Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
þriðjudagur, desember 23, 2003
"Á Þorláksmessu borðum skötu, falalalala lala lala." Ég reyndar læt allt skötuát eiga sig enda er sá matur dauður í meira lagi og ég ekki vanur að snæða látinn mat. Það er brostið á með stórhríð og óhemjuskap og ekki hundi út sigandi. Vinnudagur er að kveldi kominn og farið að hylla undir heimferð hjá mér. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hlakka gríðarlega til þess að losna út, verð bara að segja það að fátt í heiminum er jafn niðurdrepandi eins og vinna á Þolláki, nema ef vera skyldi að þurfa að vinna á Aðfangadegi. Ég slæ þetta allt saman út, ég fæ að vinna þá báða!!!!!!! Þetta nær nú ekki nokkurri átt. Mig er farið að hlakka ískyggilega til þess að komast heim í jólasteikina annað kveld. Ég veit líka að ég verð leystur út með gjöfum og verður matur þar ofarlega á blaði því karl faðir minn ætlar að sjóða sérstaka hangikjetsrúllu sem einvörðungu er ætluð mér og ekki nokkrum manni öðrum, thja nema þeim sem ég hef velþóknun á! Svo býst ég fastlega við að laufabrauð fylgi með í bunkum svo ekki sé minnst á afganga af svínasteik með baunum, sósu og tilhörandi meðbeslagi. En í mestum hyllingum sé ég nú ból vort, hlýtt og gott. Þangað stefni ég mjög fljótlega eftir heimkomu og hyggst ég ei þaðan upp rísa fyrr en um 0600 í fyrramál. ZZZZZZZZzzzzzzzzz *HRJÓT* Fleira ekki gjört, fundi slitið. |