Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, apríl 25, 2004
"Bessi Jóns og Bósi Jóns og Bassi litli sæti, a skeramí sjúbbí dú skúbbí dú" Svo söng Gísli Rúnar Jónsson, kaffibrúsakarl og grínisti með meiru, í orðastað Páls Vilhjálmssonar en hann var orðheppinn dúkka í stundinni okkar í kringum 1980 og geta menn heyrt þennann söng í heild sinni á plötunni Agljör Sveppur. Ég átti alveg prýðilega helgi en hún hófst á suðurferð strax að vinnu lokinni á föstudagskveldi. Með í för var góðvinur vor Ólafur Ágúst en hann hugðist vísitera bróður sinn Ragnar Finn sem stundar Byggingaverkfræðinám í Háskóla Íslands um þessar mundir. Eftir að hafa komið Ólafi í góðar hendur vestur í bæ þá brunaði ég heim á Tunguveg og tók mér sturtu en svo lá leið mín í Breiðholtið þar sem ég vissi um vaska sveit vænra manna sem beið mín svo spil gæti hafist í spili því sem nefnist á engilsaxneskri tungu Dungeons and Dragons. Slík spilamennska var stunduð fram eftir nóttu og sóttist mönnum spilið ágætlega. Á laugardag stóð hugur manna til kvikmyndahúsaferðar og skyldi þar sjá myndi Quentin Tarantino, Kill Bill vol. 2. Ég verð að viðurkenna að ég varð hugfanginn við áhorf myndarinnar. Ekki endilega af efni hennar eða henni sjálfri, þó svo að efnið og myndin hafi verið mikil snild og langt er síðan ég hefi séð myndræna veislu sem þessa. En það, eða öllu heldur sú, sem náði huga mínum var leikkonan Uma Thurman. Ég mynnist þess ekki að hafa orðið vitna að jafn sterkri "presance" eða útgeislun frá leikara í bíómynd áður. Ég gjörsamlega sogaðist að henni og gat ekki annað en dáðst að því hvers "venjuleg" eða mannleg hún var í myndunum tveim og þetta segi ég hikstalaust þrátt fyrir að myndirnar hafi haft mjög svo yfirnáttúrulegt yfirbragð. Ég tók nefnilega eftir því hversu lítið var gert af því að sýna leikkonuna í fegurrra ljósi en raunveruleikinn bauð upp á, svokallaðar beuty shots, því maður sá greinilegar allar hefbundar hrukkur og önnur "lýti" sem á leikama hennar voru. Með lýtum á ég við slit og slíkt sem maður býst við að finna á hverri manneskju sem komin er yfir þrítugt en Hollywood hefur hingað til, alla vega æði oft, viljað hylja til að sem mest "fegurð" sjáist. Ég get nú ekki sagt annað en að ég hafi stundum "tunast út" fram myndinni sjálfri og gleymt mér í því að fylgjast með Umu og ég get fullyrt það hér og nú að fengi ég einhverju um það ráðið, þá fengi hún óskar, jón, pál, björn eða hvern þann sem hún vildi í viðurkenningarskyni fyrir framistöðuna í þessum myndum tveim. Fleira ekki gjört, fundi slitið. fimmtudagur, apríl 22, 2004
"You ain't seen nothing yet, babababababy, you just ain't seen nothing yet. There're some things you never gonna forget, babababababy you just ain't seen nothing yet!" Góðann daginn góðir hálsar og gleðilegt sumar. Í fyrsta sinn í manna minnum þá er bara þolanlegt veður (og jafnvel rúmlega það) á hinum íslenska fyrsta sumardegi. Ég hef reyndar aldrei skilið það hjá okkur (eins og margt annað) að halda upp á fyrsta dag sumars í lok apríl, þar sem veður hefur undantekningalítið boðið upp á ákaflega fáar sumarhugmyndir á þessum árstíma. Reyndar með hlýnandi loftslagi þá má segja að veðrið sé farið að aðlaga sig að þessari undarlegu dagssetningu, það hefur væntanlega gefist upp á því að sannfæra okkur með tíðum stormum um að færa þennan ágæta dag nær hinu raunverulega sumri. Í öðrum fréttum af mér er það að segja að ég hefi verið kjörinn í stjórn körfuknattleiksdeildar ungmennafélagsins Skallagríms ásamt fleiri góðum mönnum. Jóhann Skalli Waage og Ragnar Risi Gunnarsson eru meðal hinna, ásamt Ólafi nokkrum Helgasyni og Helga öðrum Helgasyni og svo fulltrúa leikmanna, Ara Gunnarssyni. Nú er bara að kíla á málið og gera Skallagrím að því stórveldi sem við höfum löngum vitað að það væri! Nú um helgina stendur hugur minn til Reykjavíkur þar sem ég hyggst leggjast í spil með góðvini mínum Mr. Jones, Meistara Maríusi og fleiri góðum mönnum. Svo er líka í bígerð að koma við í kvikmyndahúsi og sjá nýjasta meistarverkt Meistara Tarantions, Kill Bill vol. 2, sem einhver undarleg gúrka þýddi sem Bana Billa. Alveg fáránleg þýðing, ætti frekar að vera Drepa Billa eða Að Bana Billa, hitt situr æði undarlega á tungu vorri. Annars snýst líf mitt þessa dagana um fjóra hluti, vinnu, mat, svefn og SMS en þó ekki endilega í þessari röð. En vitiði hvað gott fólk, ég kann því bara ágætlega og kem ábyggilega ekki til með að kvarta hátt þegar launaseðillinn kemur, vona ég a.m.k. Svo fer að lýða að þingi KKÍ, en það verður haldið eftir rúma viku á Selfossi, þangað stefni ég ótrauður og ég er á því að þar verði stuð. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, apríl 18, 2004
"I heard there was a secret chord, that David played and it pleased the lord. But you don't like music do you? It goes like this the forth the fifth, the minor fall and major lift. The baffled king composed Halelujah." Þetta er fyrsta erindið í laginu Halelujah eftir Leonard Cohen, mjög fallegt lag en ég er að brasast við það þessa daganna að semja við það íslenskan texta. Það gengur svona upp og ofan en mjakast þó. Ég hef varla gefið mér tíma til að vera til þessa vikuna, enda búinn að vinna æði mikið og er það vel, nóg af átökum og líkamlegu puði. Nú er bara að hefja hlaup og skera mör. Ég tók mér reyndar frí á föstudaginn sl., en þá um kvöldið fór fram lokahóf KKÍ. Þar vorum við félagarnir, ég og Guðni og skemmtum okkur ágætlega í fámennum en góðmennum hópi dómara í fyrirpartý og svo með hreyfingunni allri í Súlnasalnum á Sögu. Ég gerði nú fleira á föstudaginn, m.a. þá fór ég starfsviðtal sem fyrrnefndur góðvinur Guðni kom á fyrir mig, segiði svo að það sé ekki hægt að nota sér pólitískt framapot þó maður taki ekki þátt í því sjálfur! En ég kann græna manninum miklar þakkir fyrir en það kemur í ljós í næstu viku hvort eitthvað verður úr þessu og þá mun ég væntanlega hefja störf í júní. Já það er til margs að hlakka í Júní!! Laugardagskvöldið var líka déskoti skemmtilegt en þá fórum við Raggi á Búðarklett og hlýddum með andagt á snillinganna Hafþór og Gunnar sem saman mynda dúettinn Súkkat. Skemmtum við okkur konunglega í hópi fjölmargra annara skemmtilegra manna og kvenna. Reyndar hefði ég kosið að þeir hefðu byrjað fyrr, því það var komið full mikið af fólki sem var ekki þarna til að hlusta á þá heldur drekka og því var kliðurinn talsverður undir lok tónleikanna. En skemmtunin var áægt engu að síður. Læt hér staðar numið. Fleira ekki gjört, fundi slitið. sunnudagur, apríl 11, 2004
"Það á afmæli í dag, það á afmæli í dag, það á afmæli bloggið, það á afmæli í dag:" Já góðir hálsar í dag er vefbók mín ársgömul og ég hef af því tilefni ákveðið að færa til hennar þessa færslu. Það var fyrir tilstuðlan Ragnars góðvinar míns að ég sýktist af þessari bakterýu að tjá mig um allt milli himins og jarðar á öldum veraldarvefsins. Eftir að hafa aðstoðað hann með þá nýhafna síðu hans þá varð ég bara að reyna mig við þetta. Umtalsefnin hafa verið mörg og pistlarnir misjafnir, bæði hvað varðar innihald og útbúnað. Sumir hafa fæðst á fljúgandi siglingu en á aðra hefur þurft að beita væpnum til að koma þeim frá. Sumir hafa haft gríðar mikið heimspekilegt innihald, en aðrir verið bévað froðusnakk sem vart voru tímans virði. En hvað knýr fólk áfram í bloggi? Hvað veldur því að hið ólíklegasta fólk byrjar að gaspra um allt frá sínum innstu hjartans málum til ómerkilegrar hversdags pólitíkur? Ég veit um nokkrar týpur. Eitt blogg sem ég les reglulega er nær eingöngu til þess að leifa nánum vinum og ættingjum að lesa um daglegt líf þess sem það færir á meðan annað blogg sem ég les líka reglulega fjallar nær einvörðungu um vangaveltur höfundar til hinna ýmsustu hluta, án þess að minnast nokkuð á daglegt líf hans. Flestir, þar á meðal ég, virðast blanda þessu tvennu saman í einhverjum hlutföllum. Blandan er mjög misjöfn milli manna og menn æði misjafnir pennar og koma hugsunum sínum æði misjafnlega frá sér. Ég sjálfur blogga mestmegnis vegna einhverjar athyglisþarfar í bland við þörf fyrir að koma hugsunum mínum á blað. En skrifin þurfa að hafa tilgang og bloggið gefur tilgang, þó hann sé kannski langsóttur, sem autt wordskjal gefur ekki. Svo bæta menn við kommentakerfum til að "bæta" síðun enn frekar og ég skal fúslega viðurkenna það, að ég hef mjög gaman að því að frá viðbrögð við því sem ég skrifa, þess vegna skrifa ég hér, en ekki í word. Reyndar fæ ég heilmikið út úr því að skrifa sögur og semja stökur líka og þau skrif eru ákaflega skemmtileg, en þau eru öðruvísi. Svona vangaveltur eins og ég hef framið hér í þessum pistili, þeim gæti ég seint komið fyrir í sögu svo vel yrði og aldrei í bundnu máli, og trúið mér, ég hef reynt hvortveggja! Að sama skapi þá eiga langar sögur ekki vel við hér, ég sá það þegar ég setti fram eina af sögunum mínum ekki alls fyrir löngu, en vísur geta átt vel við í bland, það fer að sjálfsögðu eftir efninu. Eins og áður sagði þá blogga ég mest vegna athyglisþarfar og þarfar að koma hugsunum á blað. Ég gerir ráð fyrir að athyglisþörf sé meðfylgjandi flestum bloggurum, nema kannski þeim sem aldrei auglýsa sín skrif neinsstaðar og segja bara fáum frá. En við hinir "venjulegu" bloggarar eru án vafa með nett athyglisþörf. Ég hef líka tekið eftir því að fólk sýnir stundum annan persónuleika í bloggi en dags daglega. Sumir verða þá kannski kjaftfori töffarinn sem þeir voru/eru ekki og segja hluti sem þeir myndu aldrei segja við fólk í hinum venjulega heimi. Svoleiðis týpur sér maður reyndar oft fljótlega í gegnum, þær kunna ekki til verka sem hinn kjaftfori. En hver sem ástæðan er þá er ég ákaflega ánægður með þau blogg sem ég les reglulega, þau hafa gert mína netveru mun skemmtilegri sem og þessi vefur hefur gefið mér mikla ánægju og fróun á ritþörf minni. Til hamingju með daginn Konni B.(ullari) Fleira ekki gjört, fundi slitið. föstudagur, apríl 09, 2004
"Nú er ég klæddur og kominn á ról, kristur jésú veri mitt skjól. Í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag svo líki þér." Já ágætis ról í nýjustarfi á gömlum grunni. Ég er reyndar ekki að vinna í dag, því menn hér á landi leggja niður störf í minningu Jesús nokkurs Krists, en hann lést á krossi sínum á þessum degi fyrir tæpum 2000 árum, þ.e. ef nokkur maður tekur mark á þeirri sögu. Hafði velt því fyrir ykkur hvers vegna föstudagurinn langi er aldrei á sama degi, ég meina ef Jesú dó, segjum 9. apríl, ætti þá 9. apríl ekki alltaf að vera helgidagur, ekki bara einhver föstudagur skv. einhverju kerfi sem ekki nokkur maður skilur, nema örfáir spekingar hjá Almanaki HÍ! En það er náttúrulega svo að þessi saga er mest megnis táknrænn og dagurinn hluti af hátíð sem er orðin æði blöndum hinum ýmsu öðrum (svipað og Jólahátíðin sem kristinr menn "stálu" (fengu lánaða) hjá heiðnum sem hátíð ljóss (og friðar)), svo sem eins og vorhátíðum ýmiskonar o.s.frv. En páskahátíðin átti ekki að vera til umræðu hér. Ég er mættur í sveitina, til karls og kerlingar og til nýs starfs í Orkuni Loftsins. Þar hef ég verið settur í nemastörf á steypustöð fyrirtækisins og hefur það tekist ágætlega, þó ég segi sjálfur frá. En það er greinilegt að ég hef ekki unnið mikið með líkama mínum, því þó að þetta starf útheimti ekki mikla líkamlega tilburði, þá fynn ég til á stöðum þar sem ég var búinn að gleyma að væru vöðvar. En mikið lifandi skelfingar ósköp er gott að vera farinn að gera eitthvað með viti og vera hættur að elta skugga, skottur og móra. Ég hafði uppi vonir um að fara að stafla hellum eða eitthvað álíka líkamlegt, en ég er feginn eftir á, að hafa byrjað í aðeins minna líkamlegu brasi, því minn stóri skrokkur hefði líklega ekki þolað slík ógnar viðbrigði sem það hefðu verið. Nóg hefur greyið kvartað nú þegar. En slíkum kvörtunum er ekki sinnt og flykkið pínt áfram, enda löngu kominn tími til að láta lýsið flæða og mörinn bráðna af. Þarf reyndar að skondrast suður til Reykjavíkur og sækja mér líkamsræktarútbúnað vorn, en í einhverju hugsunarleysi þá varð hann eftir að Tunguvegi númer 18. Sviptingar hafa orðið í búsetuáætlunum okkar drengjanna. Eins og vitað var þá hyggst Þorvaldur fara að búa með sinni ekta kvinnu, henni Alrúnu og hljóðaði planið upp á að HjálMaríus tæki stöu hans, svo við gætum enn verið fjórir og nýtt okkur þá hagkvæmni sem því fylgir. En nú hefur Guðni tekið þá ákvörðun að fara að búa sóló, drengurinn ætlar að fara að standa á eigin fótum, loksins. Ég kem til með að fylgjast vel með þeirri tilraun hans, og verður fróðlegt að sjá hvernig hún gengur. Þannig að við erum bara 3 eftir, ég, Kári og Maríus, leit okkar stendur nú yfir, en af henni eru ekki enn komin nein týðindi. Ég stend einnig í atvinnuleit á höfðuborgarsvæðinu, þó að það sé ágætt að vera í nesinu góða, þá stendur hugur minn til búsetu í höfuðstaðnum enn um sinn. En sú leit hefur engann árangur borið enn, en maður er þó alltaf bjartsýnn. Fleira ekki gjört, fundi slitið. laugardagur, apríl 03, 2004
"Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli sjálfur, ég á afmæli í dag." Jú lesendur góðir til sjávar og sveita, undirritaður hefur mikla ástæðu til að fagna í dag. Erste gang, þá á ég afmæli eins og glöggt má sjá og ýmsir ættu að muna. Hinns vegar þá er ég að vinna mína síðustu vakt sem öryggisgorkúla í Ameríku við Laufásveg!!! Sem er mjög gott. Það er nú reyndar svo að fátt er svo með öllu gott að ekki fylgi eitthvað slæmt og það er náttúrulega sú staðreynd að ég skil eftir mig dágóðan hóp skemmtilegra manna sem með mér hafa unnið og verða eftir þegar ég held á braut. Ég vona bara að á nýjum stað (hvar sem hann verður) verði jafn gott safn vinnufélaga. En þar sem ég hef ekki enn fengið vinnu hér í höfuðstaðnum þá ætla ég að ala manninn í Loftorkunni góðu þangað til. Já góðir hálsar þó að ekki séu nema rúmar fjörtíu mínútur frá því að dagurinn góði, hinn 3. apríl gekk í garð, þá hef ég þegar fengið góðar afmæliskveðjur. Klukkan var ekki nema rétt rúma eina mínútu gengin í 1 þegar bjall hjá mér síminn og heilsað var frá Eysrasalti, nánar tiltekið Karis City í Suomi. Fékk sú ágæta stúlka heiðurinn af því að vera fyrst til að óska mér til hamingju eftir að dagurinn gekk í garð (ég hafði reyndar fengið tvær kveðjur áður, frá Kára og Dóru frænku) og var það ákaflega fallega gert af henni. Fast á hæla hennar komu þeir Geiri graði og Júlli, en sá síðarnefndi söng fyrir mig í gegnum talstöðina og hef ég sjaldan heyrt farið jafn fögrum raddböndum um afmælislagið. Ég átti líka von á heimsókn frá ástkærum yfirmanni vorum, en hann hafði talað um að kíkja á okkur í kvöld vopnaður páskaeggjum. En staðan er nú sú, þegar klukkan er rétt að verða 1 að hvorki hefur sést til hans tangur né tetur og er það miður, því páskaegg þetta stefndi í að vera það eina sem ég fengi um komandi páska. Ég verð þá bara að leggja leið mína í Bónus og bjarga málinu, það þíðir ekki að vera páskaeggjalaus um páskanna! Helgin verður æði busy, svo maður sletti aðeins. Á morgun, eftir ekki langan svefn, þá legg ég í hann upp í Borgarfjörð í foreldrahús, þar sem tekið verður á móti mér með kökum og tilheyrandi góðgæti og gúmmolaði. Einnig er von á frændum, frænkum, ömmum og afa í vísiteringu. Kvöldinu ætla ég svo að eiða með margnefndum heiðursmanni, Ólafi Ágústi og er jafnvel von til þess að Risavaxinn vinur vor Ragnar láti líka sjá sig. Þar verða drukknir nokkrir kaldir í tilefni dagsins og guð einn veit til hvers það leiðir. Nú á sunnudaginn þá verður mikil veisla að Tungu í Svínadal. En þar fagna þeir bræður Konráð Jóhann og Andri Björn Andréssynir fermingu sinni. Þangað mun ég halda og eta vel í boði foreldra þeirra, enda hefi ég sjaldan flotinu neitað. Nú svo er það bara mæting í orkuna á mánudag og taka til við að stafla hellum eða eitthvað annað slíkt. Sama er mér, svo fremi að ég fái að reyna á mig, orðinn býsna þreyttur á aðgerðarleisi í Laufásvegar Ameríku. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |