Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, janúar 26, 2004
 
"En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti." Ég var að blaða í gegnum sunnudagsblað Fréttablaðsins og rakst á afar athyglisverða frétt. Þar greindi frá fjölskyldu einni í Þýskalandi sem var að sameinast í fyrsta sinn í 7 ár. Gleðilegt, vissulega, en það sem vakti athygli mína var það að til þess að þessi fjölskylda fengi að sameinast þurfti dóm frá mannréttindadómstól Evrópu. Málið var nefnilega þannig vaxið að einhver félagsmálafulltrúi kom einhvert sinn á bóndabýla fjölskyldunar, þessari blessuðu konu ofbauð svo sérviska fólksins að hún hóf að róa að því öllum árum að koma dætrum hjónanna burt úr þessi vitlausrahúsi. Helstu rök hennar voru þau að foreldrarnir væru of heimskir til barnauppeldis. En s.s. 7 árum síðar þá sameinaðist fjölskyldan loks aftur, eftir réttarhöld og læti.

Þó mér þætti fréttin vera spaugileg, þá vaknaði með mér ansi alvarleg spurning við lestur hennar. Hvenær hefur samfélagið gengið of langt í viðleitni sinni að vermda börn? Persónulega finnst mér að samfélagið eigi að bregðast við þegar um ofbeldi er að ræða (andlegt, líkamlegt, kynferðislegt) og hvers konar misnotkun. En ég set spurningarmerki við það þegar samfélög eru farin að bera fyrir sig gáfnafari foreldra. Út frá þessu má svo spinna ýmislegt, eins og hvort eitthvað skuli gera þegar foreldrarnir eru andlega þroskaheftir og annað í þeim dúr. Ég þekki ekki línuna.

Ég var einu sinni sem oftar á ferð um tenglasíður netsins og rakst þar á tengil sem vísaði í umræðu á erlendum vef þjóðræknissinna. Þar hafði varaformaður Þjóðernissinnasamtaka Íslands (man nú ekki nákvæmlega hvað samtökin heita) skrifað pistil um ástandið á íslandi. (Þetta er sá hinn sami og var dæmdur fyrir ummæli sín í DV og ég fjallaði um e-n í desember) Hann vildi meina að gyðingasambandið, en svo nefndi hann ESB, hefði nú komið áru sinni vel fyrir borð á íslandi, með því að koma gyðingi, af þekktri harðlínufjölskyldu, í bólið hjá forseta vorum. Ég gat nú ekki annað en hlegið að þeirri vitleysunni, enda alveg ljóst að þessi "ágæti" maður hefur ekki lesið viðtalið umdeilda (eða kosið að minnast ekki á það) í Ísraelska dagblaðinu Haredz (með fyrirvara um rétta stafsetningu) þar sem frúin fróma, Dorrit Mussajef, gagnrýndi þarlend yfirvöld harðlega og sagðist jafnfram skammast sín fyrir að vera gyðingur, þegar slík voðaverk væru framin í nafni trúarinnar. Þetta er skoðun sem við Dorit deilum, því ég dauðskammast mín fyrir allan þann viðbjóð sem gerður hefur verið í nafni Guðs.

Eftir að hafa lesið meira af þessu spjallþræði, þá fór ólga að gera vart við sig í iðrum mínum. Ég skil ekki að nokkur maður geti fellt slíka dóma, sem þarna voru, um nokkurn einstakling/hóp einvörðungu út frá litarhætti eða hvort þeir telji þessa bókin helgari en hina. Ég get ekki annað sagt en að þvílíkur viðbjóður ætti ekki að lýðast, og það liggur við að ég vilji kvetja til útrímingar slíku fólki sem þarna ritaði, en þar sem þá færi ég niður á þeirra stall, þá læt ég mér nægja að segja, lýti hver sér nær og athugi sinn hug til þessara efna og sé fólk sammála þessum mönnum, þá guð (hvaða nafni sem hann nefnist og í hvaða mynd sem hann byrtist) veri sálu þess náðugur.

Svona í lokin, þá vil ég benda á sniðugan pistil sem systir mín ritar, um andleg málefni. Ég er henni nokkuð sammála bara, aldrei þessu vant. Svo er rétt að minnast aðeins á nýlegar uppgötvanir. Ég hefi nefnilega komist að því að ég á mér sálufélaga (reyndar tvo en aðeins annar er hér til umræðu) í snillingnum mikla Sansjó Pansa. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hann skjaldsveinn farandriddarans mikla don Kíkóta frá Mancha. Það sem við meistari Sansjó eigum helst sameiginlegt er gífurleg þörf fyrir að skreyta mál okkar með orðatiltækjum og málsháttum, ég vil nú reyndar ekki meina að ég sé jafn svakalegur málsháttaböðull og vinur vor Sansjó, en nálægur þó.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.