Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, maí 02, 2007
 
Upp' í sveit, upp' í sveit, ég á eina glæsilega upp' í sveit!

Búinn að vera tvo daga í sveitinni, það er eitthvað svo yndislegt við að vakna með fuglasöng í eyrum, gulgrænar engjar fyrir augum og ilmandi skítalykt sem leikur við lyktarskynið, I love it!

Við systkynin erum svo gott sem búin að ormahreinsa og bólusetja, tvær eftir sem sluppu okkur úr greipum í dag, önnur þeirra hóf sig til flugs og sveif í þokkafullum boga yfir bæði mig og grindina, frelsinu fegin. Í gær ákvað Sveinn bóndi að vinna á timburmönnunum með því að vinna dálítið í timbri. Hlöðugólfið rifið upp og útbúið nýtt. Bretti sem liggja á leiðurum og holrúm undir, en planið er (einhverntíman, vonandi, kannski) að hafa bagga þarna inni og þá er víst betra að loftað geti undið þá svo ekki taki að hitna í öllu saman. Fjórar rúllur settar inn og nýja gólfið hélt, alla vega í bili. Enn sem komið er sef ég á svefnsófa í stofunni, en herbergið sem ég á að brúka er að taka á sig mynd. Veggfóðrið rifi niður í gær og vonandi málað í dag. Þá er fátt eftir en að henda út ruslinu og húsgögnunum inn, málið dautt!

Ég sá Jay Leno í gær, hann var hinn hressasti að vanda. Conan O'Brien var fyrri gesturinn en sá seinni var Ungfrú Bandaríkin 1944, sem núna býr ein á sjötíu hektara býli í Kentucky og ræktar þar tré. Hún hafði unnið sér það til frægðar að hafa ein síns liðs, 82 ára gömul og styðst við göngugrind, handsamað þjófa á landareign sinni. Lýsingarnar hjá henni af atburðinum voru stórkostlegar, sérstaklega þegar hún fór út á veg til að stoppa bíl, svo hún gæti látið hringja á lögguna. Lögreglan fékk víst einhvurjar tilkynningar um snargalna kerlingu, sem stóð úti á vegi veifandi haglabyssu. Leno spurði hana líka um hvað henni fyndist um Georg Runna. "Hann er ofdekraður, ríkur stráklingur sem þarfnast þess helst að fá duglega rassskellingu." Svo mörg voru orð Venus Ramey, bónda og fegurðardrottningar.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.