Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 12, 2005
 
"Horfðu til himins, (himins) með höfuðið hátt, (hátt)"

Ég hef stundum gert mér fjölmiðla að umtalsefni. Hyggst ég gera á því framhald. Rakst á eintak af Dagblaðinu Vísi um daginn og eins og sönnum hræsnara sæmir þá greip ég skjóðuna og las sem óðast og tíðast. Á forsíðu var eftirfarandi fyrirsögn, með (að sjálfssögðu) þar til gerðu stríðsletri og mynd, "Sigfús Sigurðsson útskúfaður af Barnalandi". Nú þetta gripu mín gulu gen og ég las áfjáður, í von um eitthvað júsí. Átti einna helst vona á því að Sigfús, sem er að ég best veit hinn ágætasti maður, hefði orðið uppvís að einhverskonar ullabjakki á þessu umtalað og stórbrúkaða vefsvæði. En fyrirsögnin reyndist vera full sterklega orðuð (hví fékk ég ekki hjartastopp af undrun?) því "fréttin" fjallaði um viðbrögð notenda Barnalands við því þegar Sigfús "kom út úr skápnum" og uppljóstraði að hann væri einginn annar en hann sjálfur! Meginþorri þeirra sem tjáðu sig um málið á téðu vefsvæði, hundskömmuðu drenginn fyrir það að villa á sér heimildir. Sum ummælin voru meira að segja ekki prenthæf í DV og segir það dágóða sögu um hversu svæsin þau voru. En út frá fréttinni gat ég ekki með nokkru móti réttlætt fyrirsögnina um útskúfun. Miklu nær hefði verið að tala um "hörð viðbrögð" eða skort á trú (á orð Sigfúsar) en heldur fannst mér djúpt í árina tekið með því að tala um útskúfun. En því er ekki að neyta að þessi tiltekna fyrirsögn olli því að ég fletti rakleiðis upp á fréttinni, svo líklega hefur hún skilað tilgangi sínum. Nokkrum dögum síðar birtist öllu smærri frétt um að notendur Barnalands hefðu tekið Sigfús í fulla sátt og margir beðist afsökunar á orðum sínum, eftir að fréttinn birtist. Báru menn fyrir sig tíðum einkennisþjófnaði (identitytheft upp á engilsaxnesku) á veraldarvefnum, þar sem lítið mál er að halda því fram að maður sé hver sá sem maður vill.

En úr Einari (Sigfúsi) í Önnu. Nánartiltekið Önnu Krsistjánsdóttur, sem einna helst, og nær einvörðungu, er þekt fyrir það að hafa eitt sinn heitið og verið, vélstjórinn Kristján Kristjánsson. Vel getur verið að mig hafi dreymt þetta, allavega sel ég það ákaflega ódýrt, en einhvernveginn minnir mig að ég hafi lesið/heyrt/séð að Anna þessi sjái nú eftir því að hafa látið klippa af sér hangilærið og snúa því sem eftir var innvortis. Sami fiðraði heimildarmaður vill halda því fram að nú leiti hún leiða til að omventa öllu saman til fyrra horfs. Eins og áður sagði þá veit ég ekki hvort nokkuð sé hæft í þessu, ef svo er ekki þá bið ég hlutaðeigandi afsökunar á gönuhlaupi mínu en þessar "fréttir" vöktu mig til umhugsunar. Nú er það nefnilega svo að margir karlmenn (og jafnvel konur líka þó ég þekki ekki dæmi þess) halda því fram fullum fetum að þeir séu fæddir sem rangt kyn. Einvörðungu vegna þess að einn lítill litningur varð Y í stað X (eða öfugt) þá hafi þeir fæðst með lim í stað leggangna. S.s. að allir litningar líkama þeirra séu bjargfasti í þeirri "trú" að þeir búi í líkama konu þó raunin sé allt önnur. Hugsunarferli og jafnvel ýmis líkamleg ferli séu í raun ekki eins og venjulega gerist hjá körlum, heldur mun líkari þeim sem fram fara hjá venjulegum konum.

Svo ég tali út frá sjálfum mér. Ég ætti með öðrum orðum að hafa áhyggjur af því hversu fjölhæfur ég er (þ.e. að ég geti stundum gert fleiri en einn hlut í einu) og hversu auðvelt mér reynist að kjafta tímunum saman í símann um allt og ekki neitt. Þetta eru jú tveir þættir sem konum eru eignaðir, allavega mun oftar en körlum. Ég er nú reyndar nokkuð viss (allavega eins viss og ég er um nokkurn hlut) um að ég er í réttum líkama og að eðlileg samsvörun sé á milli innviðja og útviðja. Í það minnsta "hrjá" mig ekki fleiri kvennlegir þættir svo ég viti. Ég hef ýmigust á þrifum, er í minna lagi hrifinn af börnum (nema náttúrulega fáum útvöldum sysurbörnum og öðrum nátengdum slíkum) og finn mig ekki knúinn til að baktala allt og alla. Þó ég viðurkenni reyndar að ég hef allavega hálfvirkt "Gróugen" þar sem ég hef mjög gaman af því að heyra gróusögur, en ég skrifa það frekar á meðfædda forvitni mína, sér í lagi vegna þess að ég finn litlar kvatir hjá mér til að endurtaka þær við hvern þann sem ég hitti.

Þetta er vissulega ekki fögur mynd sem ég hef dregið hér upp af hinu æðra kyni og má kannski af þeim ráða að ég hafi jafnvel ekki mikið álit á kvennþjóðinni. Það er af og frá. Í mínum huga eru konur englar himnaríkis í dauðlegu formi. En rétt eins og englar himnanna skiptast í upphafða og fallna engla, þá hefur hver kona upphafinn og fallinn hluta, spuringinn er svo bara hvor er stærri. Og það sem meiru skiptir fyrir okkur karlanna, hvorn hlutan drögum við fram í þeim konum sem við hittum?

Fleira ekki gjört, fundi slitið.