Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
 
"Skotin fljúga skæð á víxl,
skeytin grimm á bloggi.
Dæla menn um daglegt sísl,
sem DV bæð' og Moggi.
"

"Glottir í kampinn glettinn gaur,
gefur hann dampinn góðann.
slettir í stampinn linann saur,
skefur hann glampinn sóðann.
"

"Að kasta knetti þykir sport,
aðrir leikinn dæma.
Spara vil ég spaklegt gort,
og orðu mun mig sæma.
"

Jæja þá hef ég tekið mig til og botnað fyrripart Kveikjaramannsins og má sjá afrakstur þess hér að ofan. Svo er náttúrulega ekki hægt annað en að ljóða solidið á kallinn og er það vísan hér að neðan.

"Einn ég þekki kaldann karl,
Keli sá drengur nefnist.
Yfir bloggi er sem jarl,
og ætíð fyrir hefnist.
"

Ég hef nú svo sem ekki mikið að segja í bili, en þó vil ég láta þess getið að væntanlegt er ný vefbók í hringinn minn. Ekki er þó hægt að láta það uppi ennþá hver þar er á ferðinni, né heldur get ég látið slóðina fylgja þar sem viðkomandi hripill hefur ekki enn gefið formlegt leifi á birtingu. Um leið og það leifi er fengið þá mun ég láta þess hér getið.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.