Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, ágúst 26, 2005
 
"Ég heit Auðbjörn, er tvítugur töffari. Fór í bæinn í gær og fékk mér varanlegt."

Ég get sagt frá því stoltur hér að mér tókst að koma gamla símanum í virkni. Er gríðarlega stolltur af sjálfum mér og þygg með þökkum allar þær hamingjuóskir sem lesendur hafa fram að færa. Mér tókst nefnilega líka að koma tengli í gagnið inn á baði. Það var reyndar frekar mikið bras en með svita og tárum, ekkert blóð í þetta sinn, þá hafði ég þetta af og gat því stolltur skorið hár mitt og skegg (að hluta), en ég hafði heitið mér því að gera það eigi fyrr en téður tengill væri upp kominn og í fulla virkni.

Rétt að geta þess einnig að Valda og Alrúnu fæddist sonur sl. mánudag. Hamingjuóskum er hér með enn komið á framfæri. Við Hjalli fórum í gærkveldi með hund í eftirdragi (hann var þó eigi lífs, heldur gerður af taui) og bárum drenginn augum. Hann er mikið augnayndi eins og nýfædd börn eru jafnan, þá fæðingarhrukkurnar hafa sléttast aðeins, og lét í sér heyra og sannaði þar með faðernið (þó ekki hafi leikið nokkur vafi á því) því í ópum hans mátti kenna tón sem heyrst hefur úr barka föðurins (þá helst þegar hann er við skál og vel það).

Ég rak augun í auglýsingu eftir starfsmanni þegar við Hjalli vorum í verslunarleiðangri í Kringlunni í gær. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess hvernig auglýsingin var orðuð, já eða frekar í hvaða kyni hún var. Þar var um að ræða tískuvöruverslun (man þó aungvanvegin hvað hún hét enda tískublindur með öllu) og auglýsingin var á flestan hátt afar venjuleg. Auglýst var eftir tískusinnuðum, áhugasömum og duglegum starfskrafti, sem þurfti að vera 18 vetra. En það sem vakti athygli mína sérstaklega var að auglýsingin var í kvennkyni, þ.e.a.s hún var í spurningarformi og greinilega reiknað með því að kona væri að lesa. "Hefurðu áhuga á tísku? ertu samviskusöm?" Ef við gefum okkur það að ég hefði einhvern snefil af áhuga á tísku og að svona starf gæti heillað mig þá gæti ég samt ekki svarað öllum spurningunum játandi. Því sama hversu mikið ég rembist, þá er það ekki nokkur leið fyrir mig, karlmanninn, að vera samviskusöm. Ég get (og er) vissulega verið samviskusamur og duglegur og í raun uppfyllt öll "skylirðin" sem spurt var um, nema það að ég virðist vera af röngu kyni. Í ljósi jafnréttisumræðunar sem tröllriðið hefur samfélaginu undanfarin ár, þá velti ég því fyrir mér hvort hún snúi einvörðungu að því að konur geti gengið inn í þau störf sem karlmenn hafi hingað til einvörðungu taldir hæfir í. Hvort jafnréttisbaráttan sé ekki til þess fallin að jafna stöðu kynjana og að tryggja það að þau geti gert hvað sem er (svo fremi að þau viji það og lög leifi) án tillits til kyns. Þess var aldrei getið í aglýsingunni með beinum orðum að einungis konur kæmu til greina, en það þarf ekki mjög háa greindarvísitölu til að lesa það milli línanna að konur væru í lægsta falli mun æskilegri til téðs starfa en við karlarnir. Vel getur þó verið að höfundur textans hafi í hugsunarleysi beint spurningunni einvörðungu til kvenna, vegna þess að í þessum geira eru jú flestir starfsmenn af hinu blíðara kyni. Ef ekki, þá er ég þess nokkuð viss (án þess þó að ég sé mjög lögfróður) að téð auglýsing brjóti í bága við fjölmörg lög, jafnvel sjálfa stjórnarskránna. Ekki það, ég mun ekki fetta fingur út í það þó einungis konur komi til greina í starfið, því áhugi minn á starfanum er það lágur að jafna má honum við alkul (-273,3°C). En mér þykir það hins vegar súrt í broti fyrir þá kynbræður mína sem hafa heitari hug til starfans, að koma ekki til greina vegna kynferðis.

Það má kannski segja að það sé "jákvætt" að jafnréttisbaráttan hafi gengið svona vel hjá konunum að þær telji sig nú geta útilokað okkur karlana frá sumum sviðum, en þá er spurning um að við hefju upp raust okkar og krefjumst jafnræðis til starfa í tískuvöruverslunum!

Fleira ekki gjört, fundi slitið.