Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, mars 02, 2004
 
"Við sáum UFO upp á heið' í gær, og út úr honum stigu verur tvær. Þær spurðu hvort við ættum nokkuð eld, að kveikja upp í kveld." Ég er latur! Þetta ætti ekki að koma nokkrum manni sem hingað hefur vanið komur sínar, á óvart, en bara til þess að árétta það, ÉG ER LATUR!

Ok þá er komið að venjubundinni afsökunarbeiðni... AFSAKIÐ!

Getum við þá haldið áfram? ok gott!

Lífið tekur stundum upp á því að þvælast með mann í undarlega króka. Mitt eigið líf hefur gengið æði hástemmt undanfarið og er það gott, en eins og allir vita, þá kemur það niður sem fer upp. Þannig er nú með skap mitt og geð, að það tók að síga á seinni hliðina með lægðarsvæðinu sem nú tröllríður öllu veðri hér á suðvesturhorninu og hefur staðið fyrir roki og rigningu í dag, mér og fleirum til mikillar óánægju. En tilveran er nú ekki svo ægilega svört sem ég vil vera láta, því nú næstkomandi fimmtudag þá höldum við Ragnar í sveitina til Gorgs Runna í Ameríkuhreppi, nánar tiltekið til Tvíburaborganna Minneapolis og St. Paul en þær eru í Minnesotafylki hreppsins. Þar verðum við á ferð fram yfir helgi með körfuknattleiksþyrstu fólki sem hyggst fá að berja nokkur NBA goð augum og jafnvel klappa þeim soldið ef svo ber undir. Er skemmst frá því að segja að mig er farið að hlakka ákaflega mikið til ferðar þessarar.

Brá undir mig betri fóbinum og fór í atvinnuviðtal í dag. Það var ákaflega athyglisvert og fræðandi, en spurning um hvort mér verði boðinn starfinn, og hvort ég þyggi hann fari svo að boðið komi. Veit ekki alveg, en sjáum til.

ÉG ER ÞREYTTUR! nefni þetta einungis vegna þess að ég þarf að hlaupa þrekpróf eftir tæpa tvo tíma, get ekki sagt að ég nenni því en skal nú samt! Þarf líka að bregða mér upp í Borgarnes að sækja farseðla og ferðatösku, svo að ég og fötin mín komumst nú alla leið á leiðarenda. Nenni því ekki heldur, en verð. Það eina sem ég nenni í kvöld, verður að fara á MSN með öl í hönd og eiga þar skemmtilegar samræður. Verð þar upp úr 9 ef einhver hefur hug.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.