Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, janúar 20, 2004
 
"Then I saw her face, now I'm a beliver" Ég fann assgoti skemmtilegan þátt á DC ekki alls fyrir löngu. Þátturinn sá arna heitir Inside the Actors studio þar sem gestir eru frægir leikarar. Í þessum tiltekna þætti þá voru gestirnir sex, þeir sex einstaklingar sem ljá raddir sínar persónunum í þáttunum um Simpson fjölskylduna. Það var einkar áhugavert að sjá þetta fólk, því ég vissi ekkert um þau að ráði. Nema ég hafði séð Hank Azaria bregða fyrir í ýmsum myndum og ég hafði séð Julie Kavner í einni mynd sem ég man ekki hvað heitir. Það var sérstaklega furðulegt að sjá nokkuð laglega miðaldra konu og heyra rödd Bart Simpson, en þar er á ferðini Nancy Cartwright , en hún talar líka fyrir Svarta Pétur í þáttunum um Guffa (e. Goof Troop). En það var jafnvel enn furðulegra að sjá Hávaxin horaðan karl, sem ekki virðist eiga til nokkurn húmor mæla fram með röddu Hómer J. Simpson það var bara spooky. En fyrir þá sem ekki vita þá var þarna á ferðinni Dan Castellaneta, sá hinn sami og tók við Andanum í Aladdin myndunum af Robin Williams og maðurinn sem ljær Earthworm Jim (ísl. Jói maðkur) rödd í samnefndum teiknimyndum. Þessi þáttur var í alla stað hinn ánægjulegasti áhorfs, enda óneitanlega svolítið skrýtið að vita til þess að þetta fólk hefur "leikið" aðalhlutverkin í einum vinsælasta sjónvarpsþættinum síðastliðin 15 ár en getur samt farið (flest) óáreitt út í búð.

Eftir að hafa horft á þáttinn, þá rifjaði ég upp viðtal sem ég las einhverntíman við Nancy Cartwright en þar sagði hún mjög skemmtilega sögu. Hún var eitt sinn stödd í búð og var að versla sér eitthvað. Hún var þá nýkomin úr upptöku og hafði ekki talað við neinn síðan henni lauk. Svo kom hún að kassanum og stúlkan sem þar vann bauð góðan dag. En stúlkan sú rak upp stór augu þegar kúnninn svarði með lýtarlausri röddu Barts, "Eat my shorts". En þá hafði verið mjög svipað atriði í þættinum og Nancy hafði fests í karakter eins og það er kallað. Hún roðnaði og blánaði og var næstum köfnuð úr hlátri, en náði þó að stynja upp afsökunarbeiðni milli hlátursroka. Á undan henni í röðinni var kona með ungan dreng, sem samstundist þekkti þar átrúnaðargoð sitt og þegar hann hafði yfirheirt Nancy og komist að hinu sanna í málinu, þá tók hann ekki annað í mál en að fá að spyrja Bart nokkurra spurninga sem brunnið höfðu á honum um langan tíma. Þá einna helst hvort honum væri ekki alltaf illt í hálsinum (sbr. kyrkingartak Hómers). Nancy sagðist hafa haft mjög gaman að þessu og að hún hefði síðan gert þetta nokkrum sinnum við krakka, sér og þeim til ómældrar ánægju, en tók þó fram að margir þeirra væru ekki tilbúnir að gleypa það hrátt að einhver kerling væri í raun Bartholemew Jojo Simpson.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.