Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 16, 2004
 
"Ég sparka í dós sem er ljósastaur, loftið er hlaðið ramfmagni." Jæja ágætu lesendur, ég hef vaknað til lífs á ný eftir nær vikulanga þögn. Ég veit nú varla svo gjörla hvort það er nokkuð eitt sem hefur orsakað þessa þögn, en væntanlega er hér um að ræða góða hræru af leti og tímaskorti. Nú stendur til að bæta úr þessu.

Vinnuvikan nýhafin og ég á dagvakt aftur, að beiðni Mr. Jones, kann ég honum bestu þakkir fyrir, því sannlega segi ég yður, þá nennti ég einganveginn að snúa sólahringnum við. Það hefði þó verið ágætt að fá dulítin meiri svefn í morgun, en það verður ekki á allt kosið. Frívikan var aldeilis ekki uppfull af rólegheitum og afslappelsi, þó svo að slíkt hafi verið stundað ákaft í hvert sinn sem tækifæri til þess gafst. Ég var á miklum ferðalögum alla vikuna, vegna dómgæslu. Á miðvikudag fór ég norður til Akureyrar með Eggert nokkrum Aðalsteinssyni, verlsunarstjóra Adam's í Smáralindinni. Þar gistum við um nótina, því leikurinn var settur svo seint á (20:50) að ekki var flogið að honum loknum. Fimmtudeginum eyddi ég í hópi 12 hormónaböggla sem saman voru komnir til að samfagna bróður mínum með 14 ára afmælið. Á föstudagskvöld var ég við dómgæslu í Sandgerði og á laugardag á Flúðum, sem var ágætt því þangað hef ég ekki komið, mér að vitandi, áður. Á sunnudag voru svo tveir leikir dæmdir í Hagaskóla.

Á laugardagskvöld þá fékk ég vísiteringu frá meistara Ragnari Risa og var stefnan sett á dulítið sumbl. Við sátum fram undir miðnáttu heima á Tunguveginum og sötruðum öl á meðan við sporðrendum heitri flatböku frá Domino's og gláptum á imban. Stefnan var síðan sett á miborgina, þar sem við vísiteruðum nokkur öldurhús og sporðrendum nokkrum öllurum til viðbótar. Svo var haldið heim á leið þegar líða fór á morgun og ég naut þess að sofa frá mér allt vit, en eymingja Ragnar var neyddur á lappir löngu áður en slíkt þykir kristilegt, eða um 9 leitið.

Já, vikan var s.s. ágætlega aktíf, eins og sagt er á slæmri íslensku. Svo er bara að sjá hvað næstu vikur færa manni. Það er nú reyndar svo merkilegt að síðastliðnar 4 vikur hafa flogið hjá, í einhverri alsherjar sælu. Hvað skildi valda?

Fleira ekki gjört, fundi slitið.