Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, desember 09, 2003
 
"You scumbag, you magget, you cheap lousy faget. Happy Christmass you arse, I pray to god it's our last." Svona hljómar ein lína í ákaflega skemmtilgur "jólalagi" sem nefnist Fairytale of New York, en það flytur hljómsveitin Pokes og Kirsty heitin McCall. Þetta er nú ekki lína sem lýsir mínu sálarlífi eða skapi mínu í dag, heyrði þetta ágæta lag í útvarpinu og þá rifjaðist þessi skemmtilega setning upp fyrir mér.

Ég er almennt í sérdeilis príðilegu skapi. Ég þarf ekkert að vinna meir í 12 daga, fyrr en Mánudagsmorguninn 22. desember og ég er í skýunum yfir þeirri staðreynd. Ég las athyglisverða grein í Mogganum í dag. Þar var blaðamaður að fjalla um stríð og andstöðu sína við þau. Mér fannst afar athyglisverður sá punktur að hún hefði eiginlega ekki gert sér almennilega grein fyrir því hversvegna stríð væru svona andstyggileg (frá rökfræðilegu sjónarmiði, ekki dauða og blóði og slíku, það er sjálfgefið) fyrr en hún steig aðeins út fyrir blaðamannin og kenndi 5 ára krökkum í einn dag.

Börn eru æði hvatvís og gera mjög gjarnan hluti án þess að leiða hugan nokkru sinni að afleiðingunum. Það gerir það að verkum að kennari/þjálfari/umsjónarmaður/foreldri, þarf að vera nokkuð naskur við bæði við sáttagjarðir, en miklu heldur við að varna ofbeldisfullum hvötum útrás með forvörnum. Margir gera sér kannski ekki grein fyrir því en börn taka rökum ótrúlega vel, ef sá sem er að rökræða við þau setur sig í þeirra spor og rökræðir á þeirra plani. Og á þessu plani er ekki nokkurt vandamál að sýna börnum fram á hvaða akk þau hafa af því að öllum komi nú vel saman, að hægt sé að deila hlutum á milli og mikilvægi þess að biðja um fyrirgefningu vorra skuldunauta. Þetta viðhorf höfum við flest tamið okkur, svo að við getum virkað í samfélagi því sem við búum við. Á einstaklingsgrundvelli er þetta ekki yfirstíganlegt vandamál, en allt annað er uppi á teningnum þegar við komum saman sem þjóðir á alþjóðlegum vettvangi. Einhversstaðar stendur að fólk sé fífl og að greind hóps sé aldrei meiri en heimskasta meðlim hans. Þetta virðist svo sannarlega eiga við margar þjóðir (þ.m.t. íslendinga) því það er ótrúleg heimska sem virðist ráða gjörðum þeirra. Kannski er það ekki heimska, kannski er það hvatvísi. Að mjög mörgu leiti geta þjóðir heims líkt sér við börn, því jafnvel þær elstu eru vart komnar að tvítugu (sé miðað við hlutfall af sögu mannsins). En ef þjóðir heimsins eru börn, lík mannanna börnum, þá vitum við að vel er hægt að koma fyrir þær viti ef finnst einhver sem getur kennt þeim sömu rökleiðslu og börnunum hér að ofan. En því miður þá búa þjóðir heims ekki (enn) að einhverjum sem getur tekið að sér hlutverk uppalanda.

En þangað til að einhver kemur fram á sjónarsviðið (eða að börnin þroskast nægilega af sjálfstáðum) þá býr mannskeppnan við þá staðreynd að flest deilumál eru leist með ofbeldi, og þar sem þjóðir deila, eru stríð. En ekki er nóg að heimsmynd vor sé ekki sú glæsilegasta, heldur þá erum við óskaplega dugleg við að eyða sjálfum okkur innanfrá. Tökum bara sem dæmi barnaníðinga, eins og þann sem virðist hafa herjað á Patreksfirði. Ég gæti nokk auðveldlega fært fyrir því ágæt rök að einn svona maður geti eitrað heila þjóð og því sem næst komið af stað stríðum með sínum eitruðu fingrum og rottna heila. En ég hef ekki orku í að hugsa um slíkt núna, svo ég segi þetta gott.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.