Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, maí 01, 2005
 
"Ég kátur stunda kvennafar og kann að súpa' úr glasi. Með hlátir slapp ég hér og þar úr hinu' og öðru' þrasi."

Ég fer ekki fram á mikið hvað varðar "niðurstöður" lífsins. Ég vil einungis fá að vera hamingjusamur. Ekki ýkja stór ósk eða hvað? Nei í raun ekki, en samt eins og margar líkar óskir, alveg næstum því óframkvæmanleg nema eftir á. Ekki hlaupa á brott núna og halda að ég þurfi bóltstrað herbergi og hvítan ermalangann slopp, þó ég hljómi þannig. Dokið augnablik eða tvö og hringið svo á mennina með ermalanga sloppinn.

Ég er fyrir margt löngu síðan búinn að komast að tilgangi lífsins. Og viti menn hann er þræl einfaldur. Tilgangur lífsins er að vera hamingjusamur! Nú koma "en-in" EN ekki endilega þannig hver líðandi stund sé uppfull af hamingju, slíkt er nær ómögulegt okkur breiskum mönnum, fyrir utan hversu óskaplega leiðinglegt slíkt líf yrði. Nei þessi hamingja skoðast eftirá. Það er s.s. heildarmyndin sem máli skiptir. Þegar einhver liggur sína banalegu og hugsar til baka (eða sér líf sitt eins og einka bíómynd fyrir hugskotsjónum sínum) þá hefur viðkomndi höndlað tilgang lífsins ef hann er sáttur við sitt líf og sínar ákvarðanir. Því í sáttinni felst hamingjan! Ekki má samt skilja orð mín á þann hátt að menn getir bara orðið hamingjusamir eftirá, því fer víðsfjarri. Menn geta auðveldlega orðið þræl hamingjusamir á og í skamman tíma. Flestir eru býsna sáttir þegar þeir eru nýbúnir að landa kærasta/kærustu og þ.a.l. hamingjusamir. En viðkomandi getur svo reinst flagð undir fögru skinni, eða bara ekki alveg rétt týpan og því endist sú hamingja ekki endilega. Hún er aungvu minna raunveruleg fyrir vikið og í raun bráðnauðsynleg til að menn geti náð að uppfylla lífstilganginn, því lærdómur er hluti af því ferli. Maður lærir jú af hamingju sem er svona skammvinn, hverju maður á að lýta eftir, eða horfa framhjá, svo dæmi sé tekið. Maður lærir af allri upplifun og sá lærdómur er skref í átt að því að uppfylla tilganginn, að ná hinni endanlegu sátt.

Ég held að ég fari ekkert dýpra í þessi mál í þessum pistli, þó ég hafi með sjálfum mér brætt úr allnokkrum heilastöðvum með talsvert dýpri pælingum út frá þessu, s.s. eins og skilgreiningu ástar í frumspekilegum skilningi, en slíkt býður betri tíma og jafnvel hins íslenska bókmenntafélags og rita þess.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.