins að hún hóf að róa að því öllum árum að koma dætrum hjónanna burt úr þessi vitlausrahúsi. Helstu rök hennar voru þau að foreldrarnir væru of heimskir til barnauppeldis. En s.s. 7 árum síðar þá sameinaðist fjölskyldan loks aftur, eftir réttarhöld og læti.

Þó mér þætti fréttin vera spaugileg, þá vaknaði með mér ansi alvarleg spurning við lestur hennar. Hvenær hefur samfélagið gengið of langt í viðleitni sinni að vermda börn? Persónulega finnst mér að samfélagið eigi að bregðast við þegar um ofbeldi er að ræða (andlegt, líkamlegt, kynferðislegt) og hvers konar misnotkun. En ég set spurningarmerki við það þegar samfélög eru farin að bera fyrir sig gáfnafari foreldra. Út frá þessu má svo spinna ýmislegt, eins og hvort eitthvað skuli gera þegar foreldrarnir eru andlega þroskaheftir og annað í þeim dúr. Ég þekki ekki línuna.

Ég var einu sinni sem oftar á ferð um tenglasíður netsins og rakst þar á tengil sem vísaði í umræðu á erlendum vef þjóðræknissinna. Þar hafði varaformaður Þjóðernissinnasamtaka Íslands (man nú ekki nákvæmlega hvað samtökin heita) skrifað pistil um ástandið á íslandi. (Þetta er sá hinn sami og var dæmdur fyrir ummæli sín í DV og ég fjallaði um e-n í desember) Hann vildi meina að gyðingasambandið, en svo nefndi hann ESB, hefði nú komið áru sinni vel fyrir borð á íslandi, með því að koma gyðingi, af þekktri harðlínufjölskyldu, í bólið hjá forseta vorum. Ég gat nú ekki annað en hlegið að þeirri vitleysunni, enda alveg ljóst að þessi "ágæti" maður hefur ekki lesið viðtalið umdeilda (eða kosið að minnast ekki á það) í Ísraelska dagblaðinu Haredz (með fyrirvara um rétta stafsetningu) þar sem frúin fróma, Dorrit Mussajef, gagnrýndi þarlend yfirvöld harðlega og sagðist jafnfram skammast sín fyrir að vera gyðingur, þegar slík voðaverk væru framin í nafni trúarinnar. Þetta er skoðun sem við Dorit deilum, því ég dauðskammast mín fyrir allan þann viðbjóð sem gerður hefur verið í nafni Guðs.

Eftir að hafa lesið meira af þessu spjallþræði, þá fór ólga að gera vart við sig í iðrum mínum. Ég skil ekki að nokkur maður geti fellt slíka dóma, sem þarna voru, um nokkurn einstakling/hóp einvörðungu út frá litarhætti eða hvort þeir telji þessa bókin helgari en hina. Ég get ekki annað sagt en að þvílíkur viðbjóður ætti ekki að lýðast, og það liggur við að ég vilji kvetja til útrímingar slíku fólki sem þarna ritaði, en þar sem þá færi ég niður á þeirra stall, þá læt ég mér nægja að segja, lýti hver sér nær og athugi sinn hug til þessara efna og sé fólk sammála þessum mönnum, þá guð (hvaða nafni sem hann nefnist og í hvaða mynd sem hann byrtist) veri sálu þess náðugur.

Svona í lokin, þá vil ég benda á sniðugan pistil sem systir mín ritar, um andleg málefni. Ég er henni nokkuð sammála bara, aldrei þessu vant. Svo er rétt að minnast aðeins á nýlegar uppgötvanir. Ég hefi nefnilega komist að því að ég á mér sálufélaga (reyndar tvo en aðeins annar er hér til umræðu) í snillingnum mikla Sansjó Pansa. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hann skjaldsveinn farandriddarans mikla don Kíkóta frá Mancha. Það sem við meistari Sansjó eigum helst sameiginlegt er gífurleg þörf fyrir að skreyta mál okkar með orðatiltækjum og málsháttum, ég vil nú reyndar ekki meina að ég sé jafn svakalegur málsháttaböðull og vinur vor Sansjó, en nálægur þó.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






sunnudagur, janúar 25, 2004
 
"Arí dúarí dúra dei, arí dúari dáa, sem kóngur ríkti hann með sóma og sann, eitt sumar á landinu bláa." Við félagarnir, Ármennið, Kiddi og ég höfum dundað okkur við það í kveld að kanna uppruna okkar. Ekki svo að skilja að við vitum ekki nokkurnvegin hverjir við séum, heldur höfum við verið í leit að undarlegum og spaugilegum nöfnum forferða okkar. Til þess arna brúkum við íslendingabók sem þeir félagar Kári Stef. og Friðrik Skúla. útbjuggu okkur öllum til handa.

Í þessari leit okkar þá hafa dúkkað upp æði skemtileg nöfn. Gestný, Frugit, Brunda-Bjálfi, Ljótun, Krákur, Rafarta svo einhver séu nefnd. Í þessari leit okkar þá komumst við að því að Ármennið ógurlega er af norskri konungaætt, en Hjaldur Vatnarrsson konungur í Noregi (um 700) er einn af ættfeðrum hans. Einnig komumst við að því að Kiddi er af Enskum konungum kominn, og þegar þeir fóru að metast, drengirnir, þá bennti ég þeim á það að Englandskonungar hefðu nú verið skattland norðurlanda í eina tíð. Gellur þá í Ármenninu, "Uss þú ert bara diet-kóngur".

Þeir bakkabræður hafa svo verið að rífast um það í allt kvöld hvor sé nú af betri og æðri ættstofni, en ég skemmti mér að þessu öllu saman, þar sem allt eru þetta forfeður mínir, kóngar jafnt sem húskarlar og írskir þrælar (sem þó voru flestir af konungakyni, en hún Rafarta var dóttir Kjarvals írakonungs).

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






laugardagur, janúar 24, 2004
 
"Marga góða sögu amma sagði mér, sögu af því er hún og afi byggðu hér." Mér varð hugsað til hennar ömmu minnar nú fyrr í kvöld. Ég átti þess kost að sitja í rólegheitum í smá stund og notaði tækifærið til þess að snyrta aðeins á mér neglurnar. Þar sem ég er sannur karlmaður, þá notaði ég vitaskuld letherman hníf minn til starfans. En sem sagt, þegar ég var við þessa iðju þá rifjaðist upp fyrir mér hversu fljótt og örugglega amma fer með naglaþjölina um neglurnar og hversu jafnar og fallegar þær koma ætíð undan þjölinni. Sjálfum tekst mér nær aldrei að fá eina einustu nögl til að lúta nokkrum lögmálum fegurðar þó að vissulega lýti þær yfirlett mun betur út eftir aðfarirnar en fyrir. Já en aftur að ömmu. Það hefur margoft komið fyrir, þegar við amma höfum átt spjall saman að hún sé að nostra eitthvað við neglurnar á meðan. Og það hefur komið marg oft fyrir að ég sitji á meðan hún talar, heyri ekki orð af því sem hún segir, og stari dáleiddur á þjölina fljúga um neglurnar og gera óaðfinnanlegar neglur enn betri, eins fáránlegt og það nú hljómar.

Nú huggsa ábyggilega einhverjir með sér að ég sé nú endanlega búinn að tapa glórunni, að ræða hér á opinverum vetvangi um naglasnyrtingu. Það getur sem best verið að ég sé snardinglaður en mér finnst þó skárra að ræða um naglasnyrtingu en ausa mér yfir einhvern fyrir litlar sakir eða taka út reiði mína hér á almannavettvangi. Þar á ég að sjálfsögðu við Internetið í heild sinni, ekki bara vefbókarsíðu mína, ég ætla henni ekki að vera almannavettvangur, þó hún sé það að vissu marki.

En aftur að nöglunum. Ástæðan fyrir því að ég er tekinn til við naglasnyrtingar er sú að fyrir þó nokkru síðan þá hætti ég því sem næst alfarið að naga neglur vorar. Það var ekki meðvituð ákvörðun á neinn hátt, bara rankaði við mér einn daginn með neglur sem stóðu vel framfyrir fingurgóma. Þá voru góð ráð dýr, hvað skyldi gera með klærnar? Nú lengi vel þá brúkaði ég tennurnar bara áfram og stytti neglurnar þannig. En það var ekki alveg nógu hentugt, þá urðu þær skörðóttar og voru alltaf að rekast í hitt og þetta. En málið leysist þegar mér áskotnaðist svokallaður Letherman vasahnífur sem búinn er hágæða naglaþjöl. Svo nú stend ég í því reglulega að snurfusast við neglurnar á mér og kann því bara vel. Reyndar er ég einn þeirra sem ekki má taka hendurnar undan vatninu, þá er strax komin sorgarrönd undir neglurnar, en það þíðir bara að ég hef nóg að gera við að hreinsa, sem er líka ágætt.

Já svo má ekki gleyma því að ég hef bætt nýjum viðkomustað við listan hjá mér. Múkallinn Diddi Viðarss. er mættur. Svo hef ég bætt við tengli á æði skemmtilegan leik, en þar far fram svokallað dvergakast.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






föstudagur, janúar 23, 2004
 
"I come from the land of ice and snow, with the midnight sun where the hot springs flow." Er að hlusta á æði skemmtilegan þátt á rás 1 um Tolkien. Æði skemmtilegt, en eins og margir sem mig þekkja vita, þá er ég gríðarlegur aðdáandi verka hans.

Að öðru leiti er allt gott af mér að frétta, tók mér reyndar frí frá sprikli í gær og hafði svokallaðan "indulgence day" eða "dag eftirlátssemi" og át ég þá óhollustu sem aldrei fyrr. Tók mér svo reyndar tak fyrir vinnu í dag og skellti mér af fullum krafti í heimsklassann og spretti úr spori á þar til gerðu apparati. Ég hef nú reyndar ekki mikið að segja, aldrei þessu vant svo ég held barasta að ég láti staðar numið í bili.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






fimmtudagur, janúar 22, 2004
 
Ég þjáist af geðveiki, ég veit, en mér datt í hug að henda þessu hér inn, í þeirri veiku von að ég fái nú einhver skemmtileg viðbrögð. Þau ykkar sem ekki eruð almennilega lesandi á ensku (*hóst*kári*hóst*) verðið bara að afsaka, en megið náttúrulega líta á þetta sem gullið tækifæri til æfinga.

It has been remarked by many a wise man, and some not so wise, that history is a most volatile substance. Many who “explore” the possibilities of time travel, often end up as their own fathers, grandfathers, teachers or in extreme cases as their own mothers. Those same “explorers” also have the means to prevent many historically important events from ever happening, and of course, to influence those that would not have happened. But fortunately we do not have the ability to travel through time or change the past in any physical sense, but are free to do so within the realms of our imaginations and in our stories. We have used this freedom on numerous occasions, creating many stories where changing of history is a major factor. Starting with H.G. Wells’ Time Machine, published sometimes in the mid 1800’s and we are still going strong. A widely used form of storytelling in this respect, is the ‘what if…’ motif. What if Hitler had been accepted into that Art school in Austria, what if Brutus had been a better son to Caesar, what if Alexander’s (the great) mother had gotten smallpox? What effect would these relatively small changes have on history in whole?

Many would say none. That history would play out in a similar fashion. Hitler is an unknown Austrian artist, but the evil Ditmar Spitzpots came to power in post WWI Germany and slaughters millions of Jews. Brutus loves his adopted father, but a loyal servant by the name of Claudius inspires the famous quote, “Et tu Claudi?” A woman in Greece has a miscarriage due to smallpox but has a daughter two years later, who grows up to become Helena the unbeatable, the queen of the great Greek empire.

Others on the other hand would readily point out that logically if Hitler got into Art school then WWII would never have happened. The Holocaust would not happen and Israel wouldn’t have been founded and no struggle would occur between Jews and Palestinians. Yasser Arafat wouldn’t become a PLO member, since it never would have been founded, and the Icelandic Country singer Hallbjörn Hjartarsson wouldn’t write a song called Vinsæll og veit af því about an Icelandic politician who went to Palestine to meet Arafat.

If we agree that indeed history can be changed if we change something in the past, then it is also agreed upon that the further back we go to change something, the more affect it will have presently. You see how much can be changed if we “prevent” WWII, imagine what would change if say, Columbus hadn’t found America. That could have a dramatic effect indeed. But lets take it a little further.

Most well educated people know that it wasn’t Christopher Columbus that found America originally. About 500 years before him, around 990 AD, a young Icelandic Viking by the name of Leifur Eiríksson, embarked upon a mission to find lands seen by his uncle, south and west of Greenland. He sailed west from Greenland and soon found a land, a land of barren flat rock, which he named Helluland. He was rather disappointed and sailed off again. He saw land again a few days later. The land was grassy and slightly hilly. He named it Markland. Again he sailed off, because he hadn’t found a land that matched the description given by his uncle. He found land again that looked like the land his uncle had seen. He went ashore and became the first known European to step on the continent of North America. After he and his men had stayed for a few days, one of them found Vines close to their site. Leifur then aptly named the land Vínland.* He settled in America for a while, his cousin came and replaced him and had a child there, which of course is the first American of European decent. But the Viking settlement didn’t last. The natives were one reason and unfamiliar lands and atmosphere another. Anyway, the Vikings left America and forgot all about America, well not forgot since the story of Leifur and his father Eiríkur was written down in Iceland around 1300, but they didn’t go back there. And in 1492 a Portuguese man by the name of Christopher Columbus sailed on his ship St. Maria from Spain to find a shorter way to India, a search that led him to America and to the rather inaccurate naming of its natives as Indians. The rest as they say, is history.

Here comes the familiar motif. What if Leifur Eiríksson and his crew had not left but stayed and started their own colony. Then more people would have arrived, proud Vikings that were getting thrown out of Scandinavia or Iceland. They would sail to Vineland and claim land there as their own. They would, because the Vikings were great seamen (and women), sail further south the coast and discover the vastness of the continent. They would both wage war upon and trade with the natives. The proud nation of Vineland would become strong and mighty. The land is rich, especially of timber, which makes Vinelanders powerful very quickly. And lets say, for sake of argument, that they would discover South America before the Spanish, which is rather likely due to the aforementioned seafaring abilities of the Vikings. Lets say that they would have discovered a way to cross Central America. They would not be able to sail across Central America, but it is likely that the natives would tell them (like they told Columbus in 1502) that another sea lay but a few days march south. Now weather they would try to cross the land and build a ship on the other side is hard to say, but I assume that along with the previously mentioned piece of information would also follow information about the “big land” to the south and east (the continent of South America) and that would inspire the Vikings to trek across Panama to the Pacific and explore the west coast of Vineland. These explorations would undoubtedly lead them up to Alaska. And if we let the narrative have its way, then they obviously would sail far enough north so that they would stumble upon Russia and from there, the way is not long to Japan (if they wouldn’t get lost in the sea of Okhotsk), and the wonders of the far East. From which they could bring back pasta, making it a Vinelandic delicacy (in stead of Italian), gunpowder, which would give them tremendous firepower and ensures them a monopoly position on the seas. Along with some mapmaking and astronomy from Europe and voila, you have a major power in America around 1350 AD.

What consequences would that have on the progress of Europe? Firstly, hardly any colonies in the new world. More competitive business in the Far East and last but not least, a strong culture of Vikings in Scandinavia, Iceland, Greenland and Vineland. Each nation independent but with strong intertwining ties of joint origin. Also the idea of democracy that Icelanders discovered would spread to Vineland and Scandinavia. The kings that had established a foothold in Scandinavia would inevitably have to bow their heads to democracy because of the strong Vineland influences.

Now why wouldn’t there be very many European colonies in the new world (North-, Central- and South-America)? The Vikings that settled Iceland were fiercely independent people. They left Norway because they did not fancy being ruled by a king. When they had settled in Iceland they saw the need for common law, but because they wanted to be independent, they thought up something called Þing. In the year 930 AD the first national parlament (i. Alþingi) was established in Iceland at a place aptly named Þingvellir (parlament fields). We are assuming that Leifur discovered Vineland around 990 so already his nation has had 60 years experience of democracy. Because of all this they wouldn’t hold very well to other people getting to close and would therefore fight any that would try to take their land. (We are assuming that Europeans don’t have the means of traveling that far by sea until around 1300) Of course we are assuming quite a lot here but I believe that that this historical storyline is quite plausible, just as about any other option of history that we can create in our heads.

What about the natives of the continents? What would their position be? Well the Vikings were in many aspects barbaric people. They were in many cases pirates and men of violence who attacked coastal towns of neighboring countries. But they were also men of diplomacy and trading, admittedly they often traded stolen goods, but also things they had either made (hunted) or otherwise legally acquired. So it is likely that they would have coexisted relatively peacefully alongside the North-America natives. Firstly because the Indians didn’t have very many permanent settlements, especially along coastlines. Secondly because of the often business like thinking patterns of the Vikings, they would see (and indeed saw) the benefits of trading with the Indians.

The natives of Central- and South-America are another matter altogether. They are far enough away to be convenient targets and they did indeed have permanent settlements. It is very likely that there would have been some skirmishes between Vikings and the natives of Central- and South-America. According to the timeline of the Aztecs, they didn’t come into power until around 1300 AD, that is about 200 years after the Vikings would first have discovered Central-America, and it is not unlikely that the Vikings would have settled as far south as the southern coast of the Gulf of Mexico by the year 1300 AD. The Aztecs were fierce warriors and as proud as the Vikings and would probably not have tolerated to much foreign interference, but it is very likely that the oriental inventions (such as gunpowder) would have reached the Central-American natives, by trade between them and the North-American natives (who in turn had gotten them from the Vikings), and would therefore have helped them to defend against the Vikings and of course the Spanish (another reason why the Spanish wouldn’t have much success in settling in the Americas). It is therefore plausible to say that most of Central-America would be in the hands of the natives of the area, and in time be ruled by the Aztecs. The Incas start their uprising about one hundred years before the Aztecs, in the year 1200 AD (or there around). The center of their power is in Peru and they also ruled the lands that now are known as Bolivia, Ecuador as well as parts of Chile and Argentina. The distance from their empire to that of the Aztecs isn’t very great, so it is very likely that they would have known of each other. So if we add the Vikings and their potential oriental influence into the equation, then the Spaniards would not be facing “Indians” with spears and shields but possibly with guns and bombs there for it is very unlikely that the Spaniards would have gotten a foothold in the lands of the Incas. So I think it can be assumed that the Incas would rule most of South-America. The rest would be in the hands of the Spanish and possibly the Aztecs.

Lets return our attention to the northern part of the continent. Vikings like other Europeans were very big on borders. Defining ownership of land and objects. On the other hand, the tribes of North America were roaming people that coexisted with the land but were not its owners. But they were fierce warriors that protected their interests’ vigorously and of course have a few hundred years head start on the Vikings to get to know the land and its behavior and of course the best way to fight on its terrain. When all of this is kept in mind along with the fact that the Vikings traded with them, it is safe to assume that the Indians would keep a good part of the land to themselves. Most likely the west coast and much of the mountain regions and middle parts of both Canada and US. The Vikings would colonize the east coast where they originally landed and most of the costal region all the way down to the Gulf of Mexico.
Having stated this what then about the Inuit* people? They inhabit the northern most regions of the continent, most of Greenland and all the islands in the Artic sea. They are nomadic people like the Indians but quite capable of defending themselves. It is doubtful that the Vikings would go far into the north, even though they are used to cold weather I doubt they would bother with the Artic lands. The same goes for the Indians. So the Eskimos are left alone with the Frostlands.

So the Americas are mapped out. Around the year 1400, good 100 years before the Spaniards were even thinking about sailing west, we have 5 thriving nations occupying the continent. Lets assume that history is relatively the same with the findings of Australia and the East Indies and the islands in the South Pacific so basically the world is the same, as we know it today with the exception of the Americas. Well there are of course some details to be worked out concerning certain world wars (I & II) but that is a matter for later times.






 
"Að skynja hvað er handan, við heimsins gluggatjöld" Ég átti einu sinni sem oftar erindi í WorldClass, þ.e. eitt af útibúum þess ágæta fyrirtækis. Nánar tiltekið er það útibúið nýopnaða í Laugardalnum hér í Reykjavík. Ég fór þangað þeirra erinda að skekja mitt skvap, sem ég og gerði í góðan hálftíma. Þetta væri svo sem eigi í frásögur færandi nema sökum þess að ég náði persónulegu met í léttleika, komst í fyrsta sinn í óramörg ár undir 104 kílógrömmin og mældist nákvæmlega 103,5 kg. Nú er ég mikið stolltur af stráknum mér.

Annars er ég eitthvað svo undarlega andlaus núna, að hætta er á því að spjall þetta verði hálf eitthvað endaslept og jafnvel leiðinlegt á köflum, en hvað um það, ég hefi nú haldið uppi það góðri skemmtun að mér ætti nú að fyrirgefast einn og einn leiðinlegur pistill.

Kláraði loks að lesa eina af jólabókunum frá því í fyrra. Don Kíkóti, riddarinn sjónumhryggi frá Mancha var aðalsöguhetja þeirrar ágætu bókar. En mér til mikillar armæðu, þá gleymdi ég seinna bindi sögunnar heima svo lítið verður lesið meir um ótrúlega heimskupör þeirra bakkabræðra Don Kíkóta og Sanjsó Pansa. Þau voru ófá skiptin við lestur fyrra bindisins, þar sem ég rak upp hláturroku, en því miður voru líka langir leiðindakaflar inn á milli. Ég skil nú ekki alveg allt lofið sem á þessa bók hefur verið hlaðið, en þar sem ég á seinna bindið eftir þá ætla ég að spara mér alla dóma þar til lestri þess er lokið. Eitt það skemmtilegasta við þá útgáfu sem mér hlotnaðist að gjöf, er þýðing Guðbergs Bergssonar, en hún er alveg stórkostleg og er mjög langt síðan ég hef notið jafn skemmtilegra meðfara á tungu vorri. Svei mér ef síðasta listaþýðing sem ég las hafi ekki verið hin margrómaða Hringadróttinssaga.

Má til með að minnast aðeins á hið mikla blað (allavega í anda) DV. Í tölublaði dagsins í dag er fjallað um "vafasama" landkynningu meðlima hljómsveitarinnar Mínus í nýlegu viðtali við þá pilta í erlendu blaði. Þar tala þeir fjálglega um djammsenuna í Reykjavík og segja frá því að allar "posh" og ríku gellurnar séu meira en lítið tilkippilegar í smá typpatott inni á kló fyrir eins og eina nasafylli af gömlu magameðali. Þessa frétt hafði ég heyrt áður og rak því upp stór eyru þegar ég heyrði viðtal við þessa dáðadrengi í útvarsþættinum Rokkland á Rás 2 í gær. Þar var söngvari hljómsveitarinnar, Krummi Bó-son (Hrafn Björgvinsson) spurður út í þetta og aðrar sögur af meintu gjálífi sveitarmeðlima. Vildi hinn geðþekki drengur ekki kannast við að svona væru málin og viðurkenndi að þeir brúkuðu þá taktík að ýkja talsvert um eigið "rokklíf" í þeim tilgangi að fá meiri umfjöllun. Ekki svo vitlaust, en spurning hversu þakklátar "posh" og ríku stelpurnar (séð og heyrt gengið) verður þeim piltum fyrir þessar sögudreifingu?

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






miðvikudagur, janúar 21, 2004
 
"Damm damm damm damm damm damm damm damm damm damm "(dánarfregnir og jarðafarir) Nú er ég klæddur og kominn á ról, en þó langar mig barasta bara beint í bólið, enda ætti ég að vera sofandi skv. lífsklukkunni. En þar sem vinnuklukkan er ekki alveg á sama máli, þá verð ég víst bara að sætta mig við það.

Ég fékk um það ábendingu að sniðugt gæti verið að lesa vefbókarsíðu Shuttleworthy nokkurs. Ég gerði það og sá að þar fengu ýmsir aðilar sem ég þekki að kenna á því. Sitthvað hafi maðurinn út á fyrrum vinkonu mína að setja og eins þótti honum sem vefur kveikjaramannsins, alvaran.com væri ekki alveg eins og best væri á kosið. Þarna er greinilega á ferðinni einstaklingur með ákveðnar skoðannir og ákaflega takmarkaða hræðslu við að tjá þær. Ég vil þó ekki bera á einstakling þennan lof þess vegna, sökum þess að hann tjáir sig ekki undir eigin nafni, en slíkt fynnst mér að menn ættu að gera, ætli þeir sér að vera þáttatendur í umræðu um nafngreinda einstaklinga, það nefnilega setur smá bremsu á fólk og heldur skrifum innan velsæmismarka.

Rakst á annan undarlegan vef, netlöggan en þar er á ferðinni "man on a mission" ef svo má að orði komast. En stjórnandi þess vefs loggar IRC samtöl þar sem hann þykist vera táningsstelpa og þar sem eldri (að sögn) karlmenn eru með kynferðislega tilburði til hans. Ég hef ekkert nema gott um þetta framtak að segja, en má þó til með að benda á smá nuance. Í lýsingu á vefnum er eftirfarandi klausa: "Netlöggan fellir enga dóma. Netlöggan birtir bara samtölin eins og þau koma fyrir og leyfir lesendum að túlka að vild." Sem er mjög ágætt markmið og á allan hátt hið besta mál en í einu samtalana sem á vefnum eru byrt, þá segir stjórnandinn undir nafninu Krissa91:

[01:01] [joi4] hvað lángar þig að gera við mig?
[01:02] [krissa91] Sparka í fokking punginn á þér fyrir að vera að klæmast við 13 ára stelpu á netinu, helvítis pervertinn þinn!
[01:02] [krissa91] Hefurðu ENGA siðferðiskennd?!?!!?
[01:04] [krissa91] Ertu flúinn, ógeðið þitt?


Engir dómar felldir þarna, eða hvað?

Ég veit (eins og flestir ættu að vita) að barnaníðingar nýta sér internetið mjög mikið í leit sinni að fórnarlömbum og efni sem svala fýsnum þeirra. En ég hef líka vissu fyrir því að í fjölmörgum tilfellum eru þetta mun yngir drengir að villa á sér heimildir til þess eins að koma einhverjum stelpum af stað í jucy leik. Ég vona að það sé málið í öllum tilfellum, en því miður veit ég að það er rangt. Skelfilegur stundum þessi heimur sem við lifum í.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






þriðjudagur, janúar 20, 2004
 
"Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún mamma, hún á afmæli í dag" Já góðir hálsar, nær og fjær, til sjávar og sveita. Móðir mín Birna Guðrún Konráðsdóttir, á afmæli í dag. En það var fyrir réttum 46 árum að hún kom argandi og gargandi inn í þennan heim, og segja þeir sem til þekkja að hún hafi lítið róast síðan.

Innilega til hamingju mamma mín.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






 
"Then I saw her face, now I'm a beliver" Ég fann assgoti skemmtilegan þátt á DC ekki alls fyrir löngu. Þátturinn sá arna heitir Inside the Actors studio þar sem gestir eru frægir leikarar. Í þessum tiltekna þætti þá voru gestirnir sex, þeir sex einstaklingar sem ljá raddir sínar persónunum í þáttunum um Simpson fjölskylduna. Það var einkar áhugavert að sjá þetta fólk, því ég vissi ekkert um þau að ráði. Nema ég hafði séð Hank Azaria bregða fyrir í ýmsum myndum og ég hafði séð Julie Kavner í einni mynd sem ég man ekki hvað heitir. Það var sérstaklega furðulegt að sjá nokkuð laglega miðaldra konu og heyra rödd Bart Simpson, en þar er á ferðini Nancy Cartwright , en hún talar líka fyrir Svarta Pétur í þáttunum um Guffa (e. Goof Troop). En það var jafnvel enn furðulegra að sjá Hávaxin horaðan karl, sem ekki virðist eiga til nokkurn húmor mæla fram með röddu Hómer J. Simpson það var bara spooky. En fyrir þá sem ekki vita þá var þarna á ferðinni Dan Castellaneta, sá hinn sami og tók við Andanum í Aladdin myndunum af Robin Williams og maðurinn sem ljær Earthworm Jim (ísl. Jói maðkur) rödd í samnefndum teiknimyndum. Þessi þáttur var í alla stað hinn ánægjulegasti áhorfs, enda óneitanlega svolítið skrýtið að vita til þess að þetta fólk hefur "leikið" aðalhlutverkin í einum vinsælasta sjónvarpsþættinum síðastliðin 15 ár en getur samt farið (flest) óáreitt út í búð.

Eftir að hafa horft á þáttinn, þá rifjaði ég upp viðtal sem ég las einhverntíman við Nancy Cartwright en þar sagði hún mjög skemmtilega sögu. Hún var eitt sinn stödd í búð og var að versla sér eitthvað. Hún var þá nýkomin úr upptöku og hafði ekki talað við neinn síðan henni lauk. Svo kom hún að kassanum og stúlkan sem þar vann bauð góðan dag. En stúlkan sú rak upp stór augu þegar kúnninn svarði með lýtarlausri röddu Barts, "Eat my shorts". En þá hafði verið mjög svipað atriði í þættinum og Nancy hafði fests í karakter eins og það er kallað. Hún roðnaði og blánaði og var næstum köfnuð úr hlátri, en náði þó að stynja upp afsökunarbeiðni milli hlátursroka. Á undan henni í röðinni var kona með ungan dreng, sem samstundist þekkti þar átrúnaðargoð sitt og þegar hann hafði yfirheirt Nancy og komist að hinu sanna í málinu, þá tók hann ekki annað í mál en að fá að spyrja Bart nokkurra spurninga sem brunnið höfðu á honum um langan tíma. Þá einna helst hvort honum væri ekki alltaf illt í hálsinum (sbr. kyrkingartak Hómers). Nancy sagðist hafa haft mjög gaman að þessu og að hún hefði síðan gert þetta nokkrum sinnum við krakka, sér og þeim til ómældrar ánægju, en tók þó fram að margir þeirra væru ekki tilbúnir að gleypa það hrátt að einhver kerling væri í raun Bartholemew Jojo Simpson.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






mánudagur, janúar 19, 2004
 
"Left a good job in the city. Working for the man every night and day" Þá er þessu fríi lokið og ég á leið til vinnu enn á ný. Nú er það nóttin sem ræður og mun Bulluvampýran flögra um í myrkum skotum netsins og ráðast á fáklæddar, saklausar meyjar hvar sem þær finnast. Úr þeim verður sogað allt bull svo eftir standa þurrar og leiðinlegar gellur, sem allar stefna að því að læra bókasafnsfræði og hvernig á að setja upp hár í hnút. (Með afsökun til allra skemmtilegra bókasafnsfræðinga)

Ég brá mér í vísiteringu nú um kvöldmatarleitið. Ferð minni var heitið að Kalastaðakoti en þar búa þau skötuhjú Siggi og Benný ásamt syni sínum Helga. Einn húskarl mun þar einnig hafa aðsetur, en hann er þurfalingur sem fátt er vitað um. Önundur mun hann þó heita og tréfótur vera kallaður eða Snati ef sá gállinn er á húsbóndanum. Við Sigurður bóndi ræddum margt, sem okkur er von og vísa, m.a. komu fram hugmyndir um blót eitt mikið er húsbóndi hyggst halda áður en langt um líður. Verður þar veitt gnótt matar og drukkið óhemja af sterkum miðið ættuðum frá Azteckum, ásamt flestu því öðru sem niður vill fara og inniheldur snefil áfengis. Um mig liðast hrollur, en upptök hans eru eigi ljós, sæla og tilhlökkun ellegar kvíði og óværð.

Vetur konungur hefur tekið upp á þeim óskunda að minna okkur íslendinga rækilega á það hvar á heimskúlunni við erum staðsett. Linnulítið síðan 29. desember hefur hann hrist skegg sitt og strá yfir okkur flösu þeirri er þar býr og við nefnum í daglegu tali snjó. Einhverjar uppstyttur hafa komið á þessu tímabili, en þær eru bæði fáar og aumar svo vart er orði á þær eyðandi. Ég tel að það sé ekki að ósekju að karlinn konungur vilji minna á sig reglulega, ef miðað er við undrun fólks í hvert sinn er jörð litast grá. Einhverjir kunna að hvá við og neita allri undrun yfir ís og snjó, en þeir hinir sömu hafa þá lítið séð til landans við akstur í vetrarfærð. Nær undantekningalaust þá kemur veturinn ökumönnum, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu, svo gjörsamlega í opna skjöldu að þeir stöðva bíla sína á miðjum götum og vafra í burt frá þeim, starandi á hið hvíta undur. Slík er okkur hinum sem ekki erum tekin eins í bólinu af vetri kóngsa, ákaflega bagalegt, því allir þessir bílar út um allt skapa leiðinlegar tregður og svo er hætt við skaflamyndun ef vind hreyfir og það fer að skafa. Svo ekki sé nú minnst á blessaða snjóruðningskarlanna (og konurnar nú á þessum jafnréttistímum). Allir þessir bíla hist og her valda, svo eigi sé fastar að orði kveðið, gífurlegum vandkvæðum við mokstur akbrauta. En það virðist vera ákaflega vandasamt verk og þrælskipulagt í alla staði. Ég varð var við það að gata sú er ég bý við og nefnist Tunguvegur var rudd nú á laugardag. Var sá ruðningur framkvæmdur venju samkvæmt, sneitt framhjá öllum illa lögðum bílum hér og hvar og rutt fyrir allar innkeyrslur. Nú slíkt skilst mér að sé alsiða hér í sveit, það sé nefnilega á ábyrgð hvers og eins að moka út sínar innkeyrslur. Ég man nú þá tíð, þegar ég bjó í Borgarnesinu að slíkt var gert fyrir menn ef snjór var mikill, en þar sem innkeyrslur eru dulítið fleiri hér en þar, þá er svo sem ekki margt við þetta kerfi að athuga.

Svo ég tek fram skófluna og hef mokstur. Á góðum hálftíma tekst mér að gera innkeyrsluna vel fólksbílafæra og stuttu síðar sanna ég það með því að aka á braut á bílnum mínum. Ekkert af þessu er í sjálfu sér í frásögur færandi, nema hvað að þegar ég sný aftur heim, þá hefur þar til gert ruðningstæki komið og skrapað af gangstéttinni og við þá iðju mokað vel og vendilega fyrir innkeyrsluna mína aftur. Mér þótti það ákaflega miður og varð frekar súr í bragði en gat þó fátt annað gert en að gera innkeyrsluna aftur ökufæra, sem ég og gerði. En eftir á að hyggja, þá finnst mér þetta ákaflega bjánalegt verklag hjá ruðningsmönnum. Og að þurfa að moka innkeyrsluna tvisvar sama daginn, eingöngu vegna sauðsháttár mokstursmanna er full mikið af því góða. Mér fyndist eðlilegt að þegar gangstéttargrafan fer hjá, og stjórnandi hennar sér að búið er að moka færa braut út úr innkeyrslunni að þá muni hann ekki mikið um það að skafa þessar tvær rendur sem hann setur fyrir, aftur á brott, það er í mesta lagi tveggja mínútna aukaverk fyrir hann. Réttilega má benda á að tvær mínútur á hverja innkeyrslu sé nú bara þónokkuð langur tími þegar allar innkeyrslur sé lagðar saman. Það er vissulega alveg hárrétt, en hér erum við ekki að tala um allar innkeyrslur, heldur bara þær sem þegar var búið að moka alveg frá. Það er nú reyndar borin von að hugsa sér að svona nokkuð komist á sem almenn regla, en það má alltaf vona.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






laugardagur, janúar 17, 2004
 
"I wanna hold your hand" sungu þeir John, Paul, George og Ringo í Amerísku sjónvarpi fyrir sléttum 40 árum og á sama tíma prýddi þetta lag efsta sæti vinsældalistans þar vestra. Mér varð hugsað til þess, þar sem ég sat og horfði á gamlar myndir af vitstola stúlkum, hversu gaman það væri að vera nú á sextugsaldri og sjá sjálfa sig í sjónvarpinu að láta eins og vanviti yfir fjórum ungum mönnum frá Bretlandi?!?

Hér var dulítill gleðskapur í gær. Við vorum hér Viðarsson Kári, Guðni, Valdi, Árni og Gunnur ásamt nokkrum vinkvenna hennar og sötruðum bjór og sumir eitthvað sterkara. Er óhætt að segja að góður rómur hafi verið gerður að samsetu þessari og veit ég ekki betur en allir hafi farið ánægðir heim.

Af þessum sökum byrjaði dagurinn í dag heldur brösuglega, en þó rjátlaði af mér eftir að hafa dæmt einn kvennaleik og sturtaði mig vel á eftir. Svo nú er ég í nokkuð góðum fýling um það bil að leggja af stað til Mr. Jones, þar sem við ásamt Maríusi, LoneStraps og fleiri góðum mönnum ætlum að leggja af stað á vit ævintýra á hafi hinn fallandi stjarna, en það mun vera gríðarlegt innhaf á plánetunni Toril á meginlandi sem kallast Faerun. So without further adoo,

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






föstudagur, janúar 16, 2004
 
"Manstu fyrir langa löngu, við sátum saman í skólastofu. Ég dáði þig en þú tókst ekki eftir mér, ekki frekar en ég væri krækiber." Ég vildi að ég gæti sagt að dagurinn hefði farið í eitthvað nytsamlegt og að ég hefði verið dugnaðurinn uppmálaður, en nei, ég svaf í allan dag. Get þó reyndar sagt mér það til málsbóta að ég var að vinna aukavakt í gærnótt. Hvað um það. En eftir að ég vaknaði, þá var nú tekið til óspilltra mála og haldið af stað í leiðangur sem fimm fílar væri og ég marseraði sjálfum mér alla leið niður í Kringlu þar sem ég gerðist svo djarfur að fjárfesta í tveim viðbótum (e. add on's) við snilldarleikinn Newervinter Nights og hef nær sleitulaust síðan verið að leika mér í honum. Fyrir þá sem ekki vita, þá er NWN svokallaður RPG leikur (Role Playing Game=hlutverkaleikur/spunaspilsleikur) sem byggir á RPG kerfinu D&D.

Þeir sem hafa löng og góð minni, muna kannski eftir því þegar ég lýsti yfir ást minni á on-line leiknum EVE: Seccond genesis. Sú ást er kulnuð og skilnaður okkar orðin alger, því ég hef gefið reikninginn minn og karakterinn til Maríusar frænda og eytt leiknum út af tölvunni minni. En mín nýja ást er NWN, sérstaklega í ljósi þess að öðlingurinn Ólafur Ágúst stórvinur minn með meiru, benti mér á það að starfræktur væri íslenskur server (ísl. netþjónn) fyrir leikinn og þar gæti maður spilað sér að kostnaðarlausu í on-line heimi með allskonar skemmtilegum fítusum og sniðugheitum. Ég get vart beðið með að prufa, en er þó samt að hugsa um að geyma það þar til ég hef spilað í gegn um viðbæturnar sem ég minntist á hér ofar.

Ég keypti mér nammi líka áðan, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég hafði heitið sjálfum mér því að hætta að borða nammi. En ég féll, og það sem verra er, þá hef ég ekki hreyft mig neitt alla þessa viku, utan þess að við Kári brugðum okkur í smá körfu á miðvikudaginn upp í háskóla. Fuss um svei, ég kemst ekki niður fyrir þriggjastafa töluna með þessu áframhaldi. Það er reyndar orðið ískyggilega stutt í það, vantar ekki að losna við nema 6 kílógrömm svo það markmið náist, en þá eru eftir í það minnsta 10 til viðbótar áður en ásættanlegur árangur hefur náðst. Ég er að hugsa um að gráta mig í svefni og bölva leti minni milli ekkasoganna.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






fimmtudagur, janúar 15, 2004
 
"Owner of a lonely hart." Það er ekki ofsögum sagt að í dag sé ríkjandi sterk fortíðarþrá, því hvert sem litið er má sjá bregða fyrir nostalgíukenndum hlutum og hugtökum sem aldrei fyrr. Besta dæmið um þetta er að sjálfsögðu sú staðreynda að tvær af vinsælustu hljómsveitum síðastliðins árs (skv. sölutölum og óopinberum vinsældalistum) voru Hljómar, unglingasveitin síkáta úr Keflavík, og ofurbandið Brimkló. Þessi ágætu bönd eru nú reyndar frá sitthvoru tímaskeiðinu, ef mig brestur ekki minni þeim mun meir, og þess má raunar sjá merki víðar, að fólk sé að þrá ýmislegt gamalt sama hversu gamalt það er. Gott dæmi þessu til viðbótar eru tískan sem tröllríður þar til gerðum búðum og því fólki sem leggur lag sitt við slíkt. Sú tíska er sótt að lang mestu leiti til áranna 1980-1989, hið svokallaða eitís tímabil, hinn alræmdi níundi áratugur. Mér er það persónulega hulin ráðgáta, hvers vegna í ósköpunum fólk er að sækjast í að endurvekja þetta skelfilega tímabil, því fjölmargir sem það lifðu hafa sagst í mín eyru skammast sín fyrir margt sem þá þótti flott, en nú eru börn þessa fólks, s.s. börn fædd á árunum '80-'87 að halda þessum ósóma á lofti og hafa ábyggilega mörg hver komist í gríðar feitt á háaloftum og í geymslum þar sem syndir foreldranna voru niðurgrafnar og áttu ekki að lýta aftur dagsins ljós. En allt er í heiminum hverfult og nú eru farnar að sjást aftur gríðarlega hreðabreiðar konur, sem þar að auki virðast hafa fest eyrnalokkanna í öxlunum, svo hátt eru þær farnar að teygja sig, og menn skartandi ljótustu, ég segi og skrifa og stend við það, ljótustu hárgreiðslu sem nokkurntíman hefur á nokkurn mann verið sett. SÍTT AÐ AFTAN!!! Þó að vissulega hafi margt verið slæmt og til þess að skammast sín fyrir á níunda áratugnum, þá var að mínu mati, ekki hægt að verra verri fulltrúa hans til að endurvekja, en þessa tvo. Frekar hefði ég kosið að sjá bleikar legghlífar og Kínaskó, svo ekki sé minnst á stredds buxur og leggings. Í raun, flest annað en herðapúða og sítt að aftan.

En fleiri fortíðarþrár eru farnar að skjóta upp kollinum. Þó að ekki séu nema rétt rúm 4 ár síðan tíunda áratug síðustu aldar lauk (þar miða ég við áramótin 1999-2000) þá eru greinilega sumir sem telja rétt að endurvekja ýmislegt af glæsilegustu "afrekum" hans. Las um það í DV um daginn að stúlkurnar sem á sínum tíma skipuðu stúlknasveitina Spice Girls ætli sér að koma saman aftur. Reyndar mátti nú lesa það líka að aðal ástæða þess arna væru "flopp" sólóferla þeirra kryddpía.

DV hefur verið mér uppspretta margs pistils og ein frétt var sú í því blaði (þriðjudagsblað) sem vakti gleði hjá mér og vakti með mér óvænt von í nostalgíubylgjunni. En þann 14. mars næstkomandi þá verða liðin 23 ár frá því að maður að nafni Tómas opnaði einn skemmtilegasta skyndibitastað íslandssögunnar. En þann herrans dag opnaði fyrsti Tommahamborgarastaðurinn. Og nú á því herrans ári 2004, þann 14. mars næstkomandi, ætlar fyrrnefndur Tómas að opna nýjan stað sem á að bera heitir Hamborgarabúlla Tomma. Ég get ekki sagt annað en að mér lýtist vel á það, og spurning um að heimsækja þann stað fljótlega eftir opnun.

Það mætti svo sem skilja á því sem á ofan er farið, að ég hafi sitthvað á móti fortíðarþrá. Slíkt er af og frá. Ég þrá fátt heitar en einfalda tíma æsku minnar og sæki ákaflega mikið í alskinns efni sem var mér hugleikið á yngri árum. Gott dæmi um það er dálæti mitt á leikritum Thorbjarnar Egners, sem ég get enn þann dag í dag hlustað á og notið jafn mikið, ef ekki meir, og þegar ég var smápatti og lá á stofugólfinu hjá ömmu að byggja spilaborgir á meðan plötuspilarinn snarkaði undir. Þar fékk Ómar Ragnarsson líka að snúast ófáa hringi sem og Bessi Bjarnason og gera þessir herramenn vinnufélaga mína óða, þegar ég í nostalgíuæðiskasti skelli einhverjum þeirra á "fóninn" sem reyndar er á tölvutæku formi hér. Mín nostalgía lýsir sér líka í ógurlegum áhuga á teiknimyndum. Það er áhugi sem hefur lítið sem ekkert dvínað með árunum. Þá skiptir ekki máli hvort um sé að ræða hreyfimyndir ellegar sögubækur. Eins og ég minntist á laugardag þá á ég mér margar hetjur í heimi myndasagna, en mínar hetjur eru líka til sem hreyfimyndir. Ég hef sankað að mér einstaka þáttum með gömlum vinum ein og He-Man, sem gengin er í endurnýjun lífdaga með nýrri seríu, Transformers, Tommi og Jenni, sem verða aldrei þreyttir, og svo síðast en ekki síst, tveir gamlir og mjög góðir kunningjar, Línan og Klaufabárðarnir. En með aðstoð eðalgripsins DC++ þá hefur mér tekist að endurnýja kynni mín af þessum snillingum.

Lýðum má því vera ljóst að ég hefi ei neitt á móti fortíðarþrá, en á henni, sem og mörgu öðru, hef ég ákveðnar skoðanir og heimskulegar uppvakningar (eins og fyrrnefndir axlapúðar og sítt að aftan hárgreiðslan) er eitthvað sem fólk ætti að forðast sem heitan eld. Ég bíð hér með fram þjónustu mína í að ráðleggja mönnum, hvað skuli upp taka af gömlu og gengnu og til viðmiðunar bendi ég á ofanverð skrif.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






miðvikudagur, janúar 14, 2004
 
"You're simply the best, better than all the rest!" syngur rokkamman ógurlega Tina Turner mér til handa og get ég ekki sagt annað en: Sammála!

Nokkrar umræður hafa spunnist í kringum um pistil minn frá því á sunnudaginn sl., bæði online (ísl. álínu, hmm þarf að uppfinda betra orð yfir þetta) og þar sem fólk hefur verið saman komið í lifanda lífi. Einhverjir virðast hafa tekið orð mín full bókstaflega og jafnvel túlkað þau á einhvern þann máta sem mér sjálfum datt aldrei í hug. En hvað um það, ég þarf svo sem varla að taka það fram að um svokallaðar ýkjur var að ræða. Þótt að vissulega sé aldrei hægt (og ætti aldrei að gera) að alhæfa (eða fullyrða Maríus fer eftir skilgreyningu) um allt fólk út frá nokkrum, þá hefði það tekið allan brodd úr pistlinum og gert hann hjákátlegan (sem er náttúrulega það sem ég er að gera núna með þessum útskýringum, but what the hell!) að taka það fram. Þess í stað bjóst ég við að folk (allavega þeir sem mig þekkja) vissu að auðvitað var klásúla við mál mitt þar sem tekið var fram að vissulega væru til undantekningar á þessu öllu.

En vendum nú voru kvæði í kross. Við Viðarsson Kári höfum átt margar orðræður (nú síðast bara rétt áðan) um tungumálið okkar, hina ástkæru ylhýru íslensku, sem svo er oft nefnd. Við urðum þeirrar blessunar aðnjótandi í æsku, að vera aldir upp á heimilum þar sem töluð var góð og gegnin íslenska og þar sem hin aldagömlu gildi um þekkingu voru í heiðri höfð. Það þótti, til dæmis, alveg sjálfsagt á mínu heimili að ég vissi bæði um staðsetningu Borðeyrar og Hólmavíkur sem og að ég vissi hvað orð eins og feigð og ríflega þíða. Það virðist ekki vera lögð eins mikil áhersla á þetta í dag. Í það minnsta virðist mér sem að fáfróðum íslendingum sé alltaf að fjölga, þá hvort heldur sem er, tungumálalega séð eða um staðhætti á landi voru, sbr. pistil Risans frá því í gær.

Ég hef sjálfur þótt (og stært mig af að vera) æði kunnáttusamur á hinum ýmsustu sviðum. (Stafsetning er ekki meðal þeirra, enda eitt af fáum sviðum sem ég tel mig virkilega slæman á) Svo mikið, í raun, að ég hefi verið nefndur "Besservisser" upp á dönsku, og ber ég þann titil með reisn, þó ég segi sjálfur frá. En ég hef lent í því margoft að fólk hvái við og setji upp sauðasvipi þegar ég á við það samtöl þar sem ég hef dottið í "mælsku" stuð. Sjálfur hef ég líka lent í því að gjörsamlega missa andlitið af undrun þegar fólk ekki skilur einhver orð, eða veit ekki um einhvern stað, sem mér finnst sjálfsagt að vita um. Þá er ég ekki að meina að ég, vestlendingurinn, þekki alla bæi í Fljótsdalnum, eða Þingeyingurinn geti þulið upp bæina í Stafholtstungum (þó ég reyndar viti um einn sem færi létt með það), en mér finnst nú orðið fokið í æði mörg skjól þegar menn treysta sér ekki til þess að segja frá, eða hreinlega hafa ekki hugmynd um, hvar Egilsstaði, Raufarhöfn, Hvolsvöll eða Grundarfjörð á landinu er að finna. Nú eða að menn þekki ekki merkingar orða eins og ríflega, ýtarlegt, feigð og annarra slíkra.

Skelfilegast þó við þetta allt saman er sú staðreynd, að það sé að verða til annað mál innan íslenskunnar, sem í raun sé einföld og grályndisleg útgáfa frummyndarinnar. En í orðræðum okkar Kára þá gátum við sammælst um fjölmarga samverkandi þætti sem að þessu hafa, og munu áfram, stuðla. Menntaskortur foreldra kemur þar fyrir, gríðarlegt áreiti Ameriskrar dægurmenningar, metnaðar- og kæruleysi gagnvart íslenskri menningu, stéttarskipting og hreinlega sammfélagsfyrirlitning. Einhver kann að nema staðar og hvá yfir stéttarskiptingunni, en hún er staðreynd sem er alltaf að verða augljósari og augljósari í okkar samfélagi. Það er stéttaskipting sem kannski byggist ekki endilega á efnahag (þó hann hafi vissulega heilmikil áhrif) heldur frekar á menntun, að hin fámenntaða alþýða sé sú sem einna helst gangi "nýju" tungumáli á hönd. En við sáum ekki betur en að þarna hefðu mál snúist við frá fyrri öldum. Þá hefði það verið hin "ómenntaða" (eða sjálfmenntaða öllu heldur) alþýðustétt sem sá um að viðhalda íslenskunni, á meðan Köben-menntuð yfirstéttinn talaði einhverskonar hálfdönsku.

Það nokkuð ljóst að sú tálmynd sem ég hafi séð af stöðu íslenskunar í nútímasamfélagi, hefur liðast í sundur og það sem undir er veldur mér ákveðnum áhyggjum svo ekki sé talað um vonbrigði. Eitthvað þarf til bragðs að taka svo við endum ekki eins og lítið úthverfi frá Bandaríkjahreppi eður heldur Evrópusambandshreppi, og má vart á milli sjá hvorum er verra að tengjast.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






mánudagur, janúar 12, 2004
 
"Harðsnúna Hanna hélt við hann Gvend, gekk á milli manna og var við þá kennd." Það er ekki ofsögum sagt að tejaragreyið mitt hafi fitnað dulítið undarfarna daga. Kann ég Batman góða þökk fyrir að birta tengil á pistilinn minn frá því á laugardag. Ég hefi í þessum mánuði fengið 4.457 flettingar skv. tölfræði minni hjá Teljari.is. Ég er eiginlega bara algerlega agndofa.

Dagurinn í dag er sá fyrsti af sjö langþráðum frídögum í röð, en vinnuvikunni lauk hjá mér í gærkveldi um klukkan rúmlega 8. Dagurinn hefur farið í útréttingar hér og þar um bæinn en kvöldið er áætlað í sjónvarpsgláp eða eitthvað álíka gáfulegt. Ég tók nokkrar mínútur frá amstri dagsins og lappaði aðeins upp á vefbókarsíðu Viðarsonar Kára og er það mál manna að vel hafi tekist til hjá mér, sem von er því ég er gargandi snillingur, þó ég segi sjálfur frá.

Nú sit ég hér við tölvuskjáinn og hlýði á Langa Sela og Skuggana syngja um Rabba Rottu í Reykjavík og ég nýt þess að gera ekki neitt, svo mikið í raun að ég er að hugsa um að halda því áfram þar til ég fer að sofa.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






sunnudagur, janúar 11, 2004
 
"Wonderboy, what is the secret of your power?" Raunveruleikasjónvarp er eitthvað sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni í að verða 7 ár (pælið í því!!!) en þá miða ég við þegar Survivor hóf göngu sína og umbyllti heiminum. Síðan þá hafa hinir ýmsu gúrúar stigið fram á sviðið og heimtað far á "Raunveruleika" vagninum. Þar eru hlutir eins og Temptation Island, Big Brother, Bachelor sem meira að segja hefur fætt af sér svokallað "spinnoff" (ísl. afkvæmi) í Bacherlorette, Joe Milionere og svona mætti lengi telja áfram. Ég hélt að botninum hefði verið náð en hinir margrómuðu sjónvarpsgúrúar Ameríku hafa fundið enn eina lákúruna. Americas' Top New Model eða eitthvað slíkt. En þar leiðir ofurfyrirsætan Tyra Banks hóp af viljugum (eða ekki eins og síðar mun koma í ljós) stúlkum í gegnum prógram sem miðast að því að sú sem stendur eftir verði nýja gyðjan á "flugbrautinni" (e. runnway sem er nafnið á sýningarpalli tískusýninga en getur líka þýtt flugbraut á voru ástkæra ylhýra). Ég man eftir því sem ungur maður í Kanada (en þar bjó ég með móður minni í eitt og hálft ár) að eitt leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég komst í var FasionTV sem Kanadíska stöðin CBC framleiddi og sýndi. (síðar sá ég þennan þátt á RUV en sem betur fer er hann alveg horfinn) Sá komst í hæðstu hæðir leiðinda, eins og fyrr sagði, þrátt fyrir harða samkeppni frá annari þarlendri daskrárgerð sem á köflum jaðraði við því leiðinlegasta sem framleitt hefur verið hér á landi (Nonni Sprengja hvað!!).

En svo ég víki nú aftur að sýningardrósaþættinum, þá voru stúlkurnar náttúrulega, láttnar búa saman og umgangast hvurja aðra dags daglega. Innihaldslausara röfl hef ég ekki áður heyrt, þó er ýmislegt til í þeim efnum, og sannar þetta bara fyrir mér að tískubransinn er samasafn heilalausra, illgjarnra manneskja, sem hugsa um það eitt að klóra sig fram fyrir næsta mann, án nokkurs tillits til mannlegra gilda sem skilja okkur frá dýrum merkurinnar. En það sem mér þótti enn verra við þennan blessaða þátt (sem ég horfði á í nokkra stund) var það óorð sem "menntamanneskjan" í hópnum kom á þá stétt sem ég hef talið mig tilheyra, sem er stétt nörda og gáfnaljósa. Þvílíkt egó og þvílíkan menntahroka hef ég bara ekki séð áður, meira að segja Hannes Hólmsteinn kemst ekki í hálfkvist við þessa dömu. Hún úthúðaði öllum sem hún komst í tæri við og lét allan tíman sem hún væri þarna nauðug, sem er helbert kjaftæði. Því sá sem ekki kann við sig einhversstaðar (og er þar óheftur), getur sem best farið einhvert annað.

Þetta rennir stoðum undir aðra gamla kenningu, sætar stelpur geta ekki verið næs. Um leið og fegurð fer að þvælast fyrir kvennfólki þá er eins og allt það sem gott þykir sé látið fjúka út í veður og vind, og tíkarskapur og egóismi ráða öllum ríkjum. Sérstaklega þegar menntahroki blandast við. Það liggur við að ég leggi það til við Háskóla landsins að þeir setji útlitsstaðla við sína skóla. S.s. ljótar stelpur fá bara aðgang, fallegar sendar beint niðreftir til Eskimo. Það sama má líka gilda fyrir súkkulaði FM hnakka sem sjúga hamstur, en það er bara svo takmarkað magn af þeim sem sækjast í háskóla, eða hafa til þess nokkra getu, að það verðu vart nokkuð vandamál. Það er efni í annan pistil, heimska og viðurstyggð FM hnakka, en ég held að þetta sé nóg af skömmum í bili.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






laugardagur, janúar 10, 2004
 
Ég held svei mér þá að höfuð mitt væri löngu tínt og tröllum gefið ef það væri ekki skrúfað fast á hálsinn. Í öllum hamagangnum áðan þá gleymi ég aðalatriði dagsins. Í dag er 75 ára meistari nokkur sem nefnist upp á ástkæra ylhýra Tinni. Varla þarf að kynna þann mann fyrir nokkrum Íslending frá 0-50 ára (en kannski fyrir örfáum af þeim sem eldri eru) enda hefur Tinni verið ríku þáttur í bóklegu uppeldi ungmenna frá því um miðjan áttunda áratuginn. Jafnvel var um það talað að hann hefði svipaðan stall og Bryndís Scram hafði, á svipuðum tíma, sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar, að vart mætti á milli sjá hvorir væru hugfangnari, feður eða synir.

Ég var svo lánsamur að Tinni, ásamt þeim Lukku Láka, Ástríki, Sval og Val, Hinum Fjórum Fræknu, Strumpunum, Viggó Viðutan og fjölmargir aðrar, voru bækur sem ég átti kost á að kynnast í æsku. Ég var svo lánsamur að eignast nokkrar sem barn en sá ekki fram á að eignast margar á viðbót, sökum þess að hætt var að prenta þær á íslensku. Ég fagnaði því ógurlega þegar Fjölvi hóf endurútgáfu þeirra bóka sem þeir hafa rétt á og hefur bæst reglulega í safn vort þess vegna. Ég þótti æði undarlegur, (og þyki enn) verandi unglingur í Grunnskóla Borgarness og vera enn að fá þessar bækur lánaðar á bóksafni skólans, sem og á Héraðsbókasafninu.

Ég samfagna meistara Tinna innilega og vona að hann verði enn við lýði eftir önnur 75 ár.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






 
"Þarna kemur þorparinn!" Fékk tvö tölvubréf í dag sem bæði innihéldu stutta "jólasögu" einnar óheppinnar fjölskyldu hér í Reykjavík. 14 ára dóttirinn hvarf að kveldi annars í jólum og kom ekki heim fyrr en þann 28. des sl. Þegar foreldrarnir fóru að pumpa hana, þá kom sagan smátt og smátt fram. Málið var s.s. að stelpan hafði alið manninn í Klúbbnum í Kópavogi en þar rekur Sverrir Þór Einarsson (Tattoo) skemmtistað og þar hittast hann og félagar hans í bifhjólaklúbbnum Ými (en sá klúbbur hefur víst verið kenndur við Bandidos klíkuna sem eru erkióvinir Hells Angels klíkunnar) gjarnan. Stelpan hafði s.s. verið þar að eigin sögn í "dóppartýi" og fengið "línu" fyrir að veita ákveðna kynferðislega greiða. (Ég kveð nú ekki sterkar að orði þar sem ég veit að kæra hefur verið lögð fram fyrir að birta þessa sögu)

Nú málin æxlast svo þannig að vinur fjölskyldunnar setur þessa sögu á spjallborð femin.is (og ég veit líka til þess að hún hafi birst á síðu Sniglanna en er víst horfin af báðum stöðum) og þaðan fer hún að berast með tölvupósti manna í millum. Í Fréttablaðinu í dag er þessi saga svo rakin og rætt við fyrrnefndan Sverri (sem er fyrrum nágranni minn) þar sem hann ber af sér allar sakir, sem skiljanlegt er. Einnig er sagt frá því að hann hafi kært femin.is fyrir birtinguna og raunar líka bæjarlögmann Kópavogs sem hafði viðhafið einhverjar ásakanir í garð Klúbbsins og Sverris.

Af þessum Sverri ganga ýmsar sögur, og víst er að ekki eru þær allar fallegar. Hann hefur sagt frá því sjálfur, svo varla er það neitt leyndarmál, að hann var mikil óreglumaður og dópisti. Og var meðal annar dæmdur fyrir morð á manni fyrir nokkrum árum, en því máli var skotið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og fundu þeir ýmislegt að öllu þessu máli og meðferð yfirvalda á Sverri og félögum hans. En hvað sem því lýður þá er vel skiljanlegt að fólk sé tilbúið að trúa ýmsu upp á Sverri.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda persónulega. Ég trúi því vel að til séu menn sem gefi litlum stelpum í "nös" ef þær eru viljugar við þá. Og ég trúi því líka alveg að stúlkan sem hér um ræðir hafi lent í klóm slíkra manna og jafnvel að þeir menn hafi verið inni á skemmtistað Sverris. En ég á erfiðara með að trúa því að Sverrir hafi verið þarna sjálfur eða að hann hafi lagt "blessun" sína yfir að slíkt athæfi færi fram í hans húsakynnum, sérstaklega vitandi að verið væri að fylgjast með skemmtistaðnum. Ég tek það fram að ég þekki Sverri ekki neitt persónulega, en hef þó hitt hann einu sinni, en þá bjargaði hann mér úr verulegum vandræðum þegar hverfissjoppan vildi ekki (skiljanlega) skipta 10.000 kr. ávísun sem ég var með og var minn eini peningur. En Sverrir var þá staddur þar og bauðst til að kaupa af mér ávísunina fyrir 9000 krónur sem var samþykkt samstundis af minni hálfu. Svo veit ég líka til þess að nokkrir vina minna hafa farið til hans í flúrun (tattooveringu fyrir ykkur sem skiljið ekki almennilega íslensku) og komið í öllum tilfellum mjög ánægð út.

Hvernig sem þetta mál fer allt saman og hver sem sannleikurinn er, þá vona ég að stúlkan losni úr klóm þess djöfuls sem hún virðist hafa verið föst í. Ég vona líka að Sverrir hafi verið að segja satt um sín afskipti af málinu og sanni að hægt sé að breyta um líf og verða betri en maður var. En þrátt fyrir allar þessar vonir mínar, þá get ég ekki sleppt því að minnast aðeins á sambýliskonu Sverris, sem stóð með sínum manni í Fréttablaðinu. Það var hin huggulegasta stúlka, sem stóð tvítugum stjúpsyni sínum á vinstri hönd, en hún er 18 ára. Það hlýtur að vera furðulegt að eiga stjúpson tveim árum eldri manni sjálfum og að heyra hann kalla sig mömmu. Hvað þá að eiga stjúpmömmu tveim árum yngri og kalla hana mömmu! Ég veit að mínum munni þætti það snar undarlegt svo ekki sé meira sagt. En þessi litla fjölskylda virtist nokkuð sælleg á myndinni í blaðinu, og það er alveg víst að ýmislegt underlegt er til í þessum kýrhaus sem við köllum mannlegt líf, hví ekki þetta.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






fimmtudagur, janúar 08, 2004
 
"Altekinn ég trimma, heltekinn ég trimma." Já nú er það líkamsræktin sem blífar og ekkert hálfkák takk. Fátt er betra eftir langan og strangan vinnudag en að skella sér í um klukkustund í líkamsrækt og hlaupa dulítið og teygja svo duglega og ná úr sér þreytu og skít dagsins. Get mælt eindregið með því.

Mr. Jones vændi mig um eymingjaskap er við mættumst áðan í vinnu vorri. Hann var eitthvað ósáttur við linkind mína í voru hommastríði. Ég segi bara ussss, og gef frat í. Ætlaði reyndar að koma með heilmikið yfirdrull núna, svona rétt til að sína honum að ég gæti þetta, en er bara allt of þreyttur til að nenna því. Hef meira að segja ekkert meira að segja og hyggst flytja mitt lögheimili í rúmmið og það strax!

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






miðvikudagur, janúar 07, 2004
 
"Play the best song in the world! or I'll eat your souls" gólar Jack Black og vinur hans Kyle sem saman skipa hljómsveitina Tenacious D. En ég er ekki alveg með slíkar ógnarkröfur heldur er bara nokkuð slakur á kantinum, u.þ.b. að fara að sofa, enda klukkan orðin rúmlega tíu og löngu kominn háttatími fyrir litla mömmukúta eins og mig.

Ég skellti mér (bæði í gær og aftur í kvöld) í hið nýja musteri lögulegs líkama, sem nefnt hefur verið Laugar. Ég get ekki annað sagt en að þessi stöð taki hinni gömlu í Felsmúlanum fram að öllu leiti. Allt miklu stærra (reyndar hálfklárað eða a.m.k ýmiss frágangur eftir), enginn bið ennþá eftir hlaupabretti, nokkuð sem plagaði mann mikið á vissum álagstímum í Felsmúlanum. Svo ekki sé minnst á hita í gólfi búningsherbergja, frábærra sturta og svo mætti lengi telja. Ég hef að vísu alveg látið öll víxlböð, saltböð, regndropaböð og steinaböð eiga sig, enda kostar slíkt víst sitthvað meira en það að fá "bara" aðgang að tækjasal. Get ekki annað sagt en að þetta fari ágætlega af stað.

Það gerðust stórtíðindi í dag. Viðarsson Kári sendi mér (ásamt fleirum) tölvupóst, þar sem hann tilkynnti (mjög stoltur) um opnun vefbókar sinnar, sem staðsett er á slóðinni: http://karividda.blogspot.com (og ég hefi þegar bætti í tenglalista vorn undir Viðarsson Kári). Ég býst fastlega við því að þar fari Kári á kostum í þjóðfélagslegri ádeilu sem borinn er fram með kómískri íroníu af hæsta gæðaflokki, og svo er aldrei að vita nema ein og ein staka slæðist með svona til bragðbóta. Ég býst við stórum hlutum.

Mér þykir að mér vegið,
maklegt er það þó.
Þó að mér hátt sé hlegið,
mér hvorki' er um né ó.


Orti þessa stöku vegna umræðna hjá Mr. Jones. En eftir pistil hans frá því í gær, og uppljóstranir þess efnis (í kommentum við þann pistil) að ég (og fleiri vaskir MENN) vitjum hans yðulega í draumi, blautum, erótískum draumi, þar sem við komum fyrir sem hórklæddir kvennmenn. Ég skal segja ykkur það, að ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að bregðast við þessum uppljóstrunum. Og veit raunar ekki hvort er verra, að ég vekji kynferðislegar kendir hjá karlmanni eða að hann sjái mig sem kvennmann! Hvoru tveggja vekur hjá mér ugg og á ugglaust eftir að valda mér svefnleysi, einhverntíman þegar ég er ekki jafn þreyttur og nú. Þó að ég búi yfir ýmsum "kostum" sem gjarnan eru sagðir kvennlegir (svo sem eins og ótvíræðir hæfileikar til símablaðurs) þá hef ég eigi heyrt því fleygt áður að ég líti út sem kvennmaður, eða sé kvennlega vaxinn (thja spurning um júllurnar, en þær slaga nú vart upp í fermingarstærð, hvað þá meira og eru þar að auki á hröðu undanhaldi). En hvað sem kynórum Mr. Jones líður þá verð ég því miður að hryggja hann með því að mínar erótísku draumfarir snúast ekki um hann, né nokkurn annan karlmann! (Það er varla að ég sjálfur komi þar við sögu hvað þá einhverjir aðrir)

Fleira ekki gjört, fundi slitið.






þriðjudagur, janúar 06, 2004
 
"Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka." Þá er loksins komið að því, tadadadada ég hef hafið upp raust mína á ný eftir dágott hlé. Ég hef tekið eitt af mínum frægu letiköstum og entist þetta kast í 8 daga, sem er býsna gott, ef miðað er við letiköst, en náttúrulega alls ekki jafn gott fyrir dygga lesendur mína og teljarann minn sem hefur lítið fitnað í letikastinu öfug við mig sem hef ábyggilega bætt á mig nokkrum pundum og jafnvel nokkrum kílóum ef vel er að gáð. En sem betur fer þá hef ég ekki aðgang að vigt svona dags daglega og lifi því með orðatiltækinu engilsaxneska: "Ignorance is blizz!"

Af mér er allt gott að frétta, er kominn til vinnu eftir áramótafrí. Ég hef undanfarið lent í umræðum við nokkra menn um trúfélög og tilgang þeirra. Þá er verið að tala um svokallaða sértrúarsöfnuði, en nokkrir slíkir eru hérlendis, s.s. Krossinn, Fíladelfía, Vottar Jehóva o.flr. Flestir voru sammála um það slíkir söfnuðir væru ekki sniðugir af ýmsum ástæðum (s.s. vegna peningagreiðslna, fordóma og einstrengisháttar) en þó væri eitt sem væri gott við þá flesta. Það er sú staðreynd að margir þeirra hafa verið ungu (og öldnu) fólki á glapstigum sú stoð sem það hefur þurft til að koma lífi sínu aftur á rétta braut. Persónulega er mér nokk sama hverju fólk trúir, hversu heimskulegt sem mér kann trúin að finnast, svo fremi sem viðkomandi einstaklingur/söfnuður er ekki að reyna að troða sinni trú/skoðun upp á mig. Trúboð er svo sem gott og blessað, en bara ef sá sem á að heyra ræðuna er tilbúinn að hlusta. Trúfélög eiga ekki að brúka samskonar taktík og Vottarnir (sem eru þeir einu sem ekki hafa virt mitt nei við spurningum þeirra um hvort þeir megi fræða mig um Jesú) sem frekjast og heimta og troða sér allstaðar, og virðast bara tvíeflast við hvert nei. Hinir mega þó eiga það að þeir hafa ekki reynt að kristna mig (sem þarf ekki þar sem ég er kristinn) með valdi. Ég veit svo sem ekki hvort "sértrúarsöfnuðir" innan annara trúa (eins og íslam, búddisma, hindú, taoisma og hvað þetta heitir allt saman) eru jafn forhertir og margir þeirra sem kenna sig við Jesú Krist en ég veit það eitt að ef að lítið brot af því sem gert er í nafni hans væri gert í mínu nafni, þá væri ég annaðhvort með her lögfræðinga í vinnu, her launmorðingja eða væri hreinlega búinn að skjóta mig!! Amen

Fleira ekki gjört, fundi slitið.