Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
laugardagur, janúar 10, 2004
Ég held svei mér þá að höfuð mitt væri löngu tínt og tröllum gefið ef það væri ekki skrúfað fast á hálsinn. Í öllum hamagangnum áðan þá gleymi ég aðalatriði dagsins. Í dag er 75 ára meistari nokkur sem nefnist upp á ástkæra ylhýra Tinni. Varla þarf að kynna þann mann fyrir nokkrum Íslending frá 0-50 ára (en kannski fyrir örfáum af þeim sem eldri eru) enda hefur Tinni verið ríku þáttur í bóklegu uppeldi ungmenna frá því um miðjan áttunda áratuginn. Jafnvel var um það talað að hann hefði svipaðan stall og Bryndís Scram hafði, á svipuðum tíma, sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar, að vart mætti á milli sjá hvorir væru hugfangnari, feður eða synir. Ég var svo lánsamur að Tinni, ásamt þeim Lukku Láka, Ástríki, Sval og Val, Hinum Fjórum Fræknu, Strumpunum, Viggó Viðutan og fjölmargir aðrar, voru bækur sem ég átti kost á að kynnast í æsku. Ég var svo lánsamur að eignast nokkrar sem barn en sá ekki fram á að eignast margar á viðbót, sökum þess að hætt var að prenta þær á íslensku. Ég fagnaði því ógurlega þegar Fjölvi hóf endurútgáfu þeirra bóka sem þeir hafa rétt á og hefur bæst reglulega í safn vort þess vegna. Ég þótti æði undarlegur, (og þyki enn) verandi unglingur í Grunnskóla Borgarness og vera enn að fá þessar bækur lánaðar á bóksafni skólans, sem og á Héraðsbókasafninu. Ég samfagna meistara Tinna innilega og vona að hann verði enn við lýði eftir önnur 75 ár. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |