Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, janúar 09, 2005
 
"Nú árið er liðið í aldanna skaut,"

Sælt veri fólkið og gleðilegt ár. Takk fyrir það gamla o.s.frv. Ég veit að skrifflæði mitt hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu, og ég ætla svo sem ekki að lofa neinni bót þar á. Árið hefur farið alveg príðilega af stað. Reyndar ekkert minna að gera en fyrir jól, en samt aðeins öðruvísi svo það er nú allt saman hið besta mál. Ég fjárfesti mér í heimabíókerfi og uppfærslu á tölvunni minni (lifi nú við sultarmörk og et trosnaða gamla skó vegna þess) og nú vantar mig bara ískáp, örbylgjuofn og klósett inn til mín og þá þarf ég aldrei að fara fram oftar. Ég hljóp líka þrekpróf í gær og mér til mikillar ánægju þá tókst það alveg með ágætum, svo vonandi held ég áfram að fá góða leiki.

Ég hef aðeins verið á ykringarbrókinni undanfarið, já eða bara skáldabuxunum yfir höfuð. Er með eina sögu í smíðum (sem gegngur svona lala) og tók mig til og orti sonnettu um daginn. Einhvur ykkar hafa fengið hana til yfirlestrar og þegar hef ég fengið nokkrar athugasemdir og uppbyggilega gagnrýni. En fyrir ykkur hin sem ég ekki sendi herlegheitin þá ætla ég að byrta hana hér að neðan og býð gestum og gangandi að segja álit sitt.


Vetrarnótt

Þegar strýkur minn vanga vetrarblærinn,
og vefur mána mjúkur skýja særinn,
og jörðu hylur mjalla hvítur snærinn,
minn huga fyllir einstök yngismærin.

Í myrkri magnast ljósið ofur-blíða,
og mjúkir lokkar sem fjaðrir yfir líða,
andlit mitt og nefi mínu stríða,
er mætast augu, okkar dís mín fríða.

Yfir mér blika, brúnar stjörnur tvær,
að bera mig víða, ætíð lofa þær mér,
um heima fagra, á sínum lygna straum.

Þegar upp gægist gullinn bogi skær,
grátklökkur veit ég að færast þarf ég frá þér,
því endalaust ekki, er hægt að halda’ í draum.
KJB 08.01.2005
Lag: Ég bið að heilsa (eftir Inga T. Lárusson)


Fleira ekki gjört, fundi slitið.