Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 23, 2004
 
"Á skíðum skemmti ég mér tralalalala, tralalalalallalala, niður brekkur fer, tralalala lalala." Jæja hér í mínum heimi hefur ýmislegt gerst. Í fyrsta lagi þá höfum við Ragnar tekið þá ákvörðun að skella okkur til nýja heimsins, nánar tiltekið til Minneapolis í Minnesotafylki Bandaríkja Norður Ameríku. Munum við ferðast með Flugleiðum, sem einhverja hluta vegna vilja kalla sig Icelandair, í svokallaða NBA hópferð undir leiðsögn Péturs nokkurs Guðmundssonar, fyrrum NBA kappa. Þar munum við sjá í það minnsta einn leik með Minnesota Timberwolves og annan hjá University of Minnesota. Þetta verður gríðar gaman og já ferðin er 4. til 8. mars.

Svo er af mér aðrar fréttir. Ég hef sagt upp störfum hjá mínum núverandi vinnuveitanda og hyggst halda á annan vetvang. Ekkert er nú fast í hendi með nýtt starf, en leitin er farin af stað og nú þegar hef ég skilað inn nokkrum umsóknum. Þriðju stórtíðindin eru þau að í kvöld fæ ég (ef ekkert breytist) að dæma minn fyrsta leik með Helga Bragasyni, sem hefur verið einn okkar besti dómari um langt árabil. Hlakkar gríðarlega til þess. Fleira hef ég nú ekki að segja í bili.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.