Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, janúar 12, 2004
 
"Harðsnúna Hanna hélt við hann Gvend, gekk á milli manna og var við þá kennd." Það er ekki ofsögum sagt að tejaragreyið mitt hafi fitnað dulítið undarfarna daga. Kann ég Batman góða þökk fyrir að birta tengil á pistilinn minn frá því á laugardag. Ég hefi í þessum mánuði fengið 4.457 flettingar skv. tölfræði minni hjá Teljari.is. Ég er eiginlega bara algerlega agndofa.

Dagurinn í dag er sá fyrsti af sjö langþráðum frídögum í röð, en vinnuvikunni lauk hjá mér í gærkveldi um klukkan rúmlega 8. Dagurinn hefur farið í útréttingar hér og þar um bæinn en kvöldið er áætlað í sjónvarpsgláp eða eitthvað álíka gáfulegt. Ég tók nokkrar mínútur frá amstri dagsins og lappaði aðeins upp á vefbókarsíðu Viðarsonar Kára og er það mál manna að vel hafi tekist til hjá mér, sem von er því ég er gargandi snillingur, þó ég segi sjálfur frá.

Nú sit ég hér við tölvuskjáinn og hlýði á Langa Sela og Skuggana syngja um Rabba Rottu í Reykjavík og ég nýt þess að gera ekki neitt, svo mikið í raun að ég er að hugsa um að halda því áfram þar til ég fer að sofa.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.