Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
föstudagur, maí 06, 2005
"Ég labbaði í bæinn, mér létt í skapi var, að líta inn á búllur samkvæmt vana." Ég man nú ekki hvort ég hef getið þess hér, en fyrir ekki svo löngu síðan þá tók ég upp á því að selja bílinn minn. Ég seldi hann ekki langt, né heldur fyrir mikið, en það eru aukatriði. Nú er ég því fótgangandi minni ferða, ellegar á ferð með Strætó bs. nú eða hverjum þeim vini/vandamanni sem mér kann að takast að snúast með mig. Í fyrstu þá sá ég fram á einangrun og einmannaleika, ég væri allt of latur til að arka eitthvað til að heimsækja fólk. En viti menn, það er bara hreint ekki svo slæmt að arka í sæmilegu veðri, þó í annað bæjarfélag sé. Tók upp á því að rölta mér í gærmorgun, suður í Kópavog, þar sem mér skilst að gott sé að búa. Stefnan var sett á verslun BYKO í Breiddinni þar sem ég áætlaði að festa fé mitt í hjóltík einhvurri. En eftir um 20 mínútna röska göngu þá komst ég að því að tiltekin verslun væri lokuð þann daginn (sem var jú uppstigningardagur, mikil trúarleg hátíð hjá okkur íslendingum) og því yrði ég að bíða með hjólaverslun. En þar sem ég var nú kominn í mikinn verslunar ham, þá brá ég mér bara í Bónus í staðinn. Þaðan gekk ég út með tvo rúmlega hálfa innkaupapoka (ég hefði getað komið öllu í einn en ákvað að vera gáfaður og vera í góðum "baláns") og hóf heimferðina. Á leiðinni varð ég fyrir fólskulegri árás sleikjuóðs hunds sem vildi endilega þvo mér hátt sem lágt, en ég komst undan við illan leik og votur mjög. Annað var nú ekki tíðinda af heimferðinni sem í heild tók um hálfan klukkutíma og ferðin sjálf rétt rúman heilan klukkutíma. Ég hafði mjög gott af þessu arki og þó ég viti að ég verði tæpast alltaf jafn viljugur til gangs, þá hafa líkurnar á því aukist til muna. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |