Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, janúar 27, 2004
 
"Nice work if you can get it, and you can get it if you try!" George Gershwin ómar undir pistlaskrifum mínum í kveld. Sótti mér nokkur laga hans um daginn og er fyrst núna að prufukeyra þau, svona er að hafa mikið að gera. Ég hefði getað sparkað fast í sjálfan mig í dag. Eftir vakt, þá ákvað ég að leggja mig dulítið, vitandi að vinur vor Kári ætlaði að íta við mér því ég huggðist keyra hann til tannsmiðs. Jú og það stóð allt heima, ég "sprett" á fætur og við Viðarsson brunum af stað suður í Kópavog. Finnum loks Hlíðarsmára 17 og skilja þar leiðir. Svo þegar heim er komið þá er minns nú enn talsvert framlár, svo ég ákveð að leggja mig aðeins í viðbót. Það vill ekki betur til en svo að þetta aðeins urðu að um 6 klukkutímum, því ég vakna ekki fyrr en um fimmleitið! Dagurinn allur farinn til spillis. En ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur safna liði, sem ég gerði og tók með mér Böttarann suður til Keflavíkur þar sem við dæmdum einn leik.

En þetta þýðir að sjálfsögðu að ég fer ekki alveg strax að sofa, svo góður hluti morgundagsins (dagsins í dag skv. dagsetningu pistilsins) fer einnig til spillis, en samt ekki um of, því ég hyggst taka mér sveitareisu fyrir hendur og ef ég þekki múttu rétt þá fæ ég ekki að sofa lengi frameftir, sérstaklega þar sem Margrét systir ætlar að fá far með mér.

Annars er mig farið að klæja í matargatið og sopaholuna, já það skal sko troðið í þau bæði nú um helgina, vinnufélagarnir á föstudagskvöldið og sveitungarnir á laugardag. Ég hef sett það á stefnuskránna fyrir þorrablótið (sveitungarnir) að smakka hval ef slíkt verður í boði. Ég vona reyndar að hann verði ekki bara súr, því ég er ekki fyrir súrmeti, heldur miklu frekar sem stórsteik, get alveg ímyndað mér að slíkt sé lossdæti. Annars treysti ég alveg á brasið hjá Kristjáni Fredriksen, meistarakokki okkar Tungnamanna (ég er farinn að hljóma eins og mamma!), því ég hef ekki enn farið óánægður frá borðum þar sem hann hefur séð um matseld. Svo má ekki gleyma meistara Bjartmari Hannessyni (það er sá sem samdi Hæ hó jibbý jey það er kominn 17. júní) en hann sér um að kitla hláturtaugar og stinga á félagslegu kýlunum að hætti íslenskra sveitamanna (s.s. í gamanvísnaformi, snilld sem sjaldan bregst). Jæja verð að hætta þessu, mig er farið að hlakka svo mikið til að ég sofna bara ekki neitt ef ég ekki stoppa.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.