Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, desember 16, 2003
 
"Ég fer alltaf yfir um jólin, allt þetta peninga útlát" Sko minn, nú hef ég lokið við jólagjafainnkaup og er meira að segja búinn að pakka nokkrum inn líka. Á bara hreinlega ekki orð yfir eigin dugnað. Dagurinn í gær og dagurinn í dag hafa að mestu leiti farið í búðarráp, spekúleringar og spádóma, en nú er því lokið og er ég ákaflega sáttur við þær gjafir sem ég hefi keipt ættmennum mínum tilhanda. Ég held meira að segja að flestir, ef bara ekki hreinlega allir, þeirra sem við gjöfunum taka verði ákaflega ánægðir með þær líka.

Nú sit ég hér við tölvugarminn minn og er að brenna diska með ýmissi tónlist til þess að hafa með mér í bílnum, ég fann nefnilega ágætis geisladiskatösku í Rúmfatalagernum á fyrirtaks verði. Svo nú er ég að brenna talsvert af því efni sem ég fann á DC++. Annars liggur fyrir mér að bruna suður í Garðabæ og sjá þar leik heimamanna í Stjörnunni gegn voru ástsælu Sköllum. Síðan heim í heiðardalin.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.