Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, janúar 11, 2004
"Wonderboy, what is the secret of your power?" Raunveruleikasjónvarp er eitthvað sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni í að verða 7 ár (pælið í því!!!) en þá miða ég við þegar Survivor hóf göngu sína og umbyllti heiminum. Síðan þá hafa hinir ýmsu gúrúar stigið fram á sviðið og heimtað far á "Raunveruleika" vagninum. Þar eru hlutir eins og Temptation Island, Big Brother, Bachelor sem meira að segja hefur fætt af sér svokallað "spinnoff" (ísl. afkvæmi) í Bacherlorette, Joe Milionere og svona mætti lengi telja áfram. Ég hélt að botninum hefði verið náð en hinir margrómuðu sjónvarpsgúrúar Ameríku hafa fundið enn eina lákúruna. Americas' Top New Model eða eitthvað slíkt. En þar leiðir ofurfyrirsætan Tyra Banks hóp af viljugum (eða ekki eins og síðar mun koma í ljós) stúlkum í gegnum prógram sem miðast að því að sú sem stendur eftir verði nýja gyðjan á "flugbrautinni" (e. runnway sem er nafnið á sýningarpalli tískusýninga en getur líka þýtt flugbraut á voru ástkæra ylhýra). Ég man eftir því sem ungur maður í Kanada (en þar bjó ég með móður minni í eitt og hálft ár) að eitt leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég komst í var FasionTV sem Kanadíska stöðin CBC framleiddi og sýndi. (síðar sá ég þennan þátt á RUV en sem betur fer er hann alveg horfinn) Sá komst í hæðstu hæðir leiðinda, eins og fyrr sagði, þrátt fyrir harða samkeppni frá annari þarlendri daskrárgerð sem á köflum jaðraði við því leiðinlegasta sem framleitt hefur verið hér á landi (Nonni Sprengja hvað!!). En svo ég víki nú aftur að sýningardrósaþættinum, þá voru stúlkurnar náttúrulega, láttnar búa saman og umgangast hvurja aðra dags daglega. Innihaldslausara röfl hef ég ekki áður heyrt, þó er ýmislegt til í þeim efnum, og sannar þetta bara fyrir mér að tískubransinn er samasafn heilalausra, illgjarnra manneskja, sem hugsa um það eitt að klóra sig fram fyrir næsta mann, án nokkurs tillits til mannlegra gilda sem skilja okkur frá dýrum merkurinnar. En það sem mér þótti enn verra við þennan blessaða þátt (sem ég horfði á í nokkra stund) var það óorð sem "menntamanneskjan" í hópnum kom á þá stétt sem ég hef talið mig tilheyra, sem er stétt nörda og gáfnaljósa. Þvílíkt egó og þvílíkan menntahroka hef ég bara ekki séð áður, meira að segja Hannes Hólmsteinn kemst ekki í hálfkvist við þessa dömu. Hún úthúðaði öllum sem hún komst í tæri við og lét allan tíman sem hún væri þarna nauðug, sem er helbert kjaftæði. Því sá sem ekki kann við sig einhversstaðar (og er þar óheftur), getur sem best farið einhvert annað. Þetta rennir stoðum undir aðra gamla kenningu, sætar stelpur geta ekki verið næs. Um leið og fegurð fer að þvælast fyrir kvennfólki þá er eins og allt það sem gott þykir sé látið fjúka út í veður og vind, og tíkarskapur og egóismi ráða öllum ríkjum. Sérstaklega þegar menntahroki blandast við. Það liggur við að ég leggi það til við Háskóla landsins að þeir setji útlitsstaðla við sína skóla. S.s. ljótar stelpur fá bara aðgang, fallegar sendar beint niðreftir til Eskimo. Það sama má líka gilda fyrir súkkulaði FM hnakka sem sjúga hamstur, en það er bara svo takmarkað magn af þeim sem sækjast í háskóla, eða hafa til þess nokkra getu, að það verðu vart nokkuð vandamál. Það er efni í annan pistil, heimska og viðurstyggð FM hnakka, en ég held að þetta sé nóg af skömmum í bili. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |