Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
 
"Marga góða sögu amma sagði mér"

Í dag fór fram æði merkilegur leikur í körfuknattleik. Þar áttust við lið frá Reykingamönnum og lið þeirra sem ekki reykja. Til að tryggja að allt færi nú friðsamlega fram, þá voru fengnir tveir dómarara. Nú til að tryggja óvillhallni þeirra þá voru fengnir til starfans dómarar háðir munntóbaki, sem báðir þola illa sígarettur. Leikurinn fór rólega af stað en þó tóku reykingamennirnir leikinn fljótlega föstum tökum. Það var rjúkandi stemming í liði þeirra og allt gekk þeim í haginn. Á meðan virtist einstaklingsframtakið ráða ríkjum meðal þeirra reyklausu og lítil sameining inni á vellinum. Í hálfleik leiddu reykingamennirnir með rúmum 20 stigum. En dæmið snérist heldur við þá þriðji leikhluti hófst. Þeir reyklausu höfðu greinilega tekið á sínum málum í hálfleiknum, búnir að finna styrk- og veikleika hvors annars og hvernig gengi best að tvinna saman liðsheild. Reykingamennirnir létu þó ekki sjá á sér neinn bylbug og svöruðu áhlaupi þeirra reyklausu í sama mund. Vendipunktur leiksins var þegar einn reykingamaðurinn sté í mórauðan poll, ættaðann úr munni eins dómarans, og sneri sig illa á ökla. Við það virtist sem allur vindur væri úr þeim reyktu, sem virstust líka vera farnir að þreytast all verulega. Þeir reyklausu héldu áfram eins og enginn væri morgundagurinn og voru búnir að jafna leikinn er þriðji leikhluti leið undir lok. Í fjórða leikhluta var aldrei spurning um hvernig leikar myndu enda. Reykingarmennirnir tíndust einn og einn útaf, ýmist með 5 villur eða vegna súrefnisskorts. Þegar lokaflautið gall stóðu reykleysingjarnir, þreyttir en ánægðir á meðan reykingamennirnir voru allir löngu farnir á lungnadeildina og dómararnir mórauðir í framan með svartar tennur hlupu eins og fætur toguðu í næsta vask.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.