Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 16, 2005
 
"Mannstu fyrir langa löngu, við sátum saman í skólastofu"

Ég man ekki eftir skemmtilegri helgi en þeirri sem nú er að klárast. Sjálfsagt eru hún til, en þar sem minni mitt er ekki alveg upp á sitt besta hvað svona lagað varðar (er að taka Omega3 við þessu) þá stendur hún bara í 1. sætinu. Ég fór á laugardaginn í skreppitúr með gulu hættunni niður í iður skrímslisins (póstnúmer 101) og rölti þar milli bóka og tónlistarbúða. Endaði með tvær bækur (nýjan Pratchett og Elminster) og tvo diska (Genius loves company með Ray Charles og lögin úr Edit Piaf sýningu þjóðleikhússins). Var svo sáttur við þetta að ég tók mig til (jább meira göngugrobb) og rölti mér í rólegheitum (ekki hægðum) upp Laugaveginn þar sem ég snarventi og tölti Kringlumýrarbraut þar sem hún mætir Stigahlíð og fór inn í stigagang þar í heimsókn. Eftir að hafa notið gestristni Hrannar þá var ég svo heppinn að fá far heim. Mjög sáttur eftir góða menningar og heilsubótargöngu um 101 (and a bit more). Svo var dagskráin sú að slappa af heim og lesa bækur með góða tónlist í bakgrunni, en margt fer öðruvísi en ætlað er.

Ég rak augun í skjáauglýsingu á Skjá 1 um tónleika Robin Nolan Tríó á Rósenberg og ákvað að skella mér. Sé ekki eftir því. Tríóið spilar svokallaðan Django jazz eða Gypsy jazz (sígauna jazz) sem lýtur einhverjum ákveðnum lögmálum sem ég verð að játa fávisku mína um en allavega þá voru lögin sem þeir tóku ákaflega skemmtileg, hress og grípandi og ég kolféll. Keypti tvo diska með þeim og er núna orðinn opinberlega mikill aðdáandi. Það er eitthvað við tvo gítara (lead og rythm) og kontrabassa sem spila hraða og hressa tónlist sem er svo ótrúla grípandi. Ég dáðist heilmikið að Robin Nolan sjálfum, sem er ótrúlegaur gítarleikari (spilar lead) en ég dáðist meira að Kevin bróður hans sem er án ef Charlie Wats rythmagítarleikara. Takturinn sem hann slær er óaðfinnanlegur, þéttur og stöðugur og án hans væri ekki mikið bakbein í tónlist þessa fína tríós (fyrir utan það að þá væri það alls ekki tríó). Eftir tónleikana hafði ég ráðgert að fara heim, en aðstæður og ástand voru orðnar slíkar að heimferðinni var slegið á frest. Ég skemmti mér konunglega allt þar til ég vaknaði á Sunnudagsmorguninn.

Í gær fórum við Guðni á 10 ára útskriftarafmæli okkaru úr grunnskóla. Og ég verð að viðurkenna það að ég skemmti mér alveg frábærlega, þrátt fyrir ákveðnar efasemdir sem ég hafði um þessa samkomu fyrirfram. Hópurinn hittist á Bjössaróló, þar sem við fengum skonsur og dýrindis köku. Svo var labbað í íþróttahúsið þar sem við fengum að upplifa það sem fæst okkar hafa upplifað sl. 10 ár, ekta leikfimitíma. Fórum í brennibolta, höfðingjaleik, eitur í flösku og fleiri gamla og góða leiki. Alger snilld! Svo á eftir var farið í sund og slappað af (og ærslast aðeins meira, í rennibrautunum auðvitað). Nú okkur var svo stefnt á Búðarklett um áttaleitið, þar sem fleiri leikir fóru fram, borðaður dýrindis matur, spjallað um gamla tíma og nýja og síðast en ekki síst, dansað fram á rauða nótt. Ég get sagt ykkur það góðir lesendur, að það er mjög langt síðan ég hef haft svona miklar harðsperrur og í dag. Sem ber ágætis vott um hamaganginn bæði í íþróttasalnum og á dansgólfinu. Og þið letihaugar sem ekki nentuð, þið misstuð af miklu!!

Fleira ekki gjört, fundi slitið.