Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, janúar 21, 2004
 
"Damm damm damm damm damm damm damm damm damm damm "(dánarfregnir og jarðafarir) Nú er ég klæddur og kominn á ról, en þó langar mig barasta bara beint í bólið, enda ætti ég að vera sofandi skv. lífsklukkunni. En þar sem vinnuklukkan er ekki alveg á sama máli, þá verð ég víst bara að sætta mig við það.

Ég fékk um það ábendingu að sniðugt gæti verið að lesa vefbókarsíðu Shuttleworthy nokkurs. Ég gerði það og sá að þar fengu ýmsir aðilar sem ég þekki að kenna á því. Sitthvað hafi maðurinn út á fyrrum vinkonu mína að setja og eins þótti honum sem vefur kveikjaramannsins, alvaran.com væri ekki alveg eins og best væri á kosið. Þarna er greinilega á ferðinni einstaklingur með ákveðnar skoðannir og ákaflega takmarkaða hræðslu við að tjá þær. Ég vil þó ekki bera á einstakling þennan lof þess vegna, sökum þess að hann tjáir sig ekki undir eigin nafni, en slíkt fynnst mér að menn ættu að gera, ætli þeir sér að vera þáttatendur í umræðu um nafngreinda einstaklinga, það nefnilega setur smá bremsu á fólk og heldur skrifum innan velsæmismarka.

Rakst á annan undarlegan vef, netlöggan en þar er á ferðinni "man on a mission" ef svo má að orði komast. En stjórnandi þess vefs loggar IRC samtöl þar sem hann þykist vera táningsstelpa og þar sem eldri (að sögn) karlmenn eru með kynferðislega tilburði til hans. Ég hef ekkert nema gott um þetta framtak að segja, en má þó til með að benda á smá nuance. Í lýsingu á vefnum er eftirfarandi klausa: "Netlöggan fellir enga dóma. Netlöggan birtir bara samtölin eins og þau koma fyrir og leyfir lesendum að túlka að vild." Sem er mjög ágætt markmið og á allan hátt hið besta mál en í einu samtalana sem á vefnum eru byrt, þá segir stjórnandinn undir nafninu Krissa91:

[01:01] [joi4] hvað lángar þig að gera við mig?
[01:02] [krissa91] Sparka í fokking punginn á þér fyrir að vera að klæmast við 13 ára stelpu á netinu, helvítis pervertinn þinn!
[01:02] [krissa91] Hefurðu ENGA siðferðiskennd?!?!!?
[01:04] [krissa91] Ertu flúinn, ógeðið þitt?


Engir dómar felldir þarna, eða hvað?

Ég veit (eins og flestir ættu að vita) að barnaníðingar nýta sér internetið mjög mikið í leit sinni að fórnarlömbum og efni sem svala fýsnum þeirra. En ég hef líka vissu fyrir því að í fjölmörgum tilfellum eru þetta mun yngir drengir að villa á sér heimildir til þess eins að koma einhverjum stelpum af stað í jucy leik. Ég vona að það sé málið í öllum tilfellum, en því miður veit ég að það er rangt. Skelfilegur stundum þessi heimur sem við lifum í.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.