Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, desember 14, 2005
 
"Dagur eitt, punktur. Kæri Jóli..."

Ég er ekki frá því að ég sé að komast í jólastuð. Get frætt lesendur á því að í dag þá lauk ég jólagjafakaupum og hljóp ég þrefalt heljarstökk afturábak af því tilefni (í huganum), því mér er alltaf gríðarlega létt þegar þessu verki er lokið. Ekki svo að skilja að mér leiðist að gefa jólagjafir, en það er mér þraut og pína að versla þær! Það stafar aðallega af því að ég fæ svokallað verslunaróþol eftir klukkutíma verslunarleiðangur. Það lýsir sér í ofvirkni svitakirtla, einbeitingarleysi og oftar en ekki verk í maga. Eina kunna lækningin við þessu er að hætta snarlega öllum innkaupum, drífa sig heim og koma helst ekki nálægt verslun í um 5 tíma. En mér s.s. tókst að hafa þetta af í tveim túrum án mikilla líkamlegra verkja. En það er ekki seinna vænna að koma jólaskapinu á því ég kem ekki til með að hafa tíma fyrir jólaskapið í næstu viku. Þá verður brjálað að gera í vinnunni og annara jólastress á eftir að setja beyglu í jólagleðina mína. Þó ekki stærri en svo að það réttist úr henni á leiðinni heim í sveitina á þorláksmessukvöld.

Ég gæti ritað hér annan langan pistil um jólastress landans, en þar sem flestir vita nákvæmlega hvernig landinn er þessa dagana þá væri ég bara að benda á hið augljósa.

Já svo var ég klukkaður af Jóa og því ber mér siðferðisleg skilda til að bregðast við.

1. Hvað er klukkan? 21:55

2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Konráð Jóhann Brynjarsson

3. Hvað ertu kallaður? Konráð, Konni, Bóbó, Andrés, Binni, Gunnar, Bjarni og restin af karlmannsnöfnum fjölskyldunar. Það tekur ömmu stundum smá tíma að lenda á því rétta.

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? 26

5. Hár? Já, ca. 2 mm lag á höfðinu.

6. Göt? Þau sem ég fæddist með og nokkur uppfyllt sem mynduðust sökum klaufaskapar.

7. Fæðingarstaður? Fæðingardeild Landspítala Íslands.

8. Hvar býrðu? Vesturbergi 78, íbúð 5F, 111 Reykjavík.

9. Uppáhaldsmatur? Sá sem ég er að borða.

10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Það gæti verið, er of týpískt karlmenni til að láta það uppi.

11. Gulrót eða beikonbitar? Here piggy, piggy!

12. Uppáhalds vikudagur? Hverjum öðrum betri, þó eru þriðjudagar sístir.

13. Uppáhalds veitingastaður? Núna er það El Raco á horninu á Tryggvagötu og Tryggvagötu.

14. Uppáhalds blóm? Aloa Vera kaktus. (Eina blómið sem ekki hefur dáið í mínum meðförum.

15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa? Körfubolti.

16. Uppáhalds drykkur? Ískalt Gvendabrunnarvatn.

17. Disney eða Warner brothers? Bæði betra.

18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? KFC er öflugur, en Stællinn er þó bestur!

19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi, parket mahogny litað.

20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Garfield.

21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Ég myndi nú bara alveg vilja sleppa því, en for the sake of the game þá segi ég... stærstu bókabúð heims (not online), hver sem hún nú er.

22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Þá er ég yfirleitt búinn að þrautreyna allt sem mér dettur í hug svo ég geri ekki neitt.

23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Ha? (Frá fólki sem hefur ekki verið að hlusta á það sem ég sagði)

24. Hvenær ferðu að sofa? Misjafnt, oftast um 12.

25. Hver verður fyrstur að svara þér þessu? Ómögulegt um að segja.

26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Flestir.

27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Star Trek (allir), CSI, Veronica Mars o.flr.

28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Hafdísi á Subway.

29. Ford eða Chevy? HUMMER!

30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 32 mínútur.


Fleira ekki gjört, fundi slitið.