Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, desember 24, 2003
 
"Heims um ból, helg eru jól. Signuð mær, son guðs ól." Ég vil óska lesendum mínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar og ég vona að ég hafi getað skemmt ykkur eins og ég hef skemmt sjálfum mér.

Ætíð yfir jólafrí,
ágerist mín leti.
Liggja vil þá lárétt í,
lögulegu fleti.

Engin því ég jólakort,
endist til að skrifa.
Ég vona samt ei líðið skort,
og í gleði megið lifa.


Þetta litla kvæði var jólakort mitt til vina og vandamanna. Ég hefi nefnilega fyrir nokkrum árum tekið upp þá hefð að senda jólakveðjur mínar á smáskilaboða (SMS) formi. En hafi einhver ekki fengið það skeyti, sem hefði átt að fá það, þá skrifast það á mína gleymsku og er þá þetta skeyti þér ætlað. Einnig vil ég biðja alla þá sem ég hef gert eitthvað varhugarvert, afsökunar og um leið hef ég fyrirgefið þeim sem á minn hlut hafa gjört. Enn og aftur,

Gleðileg Jól og vonandi eigið þið gott komandi ár. Takk fyrir allt gamalt og gott.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.