Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, janúar 29, 2004
 
"Ég er fegurðardrottning og brosi gegnum tárin, ég er fegurðardrottning og græt af gleði, óóó, ó ég er svo happý" Jæja ég heilsa ykkur háttvirtu lesendur úr sveitasælunni. Er búinn að eiga ágætan rúman sólarhring hér, sem hefur þó nýst nokkuð. M.a. þá framkvæmdi ég nauðsynlegt viðhald á sjálfrennireið vorri, skipti út notaðri smurolíu, síum og slíku fyrir nýtt. S.s. okkur heilsast ágætlega, bæði mér og bílnum.

Ég lennti í því í gærkvöldi (fyrrakvöld, skv. dagsetningu pistils) að sjá annan þátt af "uppáhalds" sjónvarpsefninu mínu, leitinni að næsta súpermódeli Ameríku. Ég er enn hneykslaður, sjokkeraður og guð-má-vita-hvaðeraður en núna ætla ég að gefa þessum "ágæta" þætti smá prik. Í lok þáttarins þá var ein stúlkan send heim, svo þær komu, ein og ein, í viðtal til dómnefndarinnar. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum þá settist dómnefndin á rökstóla. Og hér kemur prikið. Þau hnakkrifust um ákvörðunina, og ég hélt nú reyndar aldrei að ég myndi segja neitt svona, en ég klappaði Tyru Banks (stjórnandanum) lof í lófa fyrir að hundskamma einn samdómarasinn fyrir að segja eina stúlkuna vera of feita. Orðrétt sagði hún: "You're the reason that hundreds of girls are bending over the toilett bowl many times a day" Amen og skál systir AMEN og skál. Það er alveg skelfilegt til þess að hugsa að ungar stúlkur spilli andlegri og líkamlegri heilsu sinni og jafnvel týni lífinu, vegna þess eins að þær telja sig ekki búa yfir "réttu" útliti. Þar ber týskubransinn mesta, stærsta og þyngsta ábyrgð. Því ég trúi því (og hef reynt á eiginn skinni) að kröfur samfélagsins eru oft æði frábrugðnar því sem fólki almennt finnst. Ég þekki eingan sem fynnst nokkuð aðlaðandi við beinagrindur og þó að fólki hafi vissulega misjafna skoðun á því hversu "mjúkt" annað fólk á að vera þá virðist "útlitsbransinn" almennt vera þónokkuð undir því. Kannski er kominn fram ný ráðandi stefna núna, stefna sem vill meiri mýkt, ég vona það svo að við hættum að senda fólki þau skilaboð að beinagrindur séu fallegar.

Fleira ekki gjört í bili, fundi slitið.