Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, desember 04, 2003
 
"Ég bý í sveit, á sauðfé á beit, og sællegar kýr út á túni, sumarsól heit, sem vermir nú reit en samt má ég býða' eftir frúni" syngur Villi Vill með Mannakornum. Ég hef átt, og á, frændur og frænkur sem komin eru töluvert fram yfir fermingu en hafa samt ekki gengið út, þ.e.a.s. nælt sér í maka. Geldkarlagen kallaði hún langamma (sjá undir erfikvæði) mín heitin þetta. En nú berast mér þær fréttir vestan úr sveitum að út sé genginn frændi minn einn á fertugsaldri. Ég hef þetta nú bara eftir einni heimild enn sem komið er (hér) og byrti því engin nöfn né heldur fullyrði nokkuð, en ef satt er þá hefur þetta töluverð áhrif á mig.

Í fyrsta lagi þá sýnir þetta að ég þurfi engu að kvíða, menn ganga út á öllum aldri, sem er ákaflega hressandi staðreynd og upplífgandi fyrir mig. Í annan stað þá setur þetta smá pressu á mig þar sem ég fer nú að verða með seinni skipum í útgöngu og er sú staðreynd ekki eins hress og langt því frá að vera upplífgandi. Ég sé að meiri þunga og breyttra áherslna er þörf í kvennamálum mínum, ætli einkamál sé enn við lýði...

Fleira ekki gjört, fundi slitið.