Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
mánudagur, maí 16, 2005
"Mannstu fyrir langa löngu, við sátum saman í skólastofu" Ég man ekki eftir skemmtilegri helgi en þeirri sem nú er að klárast. Sjálfsagt eru hún til, en þar sem minni mitt er ekki alveg upp á sitt besta hvað svona lagað varðar (er að taka Omega3 við þessu) þá stendur hún bara í 1. sætinu. Ég fór á laugardaginn í skreppitúr með gulu hættunni niður í iður skrímslisins (póstnúmer 101) og rölti þar milli bóka og tónlistarbúða. Endaði með tvær bækur (nýjan Pratchett og Elminster) og tvo diska (Genius loves company með Ray Charles og lögin úr Edit Piaf sýningu þjóðleikhússins). Var svo sáttur við þetta að ég tók mig til (jább meira göngugrobb) og rölti mér í rólegheitum (ekki hægðum) upp Laugaveginn þar sem ég snarventi og tölti Kringlumýrarbraut þar sem hún mætir Stigahlíð og fór inn í stigagang þar í heimsókn. Eftir að hafa notið gestristni Hrannar þá var ég svo heppinn að fá far heim. Mjög sáttur eftir góða menningar og heilsubótargöngu um 101 (and a bit more). Svo var dagskráin sú að slappa af heim og lesa bækur með góða tónlist í bakgrunni, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég rak augun í skjáauglýsingu á Skjá 1 um tónleika Robin Nolan Tríó á Rósenberg og ákvað að skella mér. Sé ekki eftir því. Tríóið spilar svokallaðan Django jazz eða Gypsy jazz (sígauna jazz) sem lýtur einhverjum ákveðnum lögmálum sem ég verð að játa fávisku mína um en allavega þá voru lögin sem þeir tóku ákaflega skemmtileg, hress og grípandi og ég kolféll. Keypti tvo diska með þeim og er núna orðinn opinberlega mikill aðdáandi. Það er eitthvað við tvo gítara (lead og rythm) og kontrabassa sem spila hraða og hressa tónlist sem er svo ótrúla grípandi. Ég dáðist heilmikið að Robin Nolan sjálfum, sem er ótrúlegaur gítarleikari (spilar lead) en ég dáðist meira að Kevin bróður hans sem er án ef Charlie Wats rythmagítarleikara. Takturinn sem hann slær er óaðfinnanlegur, þéttur og stöðugur og án hans væri ekki mikið bakbein í tónlist þessa fína tríós (fyrir utan það að þá væri það alls ekki tríó). Eftir tónleikana hafði ég ráðgert að fara heim, en aðstæður og ástand voru orðnar slíkar að heimferðinni var slegið á frest. Ég skemmti mér konunglega allt þar til ég vaknaði á Sunnudagsmorguninn. Í gær fórum við Guðni á 10 ára útskriftarafmæli okkaru úr grunnskóla. Og ég verð að viðurkenna það að ég skemmti mér alveg frábærlega, þrátt fyrir ákveðnar efasemdir sem ég hafði um þessa samkomu fyrirfram. Hópurinn hittist á Bjössaróló, þar sem við fengum skonsur og dýrindis köku. Svo var labbað í íþróttahúsið þar sem við fengum að upplifa það sem fæst okkar hafa upplifað sl. 10 ár, ekta leikfimitíma. Fórum í brennibolta, höfðingjaleik, eitur í flösku og fleiri gamla og góða leiki. Alger snilld! Svo á eftir var farið í sund og slappað af (og ærslast aðeins meira, í rennibrautunum auðvitað). Nú okkur var svo stefnt á Búðarklett um áttaleitið, þar sem fleiri leikir fóru fram, borðaður dýrindis matur, spjallað um gamla tíma og nýja og síðast en ekki síst, dansað fram á rauða nótt. Ég get sagt ykkur það góðir lesendur, að það er mjög langt síðan ég hef haft svona miklar harðsperrur og í dag. Sem ber ágætis vott um hamaganginn bæði í íþróttasalnum og á dansgólfinu. Og þið letihaugar sem ekki nentuð, þið misstuð af miklu!! Fleira ekki gjört, fundi slitið. föstudagur, maí 06, 2005
"Ég labbaði í bæinn, mér létt í skapi var, að líta inn á búllur samkvæmt vana." Ég man nú ekki hvort ég hef getið þess hér, en fyrir ekki svo löngu síðan þá tók ég upp á því að selja bílinn minn. Ég seldi hann ekki langt, né heldur fyrir mikið, en það eru aukatriði. Nú er ég því fótgangandi minni ferða, ellegar á ferð með Strætó bs. nú eða hverjum þeim vini/vandamanni sem mér kann að takast að snúast með mig. Í fyrstu þá sá ég fram á einangrun og einmannaleika, ég væri allt of latur til að arka eitthvað til að heimsækja fólk. En viti menn, það er bara hreint ekki svo slæmt að arka í sæmilegu veðri, þó í annað bæjarfélag sé. Tók upp á því að rölta mér í gærmorgun, suður í Kópavog, þar sem mér skilst að gott sé að búa. Stefnan var sett á verslun BYKO í Breiddinni þar sem ég áætlaði að festa fé mitt í hjóltík einhvurri. En eftir um 20 mínútna röska göngu þá komst ég að því að tiltekin verslun væri lokuð þann daginn (sem var jú uppstigningardagur, mikil trúarleg hátíð hjá okkur íslendingum) og því yrði ég að bíða með hjólaverslun. En þar sem ég var nú kominn í mikinn verslunar ham, þá brá ég mér bara í Bónus í staðinn. Þaðan gekk ég út með tvo rúmlega hálfa innkaupapoka (ég hefði getað komið öllu í einn en ákvað að vera gáfaður og vera í góðum "baláns") og hóf heimferðina. Á leiðinni varð ég fyrir fólskulegri árás sleikjuóðs hunds sem vildi endilega þvo mér hátt sem lágt, en ég komst undan við illan leik og votur mjög. Annað var nú ekki tíðinda af heimferðinni sem í heild tók um hálfan klukkutíma og ferðin sjálf rétt rúman heilan klukkutíma. Ég hafði mjög gott af þessu arki og þó ég viti að ég verði tæpast alltaf jafn viljugur til gangs, þá hafa líkurnar á því aukist til muna. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, maí 01, 2005
"Ég kátur stunda kvennafar og kann að súpa' úr glasi. Með hlátir slapp ég hér og þar úr hinu' og öðru' þrasi." Ég fer ekki fram á mikið hvað varðar "niðurstöður" lífsins. Ég vil einungis fá að vera hamingjusamur. Ekki ýkja stór ósk eða hvað? Nei í raun ekki, en samt eins og margar líkar óskir, alveg næstum því óframkvæmanleg nema eftir á. Ekki hlaupa á brott núna og halda að ég þurfi bóltstrað herbergi og hvítan ermalangann slopp, þó ég hljómi þannig. Dokið augnablik eða tvö og hringið svo á mennina með ermalanga sloppinn. Ég er fyrir margt löngu síðan búinn að komast að tilgangi lífsins. Og viti menn hann er þræl einfaldur. Tilgangur lífsins er að vera hamingjusamur! Nú koma "en-in" EN ekki endilega þannig hver líðandi stund sé uppfull af hamingju, slíkt er nær ómögulegt okkur breiskum mönnum, fyrir utan hversu óskaplega leiðinglegt slíkt líf yrði. Nei þessi hamingja skoðast eftirá. Það er s.s. heildarmyndin sem máli skiptir. Þegar einhver liggur sína banalegu og hugsar til baka (eða sér líf sitt eins og einka bíómynd fyrir hugskotsjónum sínum) þá hefur viðkomndi höndlað tilgang lífsins ef hann er sáttur við sitt líf og sínar ákvarðanir. Því í sáttinni felst hamingjan! Ekki má samt skilja orð mín á þann hátt að menn getir bara orðið hamingjusamir eftirá, því fer víðsfjarri. Menn geta auðveldlega orðið þræl hamingjusamir á og í skamman tíma. Flestir eru býsna sáttir þegar þeir eru nýbúnir að landa kærasta/kærustu og þ.a.l. hamingjusamir. En viðkomandi getur svo reinst flagð undir fögru skinni, eða bara ekki alveg rétt týpan og því endist sú hamingja ekki endilega. Hún er aungvu minna raunveruleg fyrir vikið og í raun bráðnauðsynleg til að menn geti náð að uppfylla lífstilganginn, því lærdómur er hluti af því ferli. Maður lærir jú af hamingju sem er svona skammvinn, hverju maður á að lýta eftir, eða horfa framhjá, svo dæmi sé tekið. Maður lærir af allri upplifun og sá lærdómur er skref í átt að því að uppfylla tilganginn, að ná hinni endanlegu sátt. Ég held að ég fari ekkert dýpra í þessi mál í þessum pistli, þó ég hafi með sjálfum mér brætt úr allnokkrum heilastöðvum með talsvert dýpri pælingum út frá þessu, s.s. eins og skilgreiningu ástar í frumspekilegum skilningi, en slíkt býður betri tíma og jafnvel hins íslenska bókmenntafélags og rita þess. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |