Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
mánudagur, október 30, 2006
"Útaf með dómarann, inná með konuna hans" Í kvöld á sér stað merkilegur atburður. Þá dæmir kona í fyrsta sinn leik í efstu deild í körfuknattleik á Íslandi. Ég veit reyndar ekki til þess að kona hafi dæmt leik í efstu deild í nokkurri hópíþrótt á Íslandi, en það þýðir samt ekki að það hafi ekki gerst. Af hverju er þetta merkilegt? Nú verður hver að svara fyrir sig, en mér finnst þetta merkilegt fyrir nokkurra hluta sakir. Enn er verið að "brjóta" niður gömul vígi, sem þó hafa ekki verið lokuð konum á nokkurn hátt í mörg ár, heldur miklu heldur hefur verið kepst við að fá þær til að starfa sem dómarar, allavega í körfunni. Kemur þá að punktinum sem mér finnst merkilegastur, sem er sá að til sé kona sem fáist í dómgæslu og að hún hafi þann metnað og þá ákveðni sem til þarf til að koma sér upp á við í metorðastiganum. Því hefur nefnilega verið haldið fram að þær týpur sem þarf til að gera góðan dómara finnist ekki meðal kvenna. Ég get ekki verið sammála því og fagna sönnuninni á hinu gagnstæða, en einhverra hluta vegna þá fást konur illa til dómgæslu. Þess ber þó að geta að fjöldi kvennkörfuboltadómara tvöfaldaðist í haust, urðu tveir. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |