Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, desember 15, 2003
 
"Er ekki tími til kominn að tengja? Er ekki tími tilkominn að tengja? Tengja, tengja, tengjaaa!"

Þá er ég kominn aftur í höfuðborgina, að vísu bara í stutt stopp, stefni að því að fara uppeftir aftur á miðvikudagsmorgunn. Ég er búinn að vera býsna duglegur bara, laufabrauð var flatt út, skorið og steikt á laugardag og gluggar þrifnir og húsgögn færð í dag (sunnudag, enn og aftur er ég röngum meginn við miðnættið). En á morgun (mánudag) þá hyggst ég leggja land undir gúmmí (bæði dekk og skósóla) og versla jólagjafir til handa því ágæta skyldfólki sem eru þess heiðurs aðnjótandi að fá frá mér gjöf. Sem sagt allt eðlilegt miðað við árstíma.

Ég hef brotið heilan talsvert um frelsi á internetinu. Staðreyndin er nefnilega sú að þó að internetið sé nú að nálgast (ef ekki komið yfir) fermingu þá eru enn tiltölulega fá lög sem ná yfir þá hluti sem þar fara fram. Reyndar er ýmislegt þannig á netinu að yfir það ná lög sem upphaflega gerðu ekki ráð fyrir netinu, má þar nefna t.d. lög um höfundarrétt. En þau lög sem líklega eru hvað mikilvægust fyrir internetið eru lög um málfrelsi. Það er nefnilega svo að texti er lang fyrirferðarmestur af því efni sem á netinu er að finna og lang mestur hluti hans (það er mín tilfinning a.m.k.) er persónulegur og bundinn ákveðnum höfundi/um. Nærtækasta dæmið um slíkt eru að sjálfsögðu Vefbókarsíður (e. bloggs) þar sem fólk er að tjá sig um menn og málefni, nú eða bara hvað það eina sem því dettur í hug. En ég er ekki viss um að margir þessara ágætu höfunda geri sér grein fyrir því að samkvæmt lögum þá má ekki láta allt flakka á slíkum síðum. Þetta er jú opinber vetvangur og hverjum sem er heimilt og frjálst að heimsækja síðurnar og lesa það sem þar er ritað. Ég er mjög langt frá því að vera nokkur lagaspekingur en mér finnst þetta þó meika sens svo maður grípi nú til ófágaðs máls. En hvar eru mörkin dregin? Eigum við að búa við jafn "stranga" löggjöf og fjölmiðlar eða getum við leyft okkur meira í krafti persónulegs málfrelsis. Ég er á því að hverjum sem er, er heimilt að hafa þá skoðun sem honum sýnist og sé heimilt að tjá hana. En á móti kemur að það er ekki sjálfgefið að skoðunin eigi nokkurn rétt á sér sem slík né að hún hafi nokkurn rétt á því að heyrast opinberlega. Dæmi: Fyrir einhverjum árum var tekið viðtal í DV við þáverandi formann Þjóðernissinnafélags Íslands (man ekki nafnið nákvæmlega) þar sem hann tjáði skoðanir sínar á m.a. útlendingum, þá sérstaklega svertingjum. Hann var á þeirri skoðun að öllum svertingjum ætti að vera óheimilt að setjast að á Íslandi vegna þess að þeir (sem þjóðflokkur ef svo má að orði komast) væru latir ónitjungar upp til hópa og bennti á almennt ástand mála í Afríku máli sínu til stuðnings.

Í kjölfar þessa viðtals varð gífurlegt fjaðrafok þar sem menn skiptust nokkurnveginn í tvennt, með og á mót því að DV hefði verið heimilt að birta viðtal með svo skýrum kynþáttafordómum. Reyndar var manninum, Hlyn Frey Vigfússyni síðar stefnt fyrir þessi ummæli sín og var hann sekur dæmdur. Eða eins og dómur Hæstaréttar segir:

"Fallast ber á það með héraðsdómi að ummæli ákærða í DV 17. febrúar 2001 séu alhæfingar, sem ekki séu studdar neinum rökum, enda munu vandfundin rök fyrir yfirburðum á grundvelli kynþáttar. Enda þótt ekki verði fullyrt að orðið negri sé út af fyrir sig niðrandi í íslensku máli verður, þegar dagblaðsviðtalið er lesið í heild og ummæli ákærða virt í því samhengi, að telja að með þeim sé leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun. Ummæli ákærða fela því í sér háttsemi sem fellur skýrlega að verknaðarlýsingu 233. gr. a almennra hegningarlaga. Lagaákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti og kynþáttahatur og er markmið þess því lögmætt og þær skorður sem það setur tjáningarfrelsi nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Verður því niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða staðfest með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti. "

233. gr. a almennra hegningarlaga hljómar svo:

"[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)"

S.s. enginn getur bannað manninum að hafa skoðunina, en hann má bara ekki tjá hana opinberlega.

Ég get ekki annað sagt en að þessu sé ég sammála að öllu leiti.

En ef ég beini sjónum mínum að löglegu efni og skoðunum. Er ekki öllum frjálst að hafa á síðum sínum tengla á hverja þá síðu sem honum sínist, svo fremi sem að sú síða innihaldi ekki ólöglegt efni. (Spurning hvort tengill minn til Mr. Mario sé þá ekki lögbrot, ef skoðaðir eru pistlar hans um rasisma?) Ég lýt svo á, og það sem meira er, ég lýt einnig svo á að mér sé heimilt að vísa til þess efnis sem aðrir hafa sett á vefinn, þó svo að það geti talist ólöglegt, sbr. að DV virtist ekki bera neina ábyrgð á því sem Hlynur Freyr sagði í blaðinu. Svo er það náttúrulega bara mat hvers og eins við hvað hann vill láta bendla sig.

Í framhaldi af þessu þá kviknar hjá mér önnur spurning. Getur sá sem vísað er til, krafist þess að tengillinn sé fjarlægður? Segjum sem svo að ég hafi á minni síðu tengla á bæði KKI.is og KSI.is. Getur annar hvor þessara aðila, krafist þess af mér að ég fjarlægi tengil til þeirra vegna þess að þeir vilji ekki láta sitt efni tengjast efni hins á nokkurn hátt? Ég held að það sé af og frá. Báðir aðilar halda úti opinberu vefsvæði sem er öllum opið og umferð er frjáls um. Og ég sem eigandi annars opinbers vefsvæðis er í fullum rétti að vísa mínum gestum á báða þessa staði. Hitt er svo aftur annað mál að ég gæti að sjálfsögðu orðið við óskum þess sem krefst þess að tengill á sig sé fjarlægður, en mér er það ekki nokkur skilda.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.