Konni B.(ullari)


Konráð J. BrynjarssonThis page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
 
"...ég sagði; vilt' ekki byrja með mér?..."

Ég vil helst ekki hallmæla neinum, var betur alinn upp en svo, en Amerískt slúðursjónvarp er hlutur sem ég get ekki með nokkru móti haft nokkrar jákvæðar hneigðir til. Á Sirkus eru einhverjir (einn eða fleiri) slíkir þættir, þ.á.m. einn sem heitir "The Insider" og hafa þeir víst verið að fjalla um, í ótrúlega miklum og nánum smáatriðum án þess þó að segja nokkuð (eins og Amerískra er siður), Önnu Nicole Smith. Ég geri bara ráð fyrir því að flestir viti hvur konan er. Hún hefur lent í ýmsu um æfina, blessuð stúlkan, er t.d. nýbúin að missa son sinn. Allavega þessi þáttur hefur verið að velta sér uppúr hennar málum í á annan mánuð. Ég veit þetta því ég hef slystast til að hafa sjónvarpið stilt á Sirkus endrum og eins og hef þá æfinlega rambað á Innanbúðarmanninn.

Allavega Anna hefur verið tíður gestur í þættinum, án þess þó að hafa talað þar við nokkurn mann, en nú í kvöld þá voru þeir að auglýsa þátt morgundagsins. Og viti menn þar verður loksins Anna sjálf að ræða um allan skítinn sem þeir eru búinir að vera að grafa upp um hana. Ég veit að fólk sem þjáist af "Hollywood heilkenninu" eru með sýniþörf á mjög óeðlilegu stigi en myndi maður láta sér detta það í hug að fara í viðtal hjá þætti sem búinn er að maka mann aur? Ég held ekki. Svo er Önnu greyinu enginn greiði gerður með því að láta hana koma fram opinberlega, stúlkan er í þvílíkri dópneyslu (skv. þættinum og ef marka má útlit hennar þá eru þeir að hitta naglann á höfuðið með þá sögu) að hún er óskýrmæltari en Megas!

Fleira ekki gjört, fundi slitið.