Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, nóvember 05, 2006
 
"...fyrir hugskotsjónum rúlluðu allar gullnu plöturnar..."

Ég er einn af þeim mönnum sem fæ þúsundir nýrra hugmynda á degi hverjum. Margar eru góðar, sumar jafnvel frábærar og enn aðrar ekki nokkurs virði. Mjög margar þeirra hafa með texta að gera, texta sem gæti vel átt heima á þessari síðu, nú eða sem einhver hluti af sögu. Hinnsvegar þá ratar ekki nema brotabrot af þessum hugmyndum mínum í fast form. Flestar flögra á braut á sömu iðnum vængjum og sama hraða og þær flögruðu inn í höfuðið á mér. Mér þykir það mjög miður því ég veit ekki hversu mörg ódauðleg verk ég hef samið í höfðinu sem síðan hafa gufað upp og orðið að aungvu. Ég tel mig þó vita hvað ég þarf að gera til að bæta ástandið. Að skrifa niður hugmyndirnar er ágætis byrjun en fyrst og fremst þá þarf minn svírasveri afturendi að sitja oftar við tölvuskríflið í þeim tilgangi að rita.

Ég er að vonast til þess að geta farið að dæma í lok mánaðarins. Fór í ræktina í dag og gekk svona líka glymrandi vel og fann ekki nokkurn verk. Fylltist óhemju bjartsýni og íhugaði að hringja strax í dómaranefnd og melda mig til starfa. Lét það þó ógert. Hyggst býða næsta fundar við þokkafullan sjúkraþjálfara og huga að því hvað hún segir um hvort ég er tilbúinn eður ei. Fæ að njóta samvista við hana á fimmtudaginn.

Ég var í Finnlandi í sumar að víster slóðir þær er Hrönn, mín ágæta vinstúlka, bjó á þá við fyrst kynntumst. Ég dvaldi þar í rúma viku í góðu yfirlæti á heimili ástmögurs hennar Johnny (lesist Jonni) og naut hinnar rómuðu Finnsku gestristni og leiðsagnar Hrannar um svæðið. Launaði fyrir mig að einvherju leiti í kvöld. Bauð þeim skötuhjúm, sem nú búa á Fróni, til snæðings á Austur Indíafjelaginu. Maturinn var mjög góður, en full bragðsterkur, svo eigi sé fastar að orði kveðið. Jógúrtdrykkurinn og ísinn voru þó að gera magnað mót. Ég stend nú (þó ég sitji) á svo ógurlegu blýstri að ég verð í margar vikur að ná mér af snæðingnum.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.