Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, desember 08, 2003
 
"Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesú veri mitt skjól" Nú er karl kátur eða svo gott sem. Mættur til vinnu eftir erfiða nótt. En byrjum nú á byrjuninni. Sunnudagur tók hús á mér rétt um hádegi með von um dómgæslu. Brá mér upp í Austurberg og dæmdi tvo leiki. Seinni leikurinn var sérstaklega skemmtilegur þar sem í báðum liðum voru menn sem ég þekki allvel. Öðru meginn var góður félagi minn úr Háskólanum, Jón Björn og stýrði hann Stjörnumönnum af mikilli röggsemi. Hinu meginn var mættur yfirmaður minn elskulegur. En sá galli var á gjöf njarðar að ég var einn um að dæma þennan leik. En þetta tókst nú samt svo vel að elskulegur yfirmaðurinn gerði sér spes ferð til mín í dag til þess að tilkinna mér að ég væri "drekinn", hvað sem það nú þýðir.

En eins og áður sagði þá hef ég verið í vinnunni í dag og hefur hann gengið ágætlega fyrir sig. Sérstaklega vegna þess að hann er einungis annar af tveim sem ég þarf að vinna í vikunni. Ég er mjög ánægður með þetta. Fékk líka skemmtilegan pistil frá Viðarssyni Kára skemmtilegar pælingar hans um jól og Disel gallabuxur. Spurning hvort þetta gæti ekki orðið efni í fyrstu vefbókarfærslu piltsins, ég hyggst í það minnst róa á þau mið.

Ég hef bætt við enn einni vefbókinni. Nú er það hinn mikli Rúntari og er hann boðinn hjartanlega velkominn.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.