Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, apríl 10, 2006
 
"Vem skal segla utan vind..."

Körfubolti er lífið. Úrslitaeinvígi Njarðvíkur og Skallagríms hafið og spennan í algleymingi. Mikilvægasti leikur seríunar fyrir Skallana er í kvöld uppi í nesi, því ég hef litla trú að því að þeir eigi mikin séns ef þeir tapa í kveld.Miklar umræður hafa spunnist um 5. leik Skallagríms og Keflavíkur en ef menn vilja lesa sig til um það þá bendi ég þeim hinum sömu á spjallið á Sportinu. Einnig hafa miklar umræður verið í gangi um stutt bil á milli 5. leiks Kef-Ska og fyrsta leiks Nja-Ska, en merkilegt nokk þá er þetta ekki einsdæmi, hefur gerst einu sinni áður síðan 8 liða úrslitakeppni var tekin upp árið 1995. Ég tók saman smá lista sem má sjá hérna. En nóg um það.

Ég er á leið úr landi, rétt nýskriðinn heim frá Köben, þar sem við Hjalli og Árni skemmtum okkur konunglega um síðustu helgi. Það er aldrei að vita nema ég hendi inn nokkrum myndum hérna við tækifæri. En aftur að næstu ferð. Ég er á leið til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Södertälje sem er einhverskonar Kópavogur þeirra Svía, s.s. rétt utan við Stokkhólm. Þar fer fram svokallað óopinbert norðurlandamót yngriflokka sem kallast Scania Cup. Þangað hafa jafnan farið nokkur íslensk lið og nokkrir íslenskir dómarar. Í ár förum við 5 og vorum svo hepnir að komast að á 3-man clinic, þar sem okkur verður kennt að dæma í þriggja dómara kerfi. Sem er náttúrulega það system sem koma skal, en það er mín skoðun að einhver ár séu í að við getum tekið þetta kerfi upp hér, bæði vegna aukins kostnaðar og fjölda dómara, já eða skorti á þeim öllu heldur.

Við félagarnir ætlum að vera þarna úti í viku, taka okkur 2ja daga "sumarfrí" í Stokkhólmi eftir mótið og njóta þess besta sem höfuðstaður Svíjaveldis hefur upp á að bjóða.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.