Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
"I just called..., to say..., I love you!" Ég á í glímu við tæknina. Þó ekki tölvutæknina í þetta sinnið, ekki nema óbeint, nei nú er það símatæknin sem er að valda mér óþægindum. Málum er þannig háttað á mínu heimili að ég (eins og þorri landsmanna) hef samið við ágætt fyrirtæki um sítengdan aðgang að veraldarvefnum. Sem er að mínu viti alveg bráðnauðsynlegt í nútímanum, því allslaus er netlaus maður! (Og var það síðan haft að máltæki). Til þess að slíkt gangi upp þá þarf maður að semja við ákveðið ríkisfyrirtæki (sem enn er) um að fá tengda til sín símalínu, já eða fá hana virkjaða með þar til gerðu númeri. Ekkert er svo sem vandamálið við það. En þessu númeri fylgir sá möguleiki að maður getur einnig tengt símtæki við línuna og hringt til vina og vandamanna, jú og móttekið símtöl frá þeim og öðrum. Ég hef nú komist ágætlega af án þessa viðbótarmöguleika hingað til, en ákveð að nýta mér hann á nýju heimili mínu. Þá má segja að vandamálasagan hefjist. Ég reiði ekki fé í þverpokum (því þeir eru jú fullir vits) svo ég hugðist spara mér að kaupa símtæki. Ég viss sem var að á heimili foreldara minna var til gnótt síma sem ég gæti fengið til varðveislu og brúkunar. Einn var þó sá sem ég vildi öðrum fremur. Sá er býsna forn (um 26 ára skv. ártali á botni hans, s.s. jafn forn mér) og er búinn forláta skífu. Símtæki af þessari tegund voru því sem næst á hverju heimili til margra ára, enda eina tegundinn sem Póstur&Sími flutti inn. Flestir voru þeir gráir, þó voru til nokkrir rauðir líka og er sá sem hér um ræðir einmitt fagurt eintak af þeim lit. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér á mínum mun yngri árum og átti ég það til að hringja eitthvað út í loftið (sem var náttúrulega óvart því ég var um 1 árs gamall um þetta leiti) og spjalla við fólk. Nú þá upphófst hin eiginlega törn af veseni. Í fyrsta lagi þá þurfa öll símtæki sem eru tengd sömu línu og sítenging að hafa svokallaða smásíu tengda við sig. Hún sér um að sigta símtölin frá internetinu (í grófum dráttum, sjálfsagt er þetta mun ítarlegra á tæknimáinu). En þar sem síminn er gamall en smásían ný þá gekk þetta ekki alveg saman. Svo eftir nokkrar ferðir í hinar ýmsu verslanir sem höndla með símbúnað þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þurfti hreinlega að láta skipta um kló á símtækinu, sem ég og lét gera í dag. Þá taldi ég mig vera kominn á auðan sjó, en það var nú ekki alveg svo einfalt, því síminn virðist ekki skilja það sem sían lætur honum í té. Því ekki heyrist bofs í kauða þegar hann og netið eru bæði tengd í einu (og hann í gegnum síugreyið) en ef netið er fjarlægt þá logar allt í sóni og allt virkar sem mest það má. Ég sé því fram á að þurfa að koma mér í sambandi við símvirkja til að fá úr því skorið hvað sé að angra greyið. Ég óttast helst að þurfa að slíta nýendurvöktu sambandi mínu við rauða síman og að festa fé í ópersónulegu, gráu og köldu símtæki af nýrri gerð. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |